Samtíðin - 01.05.1958, Qupperneq 19

Samtíðin - 01.05.1958, Qupperneq 19
SAMTÍÐIN 15 X. X VoL: 233. baea samtíðarinnar >XvX-a'XvX,XvavX’Xv:vX'Xv Eldvaöendui* á Malaja Hvað getur verndað þessa tilbeiðendur, þegar þeir ganga berfættir eftir fimmtán feta langri kolaglóð? ÉG HEF ALLTAF hafl áhuga fyr- ir því, sem er óvenjulegt. Þegar kín- verskur vinur minn i Kuala Lumpur á Malaja sagði mér frá hinum furðu- legu athöfnum í sambandi við „hátið hinna níu keisara-guða“ hjá Búddha- trúarmönnum austur þar, greip ég fegins liendi tækifærið að fá að vera þar viðstaddur. Hámarki sínu ná þessi níu daga hátíðahöld með eldgöngu-helgisiðn- um. Þingið var háð hjá litlu musteri í Þorpinu Ampang við útjaðar borgar- innar. Þar sáum við um 2000 manna hóp af tilbeiðendum og áhorfendum. Hundruð hinna trúuðu höfðu sof- !ð undir berum himni kringum must- erið, meðan á liátíðahöldunum stóð. I níu daga samfleytt hrögðuðu þeir ekki kjöt, en neyttu einvörðungu gi'ænmetis, í samræmi við úrskurð, er snertir einhverjar mestu helgial- nafnir þeirra á árinu. Eldurinn, sem musterisprestarnir °g hinir sanntrúuðu áttu að vaða, liafði verið kveiktur. Þetta var ein samfelld, rjúkandi kolaglóð, um það kil fimmtán feta löng. Skyndilegri þögn sló á mannfjöld- ann, er hvitklæddir aðstoðarmenn koniu út úr musterinu. Þeir gengu að eldþrónni og dreifðu þunnu lagi af salti og hrísgrjónum á glæðurnar til þess að mvnda stíg lianda þeim, sem áttu að ganga þær. Hægan reyk lagði enn upp af glæð- unum. Hann hékk letilega og hreyf- ingarlaus að mestu i logninu, og hit- inn gerðist nú jafnvel enn ægilegri en áður. Á þessari örlagastundu gekk fram liár, grannvaxinn musterisþjónn, nakinn niður að heltisstað. Hann hafði stutt sverð í hægri hendi. Þegar hann sneri sér að eldinum, kannað- ist ég við nokkuð, sem ég hafði heyrt, áður en ég kom út til Ampang til að vera við helgialhöfnina. Sorglegur atburður liafði spillt há- tiðinni árið áður. Mannvesalingur einn hafði brennzt svo illa á fótum, er liann gekk eftir glæðunum, að hann féll i eldinn og lézt síðan af brunasárum. Tilbiðjendurnir álitu, að þetta hefði hlotizt af því, að mann- inn hefði brostið trú, þegar mest á reyndi. En hái maðurinn var ekki reikull í trú sinni. Hann hljóp léttilega út á kolaglæðurnar og dansaði hlátt áfram éftir eldþrónni, án þess að vottaði fyrir sviphrigðum á alvarlegu andliti hans! Svipur hans var alveg rólegur, eins og hann væri í dái. Ég gat ekki séð neina breytingu á honum, eftir að athöfninni var lokið. Ýmsir aðrir fet-

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.