Samtíðin - 01.12.1951, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.12.1951, Blaðsíða 10
4 SAMTÍÐIN sú spurning, hvernig á því gat staðið, að auðmenn skyldu byggja svo þæginda- snauðar vistarverur fyrir þrem öldum. Þetta telur Huxley sig geta skýrt. Hann segir: Vellíðan og þægindi voru hugtök, sem horfnar kynslóðir virtu að vettugi. Það voru metorð — forréttindi — virðu- leiki, tign og frægðarljómi, sem þær sóttust mest eftir og töldu æðstu gæði lífsins. Stórmennsku kallar hann það. Og til þess að sýna og sanna, að stórmenni fyrri alda væru sannkölluð ofurmenni, urðu konung- ar, furstar og kardínálar að lifa lífinu í ofurmannlegu umhverfi. Það borgaði sig. Þörfin fyrir vellíðan og lífsþægindi var í þeirra augum veikleiki, sem þeir álitu sér skylt að sigrast á. Aldous Huxley lýkur grein sinni með þeim spádómi, að einn góðan veðurdag muni öll veröldin verða að ákaflega þægi- legri æðardúnssæng, sem mannsandinn sjálfur muni — eins og Desdemona forð- um — verða kæfður undir. MEÐ ÞESSU hefti lýkur 18. árgangi „Samtíðarinnar“. Næsta hefti kemur 1. febrúar 1952. Vér þökkum öllum hinum skilvísu og áhugasömu vinum tímaritsins ágætl samstarf á undanförnum árum, um leið og vér bjóðum alla hina nýju áskrif- endur, sem bætzt hafa í hópinn á árinu, velkomna. Þeim fjölgar jafnt og þétt, sem lesa „Samtíðina“, og mjög fjölbreytt efni við allra hæfi mun birtast í næstu heft- um. Bendið vinum yðar á að byrja kom- andi ár með því að gerast áskrifendur að „Samtíðinni". GLEÐILEG JÓL. SIGURGEIR SIGURJÖNSSON hæstaréttarmálaflutningsmaður. Aðalstræti 8. — Símar 1043 og 80950. Skrifstofutími 10—12 og 1—6. + Það er sagt: ♦ að enginn eigi að óska þess, að hann hljóti uppfylling allra óska sinna. ♦ að langsetuskólar reynist mörgu tápmiklu æskufólki eins konar andlegar fangabiiðir. ♦ að tréð hefni sín á skógarhöggs- manninum með því að falla á hann. ♦ að hugrekkið valdi fjörtjóni, en bleyðiskapur lengi mannsævina. ♦ að grimmdin sé afkvæmi óttans. Vitið þér ? Svörin eru á bls. Í4. 1. Hver orti þetta: „Séð hef ég skrautleg suðræn blóm,/ sólvermd i hlýjum garði.“ 2. Hvar er nyrzti háskóli heimsins? 3. Hver stýrði störfum Alþingis á dögum hins forna lýðveldis ís- lendinga? 4. Hve margir myrkvar voru árið 1950? 5. Hvort eru hæstu tré hærri á Akureyri eða í Reykjavik og hve há eru þau? Ef yður vantar góð herra- eða dömu-úr, ættuð þér að tala við mig. Sent um allt land. GOTTSVEINN ODDSSON, úrsmiður, Laugaveg 10. — Reykjavik.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.