Samtíðin - 01.12.1952, Qupperneq 21

Samtíðin - 01.12.1952, Qupperneq 21
SAMTÍÐIN 15 ina, er hann var að aka bíl sínúm heimleiðis úr höfuðstaðnum nóttina, sem Felderbrúna hefði tekið af. Dauðaorsökin var talin hjarta- slag. . . . Jæja, þegar á allt var litið, var Lyons nú orðinn gamall hvort sem var. Þá vissi Marvin Phelps, að jafnvel þótt nærgætnu draugahjónin, sem hann hafði heimsótt, hefðu fúslega horfið frá hefnd sinni, hafði hlint og hlutlaust náttúrulögmál orðið lil þess að lieita réttlætinu. Og einhvern veg- inn var það nú svo, að hann var feg- inn því, að svona hafði farið, feginn, að Grace og Jón Reece skyldu hafa leyft örlögunum að koma fram þeim hefndum, sem þau höfðu sjálf ætlað sér að framkvæma með andahönd- um sínum. ENDIR S VÖR við spurningunum á l)ls. 4. 1. Matthías Jochumsson. 2. Undan vesturströnd Grænlands. 3. Ferdinand de Lesseps, frakkn- eskur verkfræðingur (uppi 1805 —94). 4. Islendingar, og ganga þeir i þeim efnum næstir Svíum og Dönuin. 5. 600—700 lítra. Landkönnuður: „Hvað varð af fé- laga mínum?" Mannætan: „Iiann tók sér óvart ferð á hendur ofan í mig.“ Leitið upplýsinga um vátryggingu hjá Nordisk Brandforsikring A/S. Aðalumboö á Islandi, Vesturyotu 7. Reykjavík. Simi 3569. Pósthólf 1013. f.VÍÐSJÁ '• ETER var fyrst notaður til þess að gera holskurði sársaukalausa af þeim Morton og Warren í sjúkrahúsi í Massachusetts 18. okt. 1846. Tæpum þrem mánuðum seinna var jjetta svæfilyf notað al' John McDonnel í Dyflinni.... Röntgengeislar eru kenndir við próf. Röntgen, sem fann þá í Wúrzburg í Þýzkalándi 8. nóv. 1895. FYRSTA lyftan var fundin upp af Arkímedesi árið 236 f. Krb. Það var ófullkomin vél, sem vann samkvæmt vogarstangarlögmálinu eða mjög svipað og litlar vörulyftur gera enn þann dag í dag. RACON lávarður kom til Cam- bridge-háskóla 8 óra gamall. Þegar hann var 14 ái’a, hafði hann lært allt, sem þar var upp á að bjóða. — Byron lávarður gaf 19 ára gamall út fyrstu Ijóðabók sína. Þegar hann var 8 ára, hafði hann lesið Nýja testamentið spjaldanna á milli. — St. Karl Borromeo var orðinn erkibiskup í Milano, ])Cgar hann var 23 ára. — Frakkneska skáldið, Corneille, hafði samið harmleik, er hann var 12 ára. — Hándel hafði samið óperu, áður en hann var 15 ára. — 1 Egilssögu er sagt, að Egill Skalla-Grímsson hafi ort fyrstu dróttkveðnu vísu sína j)riggja ára. EF YÐIJR vantar úr eða aðra skrautgripi, þá munið: Magnús E. Baldvinsson, Úra- og skrautgripaverzlun, Laugavegi 12, Reykjavik.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.