Samtíðin - 01.04.1960, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.04.1960, Blaðsíða 7
3. blað 27 arg. I\lr. 261 Apríl 1960 SAMTIÐIN HEIIVIILISBLAÐ TIL SKEMMTUNAR 0G FRÓDLEIKS SAMTIÐIN kemur út mánaðarlega nema í jan. og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Siguröur Skúla- son> Reykjavík, sími 12526, pósthólf 472. Afgreiðslusími 18985. Árgjaldið, 65 kr. (erl. 75 kr.), Sreiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við áramót. Áskriftargjöldum veitt móttaka í Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti 8. — Félagsprentsmiðjan hf. Leikföng lánuð eins og bækur ATHYGLISVERÐ lánastarfsemi er nýlega haf- In i Kaupmannahöfn. Þar geta börn á aldrinum ára nú fengið léð alls konar leikföng á Svipaðan hátt og fólk fær léðar bækur í bóka- söfnum. Áskilið er aðeins, að börnin hafi með- ^erðis vottorð frá foreldrum sínum. Síðan getur hyert barn fengið léð eitt leikfang vikutíma gegn jeforði um að fara vel með það. Hins vegar segja ernin, að engin rekistefna sé gerð, þó að leik- lenS brotni eða týnist! En þegar sama barnið hefur haft 20 leikföng að láni um 20 vikna skeið Snmfleytt, er það orðið fyrirmyndar-lánþegi og að verðlaunum leikfang að gjöf eftir frjálsu valj. Rrúður eru í sérflokki, af því að vitað er, að telpur geta orgjg mj0g hrifnar af þeim. Er telp- Unum gert að koma þrisvar með brúðurnar til skoðunar á hálfsmánaðar fresti. Sjái þá ekki á Peim, er telpunum afhent gjafabréf fyrir þeim, 0g ern brúðurnar þá orðnar eign þeirrm. Lánastarfsemi af þessu tagi hófst í borginni 08 Angeles í Bandaríkjunum fyrir 25 árum og efur gefið svo góða raun, að nú eru lánastöðv- Srnar þar orðnar 48, lánþegar eru orðnir sam- ,als 740.000, og 9.000.000 leikföng hafa verið þar 1 umferð. f Vestur-Berlín hófust leikfangalánin ar*ð 1952, og eru þar nú 10 lánastöðvar. ítalir °K Norðmenn hafa einnig tekið upp þessa starf- semi. Þess er að sjálfsögðu vandlega gætt, mð leik- nB>n séu jafnan sótthreinsuð, er þau skipta um staði. Dönsk kona, Dagny Ingfelt að nafni, hefur tekið þátt í þessari starfsemi í Los Angeles. Er það hún, sem hefur komið því til leiðar, að leikfangalánin hafa verið tekin upp í Khöfn. Hafa Dönum fyrir atbeina konu þessar- ar verið sendar allmiklar leikfangabirgðir að gjöf frá Los Angeles, og hafa þeir vel kunnað að meta þá hugulsemi. Reynslan hefur sýnt, að hér er um mjög merki- lega og einkar vinsæla uppeldisstarfsemi að ræða. Skapferð barnanna hefur tekið æskileg- um þroska við leikfangalánin. f fyrrnefndum borgum eru fjöldamörg börn, sem hafa ekki efni á að eignast ýmis leikföng, sem hugur þeirra girnist mjög. Með þessu fyrirkomulagi hefur börnunum verið gert kleift að hafa afnot af þeim, en jafnframt hefur þeim aukizt mjög ábyrgðartilfinning og skyldurækni vegna hluta, sem þeim er trúað fyrir, en aðrir eiga. Börnin læra einnig, sem mikils er um vert, að vanda val sitt á leikföngum í stað þess að þiggja gnægð þeirra, valda af öðrum og þá mjög oft af algeru handahófi. Ætla mætti, að full ástæða væri til, að íslenzk- ir uppeldisfrömuðir gæfu þessu merkilega ný- mæli gaum. Vonandi hefur gervi-auðlegð sú, er hér hefur ríkt síðan á stríðsárunum og íslenzk börn hafa vanizt, ekki ruglað þau svo í ríminu, að ógerlegt þyki að sinna því fordæmi, sem miklu auðugri menningarþjóðir telja börnum sínum giftusamlegt.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.