Samtíðin - 01.12.1952, Side 17
SAMTlBIN
11
mínum. Vildi ég nú breyta til um sinn
og kanna fornar slóðir.“
„Mér er það Ijóst, að „seint er um
langan veg að spyrja tíðinda,“ en
viltu ekki segja okkur fáein ævi-
atriði þin?“
„Ég er fæddur i Reykjavík 1888 og
er af skagfirzkum ættum. Vegna fá-
tæktar móður minnar, tók Guðrún
Jónsdóttir frá Stafholtsey mig i fóst-
ur þriggja nátta gamlan, og fluttist
hún með mig norður i Þingeyjarsýslu,
þegar ég var sex ára. Þar ólst ég upp
lijá henni, að mestu í Húsavík. Þess-
ari ágætu konu lief ég lýst nokkuð í
hók, sem ég nefndi Sögur og ævin-
týri (frá 1947) og tileinkaði lienni.
Ég varð að fara að vinna fyrir mér,
strax og orka leyfði. Átta ára íor ég
fyrst smah í sveit til ókunnugs fólks
og var látinn sitja einsamall yfir ám
uppi i heiði og síðan nokkur sumur.
Einn vetur fékk ég að vera í barna-
skóla Húsavikur. Fimm sumur réri
ég á smábátum til fiskjar með línu.
Seytján ára fór ég í Gagnfræðaskól-
ann á Akureyri, var þá i vegavinnu
á vorin og kaupavinnu á sumrin.
Eftir þriggja ára gagnfræðanám var
mér heimilt að setjast í 4. hekk
Menntaskólans í Reykjavík, en það
fórst fyrir vegna l'járhagsörðugleika.
Þá gerðist ég farskólakennari í Þing-
eyjarsýslu á vetrum, en var í kaupa*
vinnu á sumrin. Síðan l)jó ég í fimn;
ár móti tengdaföður mínum á Völl-
um í Eyjafirði, en hætti búskap hæði
vegna þess, að tengdaföður mínum
veitti ekki af allri jörðinni og svo af
hinu, að kona mín þurfti að vera und-
ir læknishendi i Reykjavik. Árið 1918
seldi ég því búið og fluttist til Reykja-
víkur. Fyrsta sumarið vann ég þar
með múrurum við að höggva grjót og
steypa hús, en um haustið íor ég i
Landsbankann með aðstoð og með-
mælum eins al’ kennurum mínum á
Akureyri og nokkurra Norðlendinga.
1 bankanum hef ég nú unnið sam-
fleytt í 34 ár, sagði þvi starí'i upp
með fyrirvara og hætti í sumar. Þólt
ég liafi ýmsu kynnzt, verður starf
mitt í bankanum sennilega talið aðal
ævistarf mitt. Hugþekkasta starfið
hef ég þó unnið i tómstundum mín-
um kvölds og morgna, einkum
snemma morguns, meðan flestir aðrir
sváfu.“
„Fórstu snemma að fást við skáld-
skap?“
1 Þingeyjarsýslu, þar sem ég ólst
npp, voru allir síyrkjandi. Kornungur
lærði ég að þekkja höfuðstafi og
stuðla og fór að skynja fegurð hund-
ins máls. Sökum fátæktar fóstru
minnar verður naumast sagt, að ég
hafi hlotið venjulegt uppeldi. Fá-
tæktin hratt mér einatt ffá skemmt-
unum annarra. Hún ýtti hér inn í
skot lniga míns og vandi mig á að
vera þar einn. Og þökk sé henni fyrir
það. Þó að hún ætlaði sjálfsagt að
gera mér illt, eins og sumir menn
síðar, varð þetta mér til góðs, því að
inni í hugskoti sjálfs mín fann ég
marga kubba, sem ég fór að setja
saman og gat byggt úr hús og hallir,
og þar gerðust mörg undur og
skemmtileg ævintýr.“
Þannig fórust skáldinu orð. Sigur-
jón Jónsson stendur nú að því leyti
á tímamótum, að hann hefur sagt
lausu hankastarfi sínu og setzt í helg-
an stein við ritstörf. Hann hefur í