Samtíðin - 01.12.1951, Blaðsíða 29

Samtíðin - 01.12.1951, Blaðsíða 29
SAMTÍÐIN 23 „SÓPDYNGJA" JJVERGI birtist þjóðarsái okkar betur en í lausavísum og hvers konar alþýðusögnum, er spegla við- horf þjóðarinnar til trölla, útilegu- manna, huldufólks og yfirleitt alls þess, sem nefnt er þjóðtrú. Veður þar allt uppi, sem nöfnum tjáir að nefna og er mörgu slungið saman á ýmsa vegu, en margt er þar fornra minna, oft furðu langt að rekinna, sumt frá harla fjarlægum löndum. Árið 1944 sendu þeir bræður, Bragi og Jóhann, Sveinssynir frá Flögu, frá sér 1. hefti þjóðsagna- safns, er þeir nefndu Sópclyngju. Var því vel tekið, enda vandað og all- fjölbreytt að efni. Nýlega er komið 2. hefti þessa safns, sýnu efnismeira en hið fyrra. Kennir þar enn margra grasa, en fyrirferðarmestar eru sagnir af Þóunni galdrakonu, 8 tals- ins, saga af Indriða í Hlöðuvík og þáttur af Rögnvaldi halta i 34 köfl- um. Ekki verður hér reynt að rekja efni þessa Sópdyngjuheftis, en eins vil ég geta, er vakti nokkuð undrun mína, og það var vísa, eignuð Bergi Strandalín (sjá bls. 124). Hún er tilfærð hér i þessari mynd: í himnaríki er hópur stór, i hinum staðnum fleira. Hvort heldur hann faðir minn fór, fáið þið síðar að heyra. Vísuna lærði ég kornungur þannig: í himnaríki er hópur stór, í helvíti þó fleira, en i hvorn staðinn faðir vor fór, fáum vér seinna að heyra. VERKFÆRI RYGGIIYGA- VÖRUR Versiunin BH I VJil LAUGAVEGI 29. SÍMAR 4160 — 4128. Húsgagnaverzlun Kristjáns Siggeirssonar Laugaveg 13, Reykjavík. Vönduð húsgögn prýða heimilið Einungis 1. flokks efni og vinna notuð til framleiðslunnar.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.