Samtíðin - 01.12.1952, Qupperneq 26
20
SAMTÍÐIN
Bót, núverandi hreppstjóra Fells-
hrepps, en hann var mágur Péturs.
Einar vildi ekki hætta á sjómennsk-
una og afþakkaði þetta góða boð. Þá
kom Jón til mín og bauð mér starí'ið.
Ég játaði þessu fúslega, ef ég gæti
komið heim hestunum með hægu
móti. Það reyndist hægðarleikur.
Bótarmenn, nágrannar mínir, voru
þarna vel liðaðir, tveir eða þrír, og
þeir tóku af mér hestana. Ég flýtti
mér nú að ljúka erindum, binda
klyfjar og búa upp á hestana, en
steig svo á skipsl'jöl og sigldi með
sauðunum.
Ég fer ekki að lýsa ferðalaginu, en
ljótur var hópurinn, þegar hann var
á land kominn. Þó hafði þessi ferð
víst tekizt í betra lagi, og ekki dráp-
ust nema þrjár eða fjórar kindur á
leiðinni. Tveir sauðir munu hafa
drepizt úr bráðafári, en einn fót-
brotnaði, festist í milligerð. Var
honum slátrað og síðan borðaður
með beztu lyst. Fársauðunum var
fleygt í sjóinn. Skipið fór upp til
Vopnafjarðar, og þar tók það þriðja
farminn þetta haust. Mig minnir, að
í eð væri um 2400, sem fór frá Seyðis-
firði. Þá voru einhver hundruð höfð
á dekki. Var það mest veturgamalt
fé, sem verzlunin Framtíðin á Seyð-
isfirði átti. Sennilega befur það verið
ærin áhætta að hala féð þarna, ef
verulegt ofsaveður hefði gert að
skipinu, en mér blandaðist ekki hug-
ur um það, að þessu fé leið bezt. Af
Vopnafirði minnir mig, að skipið
tæki 1800 sauði, og mun þá lítið eða
ekkert liafa verið á dekki. Þar voru
vænir sauðir af Hólsfjöllum og
munu hafa verið rúmfrekari en féð
éJrum llœ&ilerar
lilni vandláta.
iam tdarpótli, japnt
Lvenna iem Larta.
Klæðaverzlun
Andrésar Andréssonar h.f.
oCaucjai/eyi 3, féeyljauíl
gúwnwnistígvél
eru
best
MMeildsala — Swaásala
£fáann6ergs6ra>Sur