Samtíðin - 01.12.1951, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.12.1951, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN 9 ferðafólki, sem sækir þá heim, og er það hvorki meira né minna en hæsti gjaldeyristekjuliður írska þjóðarbúsins. Irar segja: „Greiða- sala er allra hagur. Ferðamaðurinn er allra gestur“. Ættum við íslend- ingar ekki að reyna að tileinka okk- ur sem fyrst þessi hagfelldu sjónar- mið ?“ Bréfadálk urinn JJÚSMÓÐIR á Norðurlandi skrifar: Mér þótti vænt um greinina um krossgátuorðabókina hans Hall- gríms Tuliniusar í næstsíðasta hefti. Ég hef átt við langvinn veikindi að stríða, varð að yfirgefa heimili mitt og leggjast á sjúkrahús. Þá reyndi það allra mest á mig og tafði fyrir batanum, hve erfitt ég átti með að varpa frá mér umhugsuninni um heimilið mitt og börnin, sem ég hafði orðið að lwerfa frá. Til þess að hafa af fyrir mér fór ég að spreyta mig á því að ráða krossgát- ur og komsl þá að raun um, að það var ráðið til þess að gleyma ekki einungis áhyggjunum, heldur öllu öðru en krossgátunni sjálfri. Þetta reyndist mér ómetanleg hjálp til að flýta fyrir batanum. É.g vil því ráðleggja öllum, sem líkt stendur á fyrir, að reyna krossgátu-„lyfið“ hans Hallgríms, um leið og ég þaklca honum kærlega fyrir krossgátuorða- bókina, sem er mesta þarfaþing:“ 160. saga „SamtíSarinnar“ DRAUMUR JJÐFARANÓTT laugardagsins 29. marz 1947 var tjaldið dregið til hliðar. Sviðið, sem blasti við, var úti í hrikalegri náttúru sögueyjarinnar. Þar var sýndur harmleikur, sem framtíðin fól í skauti sinu. Undir mosavöxnum klettahnjúk stóð beinvaxin kona, björt yfirlitum, í fögrum faldbúningi, með bylgjandi hár um herðar og brjóst. Hún stóð hreyfingarlaus, eins og myndastytta, listaverk, sem guðirnir einir skapa. Tignarleg ró og hreinskilni var meitluð í svip hennar. Við hlið hennar var ungur sveinn, sonur hennar. Hann lék sér að steinum. Marglit geislabrot í grjót- inu og sérkennilegir steingervingar beilluðu hann, svo að barnsleg ham- ingja og áhugi ljómaði í augum hans. Allt í einu lyftist klettahellan af mosavaxna hnjúknum ofan við mæðginin. Hún þevttist hátt í loft, sundraðist. Grjótregnið féll til jarð- ar. Steinflís stefndi á höfuð barnsins. Þá var tj'aldið dregið fyrir sviðið. Áhorfandinn losaði svefninn; i hon- um var hrollkaldur geigur. HLlNARprj ónavörurnar eru fallegast- ar, beztar og vinsælastar. — Vörumerki okkar er trygging fyrir því. PRJÓNASTOFAN HLlN Skólavörðustíg 18. — Sími 2779. J^RDEGIS flutti Ríkisútvarpið þá fregn, að Hekla væri farin að gjósa. Sótsvartur öskumökkur stefndi á haf út; gjalli og vikri rigndi um Rangárþing. Og sólar-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.