Samtíðin - 01.05.1958, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.05.1958, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN uðu í fótspor hans og að lokum prest- urinn, og gengu þeir, án þess að nokk- ur sæi þeim bregða, hvítan stíginn eftir glóandi kolunum. Engum eldgöngumannanna fatað- ist hið minnsta, og mér var sagt, að berir fætur þeirra hefðu verið alger- lega óskaddaðir. Lokaathöfnin var í því fólgin, að fjórir hvítklæddir embættismenn hóru hátíðlega þungan burðarstól með helgu líkneski Kew Ong Yeah yfir eldinn. Var það i sannleika sagt furðuleg sjón. v Ég var um það bil farinn að anda léttara eftir öll þessi ósköp, þegar skyndilega varð nokkur ókyrrð með- al þeirra áhorfenda, er fremstir stóðu og ekki höfðu áður bært á sér. Nokkr- ir lögregluþjónar virtust eiga örðugt með að halda ungum Kínverja í skefj- um. Vinur minn hafði hlustað á klið- inn frá æstum viðræðum þeirra, og sagði hann mér, að unglingur þessi, sem klæddur var tötralegum stutt- buxum og skyrtu, vildi fyrir hvern mun vaða eldinn, en lögregluþjón- arnir væru að reyna að fá hann ofan af því. Eftir nokkurt þóf fékk hann samt vilja sínum framgengt. Aftur sló þögn á mannfjöldann, er beið þess í ofvæni, sem verða vildi, þegar pilt- urinn gekk að eldinum. Eftir andar- talc steig hann út á kolaglóðina og skundaði eftir henni léttfættur, en vai’færinn og leit aldrei niður. Fagnaðaróp steig frá brjóstum múgsins, er pilturinn liafði lokið göngu sinni óskaddaður, og get ég ekki neitað því, að mér var þá einnig glatt í geði. Helgiathöfninni var lokið, og trú- aðir menn þustu nú fram til þess að sópa saman handfylli af óskemmd- um lirísgrjónum og salti ofan af kola- glóðinni. Það var auðséð, að hitinn var enn mjög mikill. NÝTT HELGAFELL SAMTlÐINNI hefur borizt 4. hefti 2. árgangs þessa tímarits, sem á- stæða er til að vekja alhygli á. Það hefst á foi’spjalli ritstjóra um hand- ritakröfur okkar, Grænlandsmál o. fl. Þá er snilldarþýðing Helga Hálf- danarsonar á The Nonne Preestes Tale — Sagan um hanann — úr The CanterburyTales eftir Geoffrey Chau- cer, öndvegisskáld Englendinga á 14. öld, að vísu allmjög stytt. — Halldór K. Laxness skrifar grein, sem liann nefnir: Er gagnslaust basl að vilja vera þjóð? og fjallar um menningar- hlutverk Islendinga. Að uppistöðu er þetta ræða, sem skáldið flutti 1956, heim kominn frá móttöku nóbels- verðlaunanna. — Sigurður Nordal skrifar spaklegar skýringar við kvæð- ið Alsnjóa eftir Jónas Hallgrímsson. — Þá er skoðanakönnun um seinasta deilumál okkar við Dani, liandrita- málið, framkvæmd af Gallupstofnun Danmerkur, og vildu 3 af hverjum 4 Dönum skila okkur handritunum, en á móti streitast nokkrir stór-Danir með harðsvíraða, hrokafengna pró- fessoraklíku í fararbroddi, eins og vænta níátti. Okkar málstað styðja hins vegar allmargir lýðskólakennar- ar, menn i tengslum við verðandi

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.