Samtíðin - 01.11.1951, Blaðsíða 30

Samtíðin - 01.11.1951, Blaðsíða 30
SAMTÍÐIN 26 byltingu á 19. öld þyrptist fólk utan af landsbyggðinni í striðum straum- um til borganna. Forn-Grikkir og Rómverjar reistu borgir samkvæmt skipulagi, sem reynzt hefur mjög athyglivert. Þann- ig hafa hinar þráðbeinu götur í her- búðahverfum Rómverja orðið Kín- verjum og Randaríkjamönnum til fyrirmyndar við skipulag borga í löndum þeirra. Á 14. öld (á síðgotn- eskum tíma) voru margar borgir reistar samkvæmt nákvæmu skipu- lagi, og var þar ólíku saman að jafna eða á fyrri hluta miðalda, þegar borg- ir urðu til algerlega skipulagslaust. Frá því á 15. öld reyndu Evrópuþjóð- ir að skipuleggja fagrar götur og torg og reisa byggingar í sama stíl um- hverfis hvert torg. Við skipulag borga nú á tímum verður að taka tillit til margs, og er óþarft að telja það upp hér. En hætt er við, að skipulagsfræðingar fram- tíðarinnar verði þó að hafa enn fleira í huga en stéttarbræður þeirra nú á dögum þykjast verða að taka tillit til, m.a. árásarhættu af völdum sprengjuflugvéla, sem er eitt hið mesta áhyggjuefni núlifandi kyn- slóðar. Hún: „1 þessari bók stendur, að austur í Indlandi þekki eiginmenn- irnir konur sínar ekki fyrr en þeir séu búnir að vera giftir þeim æði lengi." Hann: „Ég held, að það þurfi nú ekkert Indland til í þeim efnum.“ TILKYNNIÐ „Samtíðinni“ tafarlaust, ef þér hafið bústaðaskipti og forðizt þannig vanskil. Cerebos borðsalt er salt jarðar. Það fæst í flestum verzlunum CERERÓS M^átið CEItEMtOS aidrei vanta á borðið

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.