Samtíðin - 01.05.1958, Page 32

Samtíðin - 01.05.1958, Page 32
28 SAMTÍÐIN Langar ekki einhvern af lesendum þáttarins að feta í fótspor Freemans? Ég tek við tillögum með mestu ánægju! SKDPSÚGUR KONA nokkur fékk hastarlegt kvef. Hún tók það ráð að hella viskí í sykurmola og bryðja hann síðan, undir svefninn. Þegar litla dóttir hennar bauð henni góða nótt með kossi, varð henni að orði: „Þú hefur þá komizt í vellyktandið hans pabba.“ SÆNSK sveitakona kom til Stokk- hólms og settist upp í sporvagn. Af því að hún var bráðókunnug í borg- inni, bað hún gjaldkerann í vagnin- um að segja sér, þegar þau kæmu til ákveðins staðar. Maðurinn lofaði því. Alltaf þegar vagninn staðnæmd- ist, ýmist á viðkomustöðum eða vegna umferðarljósa, spurði konan áhyggju- full, hvort hún væri nú ekki kom- in á áfangastaðinn. Gjaldkerinn neitaði því. Þegar hún spurði að þessu í á að gizka fimmtánda sinn, bætti hún við: ,,Og á hverju get ég séð, hvenær ég er komin alla leið?“ „Þér sjáið það á því, að þá brosi ég alveg út að eyrum,“ anzaði gjald- kerinn. Tökum myndir við öll tækifæri. Ljósmyndavinnustofa Péturs Thomsens Ingólfsstræti 4. Sími 10-297. Pósth. 819.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.