Samtíðin - 01.12.1952, Qupperneq 12

Samtíðin - 01.12.1952, Qupperneq 12
6 SAMTÍÐIN Tónlist verður ekki numin eingöngu í skólum Samta t v'd Cjidmund ^óniion píanóteil TTAUSTIÐ 1950 fór ungur Reyk- víkingur, Guðmundur Jónsson, til Parísar til framhaldsnáms í píanó- leik. Hann hafði lokið stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1949, en jafnframt mennta- skólanáminu hafði hann stundað nám í píanóleik við Tónlistarskólann og lokið þar burtfararprófi vorið 1948 með ágætum vitnisburði. Guðmund- ur lauk prófi í forspjallsvísindum við Háskóla Islands vorið 1950, en hefur síðan haustið 1950 dvalizt í París og stundað þar píanónám við Le conservatoire national de musique. „Samtíðin“ hitti hann að máli, er hann var staddur hér heima fyrir skömmu og átti þá við hann eflir- farandi samtal. „Ert þú fyrsti Islendingur, sem stundað hefur nám í píanóleik við þennan tónlistarskóla í París?“ „Ég held ég þori að fullyrða það“, segir Guðmudur. „Hvað viltu segja um skólann?“ „Fyrst, að hann stendur á mjög gömlum merg. Skólinn var stofnað- ur á ofanverðri 17. öld, og þaðan hafa útskrifazt margir af frægustu tónlistannönnum Frakka, svo sem Rerlioz, Bizet, Debussy, Fauré, César Frank, Gounod, Massenet og Ravel. En einnig hafa allmargir út- lendingar stundað þar nám, svo sem Kreisler og Enesco, sem m. a. var kennari hins fræga fiðluleikara Menuhins. Það er örðugt að komast ara inn í skólann, þar sem aðsóknin er geysimikil, en nemendafjöldinn hins vegar takmarkaður. Ég stunda þar nám í útlendingadeildinni. Við vorum milli 50 og 60, sem þreyttum sam- keppnispróf inn i skólann haustið 1950, og var ég svo heppinn að vera meðal þeirra 16, sem inn komust. Utlendingadeildin er að mörgu leyti frábrugðin öðrum deildum skól- ans. M. a. hafa nemendur hennar ekki rétt til að keppa um verðlaun (prix), en öðlast í þess stað próf- skírteini. Ég hefði nú líklega reynt að komast inn i frönsku deildskólans, ef ég hefði þvi miður ekki verið orðinn tæpu ári of gamall til að mega þreyta þar inntökupróf; aldurstak- markið er 20 ár fyrir útlendinga, en aðeins 18 ár fyrir Frakka.“ „Hve margar tónlistargreinir eru kenndar í skólanum?" • „Samkvæmt skólaskýrslum eru kenndar þar um 30 greinir, er lúta að tónlist, en auk þess er innan vébanda skólans kenndur listdans og leiklist. — Meðal annarra útskrifaðist hin fræga leikkona, Sarah Bernhardt, á sínum tíma þaðan. — En ekki eru nemendur skuldbundnir til að leggja stund á fleira en sérgrein sína, a. m. k. ekki í útlendingadeildinni“. „Hver hefur verið aðalkennari þinn ?“ „Marcel Ciampi. Hjá honum naut Rögnvaldur Sigurjónsson áður kennslu í einkatímum. Ciampi er

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.