Samtíðin - 01.12.1951, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.12.1951, Blaðsíða 9
10. hefti 18. árg. Nr. 178 Desember 1951 ÁSKRIFTARTlMARIT UM ISLENZK OG ERLEND MENNINGARMAL SAMTÍÐIN kemur 10 sinnum á ári, mánaðarlega nema i janúar og ágúst, samtals 320 bls. Árgjaldið er 25 kr. burðargjaldsfritt (erlendis 35 kr.), og greiðist það fyrirfram. Áskrift getur byrjað hvenær sem er og miðast við síðustu áramót. tlrsögn sé skrifleg og verður að liafa borizt fyrir áramót. Ritstjóri: Sigurður Skúlason, sími 2526, póst- hólf 75. Áskriftargjöldum veitt móttaka i verzluninni Bækur og ritföng hf., Austur- stræti 1 og Bókabúð Austurbæjar, Laugavegi 34. — Prentuð í Félagsprentsmiðjunni hf. ALDDUS HUXLEY: U M ÞÆGINDI JJINN HEIMSFRÆGI brezki rithöfundur, Aldous Huxley, skrifaði fyrir allmörg- um árum skemmtilega grein, sem hann nefndi: Þægindi. Hér skulu til gamans teknar upp í lauslegri þýðingu nokkrar setningar úr þessari ritgerð. Huxley segir: Gestgjafar í Frakkland auglýsa „le con- fort moderne" : nútímaþægindi. Og þetta er algert sannmæli, því að þægindi eru nýtt fyrirbrigði, yngri en gufuvélin, að- eins fáum árum eldri en ritsíminn og ekki nema einni kynslóð eldri en útvarpið. Á- sókn okkar í þægindi og það álit okkar á þeim, að þau séu einhver eftirsóknarverð- ustu gæði lífsins, eru lífsviðhorf, sem sprottin eru af hugsunarhætti nútímans og á þeim hefur ekki örlað í sögu mann- kynsins síðan á dögum Forn-Rómverja. Við höfum vanizt þægindum nútímans og eigum örðugt) með að hugsa okkur þau tímabil í sögu okkar, er enginn hafði hug- mynd um þau. Og þó voru bólstraðir stólar og legubekkir, fjaðradýnur og miðstöðvar- hitun fyrir þrem öldum gersamlega ókunn jafnvel mestu höfðingjum Norðurálfunnar. Þegar við hugleiðum allan þægindaskort forfeðra okkar, blasir sú staðreynd fyrst af öllu við, að við hann sættu þeir sig að langmestu leyti af fúsum vilja. Að vísu byggjast sum nútímaþægindi á uppgötv- unum og uppfyndingum seinustu alda, og ekki gátum við ekið á gúmmíhjólbörðum, fyrr en við höfðum fundið Suður-Ameríku og þar með gúmmítréð. En í öllum aðal- atriðum er sá efnisgrundvöllur að engu leyti nýr, sem „le confort moderne" hvíl- ir á. Þeir menn, sem í gamla daga gátu reist sér hýbýli og búið þau húsgögnum alger- lega að eigin geðþótta, — þjóðhöfðingj- arnir og auðjöfrarnir — höfðu þau það stór, að vel hefðu hæft jötnum. Þeir fögnuðu gestum sínum í geysimiklum sal- arkynnum, sem helzt jafnast á við salina í nútíma járnbrautarstöðvum. Þeir reikuðu frá svefnherbergjum sínum til borðsal- anna eftir göngum, sem voru ámóta löng og naustköld af bitrum dragsúgi og jarðgöng Alpafjallanna. Og oftsinnis dag hvern urðu þeir að ganga upp og niður volduga stiga, sem í okkar augum líkjast einna helzt sjálfum Nílargljúfrunum, greyptum í marmara. Huxley ber því næst saman hús marg- milljónara nokkurs í grennd við Chicago og geysimiklar ítalskar hallir undir hlíð- um Apennínafjalla, þar sem sárbitur vetrarvindurinn hafði nætt' um hann sjálf- an, er hann leigði sér þar vistarveru fyrir allmiklu lægra gjald en hann hafði seinna orðið að greiða fyrir geymslu á Fordbil sínum vestur í Chicago! Ekki er hann í neinum vafa um, að auðkýfingurinn vestan hafs hafi farið rétta leið, er hann bjó hús sitt öllum nútímaþægindum, enda var þar ólíku saman að jafna og í glæsilegu, en þægindasnauðu ítölsku stórhýsunum frá fyrri öldum. En þá vaknar óhjákvæmilega

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.