Samtíðin - 01.04.1955, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.04.1955, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 13 iniunenni Frú Eleanor Roosevelt — fremsta kona Bandaríkjanna ÁRIÐ 1948 átti ég þess kost að hlusta á umræðufund um mannrétt- indamál hjá Sameinuðu þjóðunum í Lake Succes. Margar snjallar ræður voru fluttar þennan dag og túlkaðar jafnóðum af geysilegri leiloii. En eftir á verður mér fundarstjórinn þó minnisstæðastur. Hann var enginn annar en fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, Eleanor Roosevelt. Kunnugir segja, að þessi mikil- hæfa kona hafi færzt í aukana með hverju ári, sem liðið hefur, frá þvi að hún missti mann sinn. Þeir hinir sömu fullyrða, að í dag sé hún vin- sælasti kvenskörungur heimsins. Styðja þeir þá staðhæfingu með því, að árið 1949 hafi amerískt kvenna- tímarit lagt þá spurningu fyrir milljónir lesenda sinna, hvaða nú- lifandi Ameríkumann, karl eða konu, þeir dáðu mest. Yfirgnæfandi meiri- hluti greiddi frú Roosevelt atkvæði. Uppgjafaforsetum Bandaríkjanna er ekki alltaf hátt lof haldið þar í landi, hvað þá konum þeirra. En svo hrá við, að er frú Roosevelt var orð- in ekkja, hófst frægð hennar fyrst að verulegu marki. Hún hafði að vísu áður verið ákaflega röggsamleg forsetafrú, svo atkvæðamikil, að mörgum fannst nóg um. En 1948 hefst rismikið starf hennar hjá Sam- einuðu þjóðunum, þar sem hún berst fyrir því að fá samþykkta yfirlýs- inguna um mannréttindin, sem einmitt voru svo eftii’minnilega á dagskrá, er ég sá hana i sæti fundar- stjórans í Lake Succes. Sama ár fór hún til Englands í opinbera heim- sókn, og vakti koma hennar þangað alheimsathygli. FRU ROOSEVELT er borin og barnfædd i New York 11. okt. 1884, og var fjölskylda hennar auðug og all fyrirferðarmikil. Þess má t. d. geta, að föðurbróðir hennar, Theodore Roosevelt, varð 26. forseti Bandaríkjanna. En æska hennar var enginn dans á rósum, síður en svo. Foreldra sína missti hún kornung, og uppeldi það, er hún hlaut lijá önnnu sinni, var geysistrangt. Það er örðugt að hugsa sér þessa gust- miklu konu sem feimna og þústaða, unga stúlku, sem varla fékk að fara einsömul út fyrir liússins dyr. Sjálf kveðst hún aldrei gleyma því, er frændi liennar, Franklin D. Roose- velt, hauð. lienni upp í dans í fjöl-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.