Samtíðin - 01.12.1951, Blaðsíða 23

Samtíðin - 01.12.1951, Blaðsíða 23
SAMTÍÐIN 17 iÉnaÉur / 7 Vélin er þarfasti þjónn skrifstofunnar ^IÐ LIFUM á öld véltækninnar. Tamast er fólki að minnast stór- virkra verksmiöju- eða landbúnað- arvéla, þegar slíkt ber á góma. En vél þarf ekki að vera stór, til þess að hún geti unnið merkileg störf og afkastað miklu. Um sein- ustu aldamót mun ekki hafa fvrir- fundizt svo mikið sem ein skrif- stofuvél á öllu íslandi. Nú er vart sú skrifstofa til, að ekki sé þar ein- hver vél til þess að létta fólki störf- in, og i öllum meiri háttar skrif- stofum landsins eru rit- og reikni- vélar til þess að auka afköstin og skapa aukið öryggi og margs konar hagræði.“ Þannig fórust. Ottó A. Michelsen, eiganda skrifstofuvéla-viðgerðar- stofunnar á Laugavegi 11, orð, er ég hitti hann á dögunum og bað hann skýra iðnaðarþættinum eitthvað frá störfum sínum. Ottó fór til Þýzkalands árið 1938 til þess að læra þar viðgerðir á skrifstofuvélum og dvaldist þar fram undir stríðslokin, eða til vors- ins 1944. Hann lærði hjá langstærstu og frægustu skrifstofuvélaverk- smiðju Þýzkalands, Mercedes, i Zella-Mehlis í Thúringen, en að loknu námi fór hann á vegum verk- smiðjunnar til Erfurt og gegndi síðan svonefndri ferðaþjónustu fyr- ir hana til 1942. Eftir það vann hann fyrir hana í Dresden, Chemnitz og Leipzig. Naut Ottó að því leyti sérréttinda sem Islendingur, að hann fékk að læra og starfa að við- gerðum á hvers konar skrifstofu- vélum, en venjulega læra menn er- lendis aðeins viðgerðir á einni teg- und véla, t. d. ritvélum eða reikni- vélum. Á árunum 1944—46 dvaldist Ottó Michelsen í Kaupmannahöfn og lauk þar verklegu iðnnámi i þeirri grein, er Danir nefna finmekanik og jafnframt námi á Teknologisk In- stitut. Að því loknu fluttist hann heim til íslands og hefur síðan 1946 rekið viðgerðarstofu í Revkjavík, síðan 1949 á Laugavegi 11. Skrifstofuvélar vilja að sjálfsögðu bila, ekki síður en aðrar vélar, og þegar ég kom í vinnustofu Ottós Michelsens, voru þar ekki færri en 12 vélar i viðgerð. Sú þeirra, er mesta athygli vakti, var bókhalds- vél ein mikil úr einni af stærstu op- inberu skrifstofum bæjarins. I henni var brotið örlítið stykki í sambandi við sjálfvirkan dálka- stilli. Þetta er geysihagleg vél, sem annast allt bókhald stofnunarinnar, ær á hana. Má nærri geta, að hraða þarf viðgerð slikra véla, þvi að án þeirra eru skrifstofurnar, sem miða starfshætti sina við þær, sannast að segja lítt starfhæfar. Þar sem launa- útreikningar starfsfólksins eru framkvæmdir í vélum, er ekki gott, að vélarnar geri verkfall, þvi að allir þurfa að fá laun sín á réttum tíma.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.