Fréttablaðið - 02.01.2010, Page 1

Fréttablaðið - 02.01.2010, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI2. janúar 2010 — 1. tölublað — 10. árgangur Verðlaunaarkitektar vilja byggja borg ARKITEKTÚR 22 TÍSKA 42 VIÐTAL 32 TVÖ SÉRBLÖÐ Í DAG – f y r i r f r a m h a l d s - o g h á s k ó l a n e m a Opið 10–18 Fréttablaðið er með 143% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í ágúst 2009 – október 2009. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 71,4% 29,3% Sölufulltrúar Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426 Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441 HeilbrigðisstofnunSuðurlands Bæklunarlæknir!Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða bæklunarlækni til starfa við stofnunina. Starfi ð byggir á stofumóttöku og minni aðgerðum.Starfshlutfall samkomulagsatriði. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Íslands og fjármálaráðherra. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2010. Við mat á umsóknum verður mikið lagt upp úr eiginleik-um sem lúta að samstarfi og sveigjanleika, skipulögðum og sjálfstæðum vinnubrögðum og hæfni í samskiptum. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri lækninga Óskar Reykdalsson í síma 480-5180 og 868-1488.Heilbrigðisstofnun Suðurlands var stofnuð 1. sept. 2004 við sameiningu heilsugæslustöðva á Suðurlandi og Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi. Þjónustusvæði stofnunarinnar nær til um 20.000 íbúa á Suðurlands-undirlendinu. Um er að ræða 8 heilsugæslustöðvar, eitt sjúkrahús á Selfossi með 31 sjúkrarúm og 40 hjúkrunarrúm. Alls eru um 227 stöðugildi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Mannauðsstjóri ÁTVR Helstu verkþættir:· Ráðgjöf til stjórnenda í mannauðstengdum málum · Mat á mannaflaþörf, skipulag og umsjón með ráðningum · Eftirfylgni með mannauðsstefnu· Samskipti við stéttarfélög og þátttaka í gerð kjarasamninga · Umsjón með og þróun á frammistöðumatskerfi · Ábyrgð á launavinnslu Hæfniskröfur og eiginleikar:· Háskólamenntun er skilyrði· Framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála er æskileg · Starfsreynsla á sviði mannauðsmála er kostur · Mjög góð tölvukunnátta, þekking á Oracle er kostur · Samstarfshæfni, sjálfstæð og öguð vinnubrögð · Mjög góð færni í mannlegum samskiptum og skipulagshæfileikar Stefna ÁTVR er að vera framúrskarandi þjónustufyrirtæki og þekkt fyrir samfélagslega ábyrgð. Fyrirtækið vill að vinnustaðurinn sé lifandi og skemmtilegur þar sem þjónusta og samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð. vinbudin.is ÁTVR leitar að metnaðarfullum einstaklingi til að taka að sér ábyrgðarmikið og fjölbreytt starf mannauðsstjóra. Gildi ÁTVR eru LIPURÐ - ÞEKKING - ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu munu taka mið af þessum gildum. Upplýsingar veita:Kristín Guðmundsdóttir, kristin@hagvangur.is ogInga S. Arnardóttir,inga@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Yfi rvélstjóri Erlent útgerðarfyrirtæki leitar að yfi rvélstjóra á frystitogara sem stundar veiðar í Barentshafi . Viðkomandi þarf að hafa full réttindi (4. stig) og reynslu af frystitogara vélstjórn. Enskukunnátta nauðsynleg. Um er að ræða langtímastarf. Yfi rvélstjóri er á afl ahlut og er kauptrygging 10.000 evrur per mánuð. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, með tölvupósti til: barentstrawl@live.com.fjölskyld an [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLA ÐSINS UM FJÖLSKYLD UNA ] janúar 201 0 á kíðum Nestið m ikilvægt Góð ráð þegar f arið er með lit lu börnin á skíði SÍÐA 3 Breikda ns og me iri lestur Mæðgu nar Erla Ósk Ar nardótt ir Lillien dahl og Ísabella Mist Th omasdó ttir fagn a nýju á ri SÍÐ A 2 STJÓRNMÁL Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fær klukkan ellefu í dag afhentar undirskrift- ir tugþúsunda Íslendinga sem fara fram á að hann synji nýsamþykkt- um Icesave-lögum ríkisstjórnar- innar staðfestingar. Undirskriftirnar nálguðust í gær sextíu þúsund. Til saman- burðar skrifuðu tæplega 32 þús- und undir áskorun til forsetans um að hann synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar árið 2004. Hann varð við þeirri ósk, og vísaði til þess að gjá hefði myndast milli þingvilja og þjóðarvilja. Ólafur Ragnar tók sér á gamlárs- dag tíma til að ákveða hvort hann myndi staðfesta Icesave-lögin eða skjóta þeim til þjóðaratkvæða- greiðslu. Í nýársávarpi sínu í gær nefndi forsetinn að nú væri vaxandi stuðningur við það í þjóðfélaginu að auka veg hins beina lýðræðis og að fólkið fengi sjálft að ráða í ríkari mæli. „Þá er rétt að hafa í huga að vilji þjóðarinnar er ein- mitt hornsteinninn sem stjórn- skipan lýðveldisins hvílir á,“ sagði Ólafur. Hann áréttaði að þótt forsetan- um væri falið að tryggja að vald- ið sé hjá þjóðinni þá þyrfti ætíð að meta aðstæður og afleiðingar slíkra ákvarðana. Jóhannes Þ. Skúlason, einn af forsvarsmönnum InDefence-sam- takanna, sem standa fyrir undir- skriftasöfnuninni, segist bjart- sýnn á að forsetinn taki til greina vilja allra þeirra sem skrifað hafa undir áskorunina. - sh / sjá síðu 4 Fær afhentar sextíu þúsund undirskriftir Forseti Íslands fær í dag afhentar undirskriftir hátt í sextíu þúsund Íslendinga sem skora á hann að synja Icesave-lögum stjórnvalda staðfestingar. Forsetinn segir að ætíð þurfi að meta aðstæður og afleiðingar þess að fela þjóðinni vald. Vilji þjóðarinnar er ein- mitt hornsteinninn sem stjórnskipan lýðveldisins hvílir á. ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON FORSETI ÍSLANDS Það sem hæst bar 2009 Oddný Eir Ævars- dóttir rithöfundur í yfirheyrslu SPOTTIÐ 16 SIMMI OG JÓI Stofnun Hamborgarafabrikkunnar verður efniviður í raunveruleikaþætti VIÐTAL 12 FYRIRMYNDIN AÐ REGNMANNINUM FÓLK 28 TÓNLIST Önnur plata hljómsveit- arinnar Hjaltalín er besta plata ársins samkvæmt niðurstöðum tuttugu manna dómnefndar Fréttablaðsins. Fjórða plata Hjálma, IV, fylgdi fast á hæla Hjaltalín, en nokkru neðar komu plötur Kimono, Bloodgroup og Diktu. - drg / sjá síðu 30 Besta plata ársins valin: Terminal best TÍU HEIÐRAÐIR Á NÝÁRSDAG Forseti Íslands veitti í gær tíu Íslendingum riddarakross fálkaorðunnar fyrir störf þeirra fyrir samfélagið. Vegna þessa mættu nýju orðuhafarnir á sérstaka hátíðarathðfn á Bessastöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.