Samtíðin - 01.11.1958, Qupperneq 19

Samtíðin - 01.11.1958, Qupperneq 19
SAMTÍÐIN 15 $kál4tí j STJÚRN MiL IS: CHARLES DE GAULLES „ANDRÉ MALRAUX er líklega mesta núlifandi skáld okkar,“ sagði einn af slyngustu sagnfræðingum Frakka við mig sl. sumar. Malraux var þá nýorðinn áróðursmálaráð- herra í stjórn de Gaulles hershöfð- ingja. Skömmu seinna varð liann þar ráðherra án stjórnardeildar. Hvað hann verður, þegar þessar línur koma á prent (eftir þrjár vikur) er ekki gott að segja! . André Maulraux er heimspekingur frönsku stjórnarinnar, maðurinn, sem mestan þátt hefur átt í að skapa þær hugmyndir, sem almenningur hafði um de Gaulle, áður en. hann gerðist forsætisráðherra fyrir skömmu og tók að sjást og heyrast daglega í sjónvarpinu. Það var því engin furða, þótt de Gaulle byði Mal- raux sæti í stjórn sinni. Gat liann án skáldsins verið? Malraux er meira en skáld; hann er maður mikilla athafna. Ef til vill er hann fjaðurmagnaðasti andans maður, sem nú er uppi. Hann er of- hoðslegur á köflum, persónugerður kjarnorkumaður. Þeir de Gaulle hitt- ust, skömmu eftir að Frakkland var orðið frjálst. Ilershöfðinginn var þá nýkominn heim úr útlegðinni sem ANDRÉ MALRAUX þjóðhetja og brann af löngun til að auka veg lands síns sem mest. „Loks- ins hef ég hitt mann!“ á de Gaulle að hafa sagt, er þeir Malraux höfðu ræðzt við. Þeir urðu brátt lirifnir livor af öðr- um. Ráðir eru þeir afburðamenn hvor á sínu sviði. Hershöfðingjanum varð það þegar ljóst, að Malraux mundi færa sér fleiri nytsamlegar hugmynd- ir en nokkur maður annar og gerði hann þá þegar að áróðursmálaráð- lierra sínum, eins og sl. sumar. 1 raun og veru hefur Malraux þrisvar gegnt sams lconar starfi, því að árið 1927 stjórnaði liann áróðri ldn- verskra konnnúnista í stjórnarbylt- ingu austur í Kanton. Malraux hafði þá þegar mótað lífsviðhorf sitt með þessum orðum: „Maðurinn er það, sem hann afrekar“. Malraux er 57 ára. Upphaflega var hann fornfræðingur. Liðlega tvítug- ur fékk hann frönsku stjórnina til að kosta leiðangur sinn til Indókína í leit að þúsund ára gömlum mynda- styttum, sem hann hafði af lærdómi sinum reiknað út, að fyrirfyndust við þjóðveginn skammt frá Angor Vat musterinu. Stytturnar fann liann,

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.