Samtíðin - 01.04.1960, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.04.1960, Blaðsíða 17
samtíðin 13 skoðun í þessum efnum og áleit nú, að • bezt væri að ala börn upp heima, því að °f mikill skólalærdómur væri heila þeirra skaðlegur. Skáldkonan tilvonandi var Ki aldrei send i skóla. Móðirin annaðist sJálf alla bókfræðslu hennar. Auðvitað geturðu það! kAÐ VAR móðir Agöthu, sem kom kenni til að skrifa. Frúin var öfgafull og kafði tröllatrú á hæfileikum dóttur sinn- ar- Dag nokkurn, þegar Agatha lá í rúm- lnú, sagði móðir hennar: »Farðu nú að skrifa sögu, og vertu °kki alltaf að segja, að þú getir það ekki. Auðvitað geturðu það!“ ATæstu árin skrifaði telp'an margar dap- Ui'legar sögur, sem allar enduðu mjög úla. Enn var hún aðeins á tilraunastigi seni rithöfundur. Agatlia giftist snemma í heimsstyrj- °klinni fyrri ungum og ásjálegum liðsfor- lnS.Ía, Archibald Christie að nafni, og §ekk síðan i þjónustu Rauða krossins. Ar- 191fi sagði eldri systi'r hennar við liana: ’-Kg þori að veðja, að þú getur aldrei skrifað góða sakamálasögu.“ Þessi fullyrðing átti eftir að hafa geysi- ^eg áhrif á Agöthu, en auðvitað gat hún Cllgan veginn sætt sig við svo ömurlegan spódóm. 2^ hegar Agatha Christie hvarf í GRENND við hækistöð Rauða kross- llls, þar sem Agatha vann, dvöldust n°kkrir helgiskir flóttamenn. Einn þeirra Va,'ð fyrirmyndin að Ieynilögreglumann- 11111111 Hercule Poirot, sem frægur er úr s°guni Agöthu. Fyrsta sakamálasaga lennar nefndist á frummálinu: „The My- Herious Affair at Stijles“. Einir 6 útgef- endur höfnuðu handriti sögunnar, áður 011 hún kom út 1920. En úr því tóku bæk- 111 Agöthu að streyma á markaðinn. 1 bókaflóði ársins 1934 komu ekki færri en 4 Agötliu Christie-bækur. En 8 árum áð- ur, 1926, hafði hún samið frægustu hók sína: „The Murder of Roger Ackroyd“. Skönunu áður en sú saga birtist, gerð- ist það, að Agatlia Christie hvarf skyndi- lega að heiman. Hálfan mánuð var rætt um hvarf hennar um viða veröld. 550 lög- regluþjónar leituðu hennar með tilstyrk hlóðhunda, flugvéla og 15000 sjálfboða- liða! Kílómetralangir blaðadálkar voru skrifaðir um konurán, morð og sjálfs- morð. Lýsingin á skáldkonunni: Rauð- hærð, gráeyg, 175 cm liá — var hirt um allt Bretland. En allt kom fyrir ekki. Menn gátu sér alls til um orsakir livarfs- ins. Sá leiði orðasveimur gaus meira að segja upp, að liér væri einungis um aug- lýsingahrellu að ræða! En i miðjum desember þetta herrans ár veitti gestur einn á hóteli í Yorksliire því athvglþað þar dvaldist ákaflega músik- ölsk kona, sem var áberandi lík hinni horfnu skáldkonu. Hann gerði lögregl- unni aðvart og daginn eftir kom í ljós við eftirgrennslan, að þarna var Agatha lifandi komin. Hlédrægni skáldkonunnar og imugust- ur hennar á allri sýndarmennsku og op- inberu umtali u.m sig er talinn stafa frá þessu hvarfi. Það var eignað óminni, sem skyndilega liefði loslið hana. En seinna var þvi slegið föstu, að jafnvel þótt frúin missti minnið,myndi hún geta leikið á lögregluna! Agatha forðast eins og lieitan eld liina svokölluðu „bókmenntamiðdegisverði“, sem haldnir eru i London i upphafi bóka- tíðarinnar ár livert. Iiún neitar alveg að halda fyrirlestra eða koma fram í sjón- varpi. Yið frumsýningu á leikritum lienn- ar þykist forvitið fólk hafa himin liönd- um tekið, ef það sér henni hregða fyrir meðal leikhúsgesta. En að sýningu lok-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.