Samtíðin - 01.11.1951, Blaðsíða 29

Samtíðin - 01.11.1951, Blaðsíða 29
SAMTÍÐIN 25 S. ýte/h F'róðleiksþáttur gORGIR heimsins hafa upphaflega orðið til annaðhvort kringum forna verzlunar- og kaupstefnustaði eða við fiskihafnir og kringum þorp fi’jósamra landbúnaðarhéraða, er lágu vel við samgöngum. Einnig eru þess allmörg dæmi, að borgir nú- tímans hafa vaxið út frá fornum kastalaborgum miðalda. Þorp og smábæir eru yfirleitt mjög háðir upplandi sínu, en meiri háttar borg- ir eru það yfirleitt ekki. Elztu borgir, sem við höfmn sann- ar spurnir af, voru í Rabyloníu, Egyptalandi, Fönikíu og Grikklandi. Þær voru annaðhvort verzlunarborg- ir eða kastalaborgir. Víða urðu til sjálfstæð borgríki bæði í fornöld og á miðöldum. 1 Kína og víðar í Austur- Asíu eru til ævafornar borgir. Þegar í fornöld voru til stórborgir. I Babylon voru t.d. á 6. öld f. Krb. 300 000 íbúar, og í Rómaveldi voru á 2. öld um það bil 50 stórborgir. Þá bjuggu í Róm 1,2 milljónir manna, í Alexandríu 0,3 millj., í Korinþu og Efesos 0,1 millj. Á dögum Karls keis- ara mikla (um 800) voru 500 000 íbúar í Bagdad. Á miðöldum var frekar fámennt í stórborgunum vegna drepsótta, er þá geisuðu. Þó voru þá 400 000 íbú- ar i Konstantínópel, 200 000 í Napólí og 150 000 í Veneziu. Austur í Dehli í Indlandi voru þá 300 000 íbúar. Með aukinni verzlun á 17. öld uxu borgirnar hratt, einkum borgir Norð- ur-Evrópu, og með hinni miklu iðn- Alltaf eitthvað nýtt! islenzkur silfur- borðbúnaður er alltaf gulls í gildi GLÐLALGLR IUAGNIJSSOIM GULLSMIÐUR Laugavegi 11 Sími 5272. Útvegum Ford og Fordson dráttarvélar SVEINN EGILSSON H.F. bifreiðasalar. Laugavegi 105. Reykjavík.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.