Samtíðin - 01.12.1951, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.12.1951, Blaðsíða 14
8 SAMTÍÐIN gesta, sem vænzt er á næstunni. Með þessum gistihúsaskorti væri unnt að bjóða erlendu farþegunum með „Heklu“ frá Skotlandi gistingu í landi. Sömuleiðis væri þá nægt gisti- rúm handa erlendum farþegum, sem hingað koma sjóleiðis með „Gullfossi“ og „Dronning Alexan- drine“, svo og loftleiðis með „Gull- faxa“. Mér er kunnugt um nokkra aðila, sem hafa fullan hug á að reisa hér nýtizku gistihús, m. a. eig- endur Hótel Skjaldbreiðs, Búnaðar- félag Islands o. fl. ★ Það er að rofa til í bessum efnum Ég er bjartsýnn á framtíð þess- ara mála,“ segir Ludvig Hjálmtýs- son. „Meðal annars vegna þess, að núverandi ríkisstjórn virðist hafa fullan skilning á nauðsyn þeirra. í því sambandi má nefna, að sl. ár var skipuð af Hermanni Jónassyni samgönguinálaráðherra 5 manna nefnd til þess að gera áætlanir og tillögur um skipun gistihúsamál- anna í landinu. I nefndinni eiga sæti: Þorleifur Þórðarson, forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins, og er hann formaður hennar, Sigurjón Guð- murtdsson skrifstofustjóri, Eggert P. Briem fulltrúi, Sigurður Magnús- son kennari og ég. Nefndin hefur haldið fjölda funda, og standa von- ir til, að starf hennar megi bera mikinn árangur, en ekki er tima- bært að skýra að svo stöddu frá ein- stökum aðgerðum hennar. Danir liafa nýlega reist glæsilegl gistihús fyrir Marshallfé í smábæ við norðanvert Eyrarsund. Þ'eir skilja til hlítar nauðsyn þess að laða að landi sinu útlent ferðafólk, enda heimsóttu 125 þúsund útlendingar þá sl. sumar, og skildu þeir eftir í Danmörku 150 þús. danskar krón- ur í erl. gjaldeyri. Æskilegt væri að athuga möguleika á því að afla Marshallaðstoðar til gistihúsabygg- ingar hér á landi. Annars er vanda- laust að afla erl. lánsfjár í því skyni, ef lagaheimild til slíkrar lán- töku væri fyrir hendi. I því sam- bandi vil ég geta þess, að Englend- ingar hafa lagt fram of fjár til bygg- ingar gistihúsa í Noregi, enda hefur sú fjáröflunarleið Norðmanna reynzt mjög happasæl, þar sem hin- ir erlendu lánardrottnar hafa af eðlilegum ástæðum gert allt, sem i þeirra valdi hefur staðið, til að veita sem mestum erlendum ferðamanna- straumi til Noregs. Okkur Islendingum er smám sam- an að verða það ljóst, að sá atvinnu- vegur okkar, sem að undanförnu hefur verið aðalgjaldevrislind þjóð- arinnar, sjávarútvegurinn, er of mjög háður duttlungum náttúrunn- ar, enda of einhæfur, til þess að unnt sé að byggja'á honum í þessu skvni einvörðungu. Því er okkur lífsnauðsjm að eiga að bakhjarli ein- hvern annan atvinnuveg, sem veitir gjaldeyri og aukna atvinnu. Ferða- mannagjaldeyrir nýtist miklu hetur en allar aðrar gjaldeyristekjur, m. a. af því að erlent ferðafólk greiðir allar nauðsynjar sínar með útlend- um gjaldeyri, meðan það dvelst í” landinu. írlendingum er þetta fylli- lega ljóst. Þeir hafa á skömmum tíma skapað sér 28 millj. sterlings- punda- gjaldeyristekjur á ári af

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.