Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 4
4 2. janúar 2010 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL Forseta Íslands ber að tryggja það að valdið sé hjá þjóðinni, „þótt ætíð verði að meta aðstæður og afleiðingar ákvarðana.“ Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í nýársávarpi sínu í gær. Ólafur ákvað á ríkisráðsfundi á gamlársdag að taka sér nokk- urra daga frest til að ákveða hvort hann myndi skrifa undir lög um ríkisábyrgð vegna Icesave-samning- anna. Lögin voru samþykkt með þriggja atkvæða meiri- hluta á Alþingi að kvöldi 30. desember. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Stein- grímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra hafa lýst því yfir að þau hafi skiln- ing á ákvörðun Ólafs Ragnars að gefa sér umþóttunartíma í málinu. Ólafur hyggst meðal annars hitta liðsmenn samtakanna InDefence að máli áður en hann tekur ákvörðunina og veita viðtöku lista með á sjötta tug þúsunda undirskrifta fólks sem skor- ar á hann að synja lögunum staðfestingar og skjóta þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. InDefence-liðar ganga á fund forseta klukk- an ellefu í dag. „Við munum afhenda forseta undirskriftirnar með því orði að það sé vilji þessara einstaklinga að hann synji lögunum staðfestingar og leyfi þjóðinni að taka ákvörð- un um það hvort þessi breytingarlög öðlist gildi eða ekki,“ segir Jóhannes Þ. Skúlason. Jóhannes segist treysta forsetanum fyllilega til að meta með hagsmuni þjóðarinnar í huga hvort hann eigi að skrifa undir lögin eða ekki. „Við erum hins vegar mjög bjartsýnir á það að hann taki til greina vilja allra þessara ein- staklinga,“ segir hann. Ekki síst í ljósi þess að þeir séu töluvert fleiri en þeir sem skoruðu á forsetann að synja fjölmiðlalögunum staðfest- ingar 2004, og einnig í ljósi orði hans við sam- þykkt fyrri Icesave-laganna í ágúst. Þá sagðist hann skrifa undir lögin með sérstakri vísan til þágildandi fyrirvara Alþingis. stigur@frettabladid.is YOGA byrjar 12.jan í Drafnarhúsinu í Hafnarfi rði Strandgata 75 Styrkur - liðleiki - kyrrð - orka - mataræði Aldur fólks mælist ekki í árum heldur sveigjanleika hryggjarsúlunnar. Yoga 2 x í viku kl. 18.15 þriðjudaga og fi mmtudaga Sanngjarnt verð Skráning hefst 7. jan í síma 6910381 og 5650381 Háð mati hvert sinn hvort valdið skuli fært þjóðinni Ólafur Ragnar Grímsson hefur tekið sér frest til að ákveða hvort hann staðfestir lög um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna. Liðsmenn InDefence funda með forsetanum í dag og afhenda undirskriftalista sinn. Einn veikasti hlekkur íslenskrar stjórnskipunar er að sjálfstæði dómstólanna er ekki tryggt í stjórnarskrá, sagði forsetinn í nýársávarpi sínu og gagnrýndi pólitískar skipanir í dómarastöður. „Ráðherrar hafa í áratugi ákveðið einir hverjir verða dómarar og stjórnendur á sviði löggæslu og réttarfars án þess að óháð, faglegt og opinbert hæfnismat færi fram. Það vita allir sem söguna þekkja að oft hefur hollustan við flokk ráðherrans verið mælikvarðinn sem mestu skipti; iðulega við hann stðst nær alla tuttugustu öldina við val á sýslumönnum. Stjórnkerfið, ráðuneyti og eftirlits- stofnanir hafa líka liðið fyrir hið flokkslega mat við ráðningar og slík meinsemd veikti getu stofnana til að veita aðhald. Flokksskírteinið var í mörgum tilvikum mikilvægara en fagleg hæfni; vinátta eða vensl við ráðherra riðu baggamuninn. Þeirri skyldu að vera sannleikanum ávallt vitni í áheyrn vald- hafanna var iðulega vikið til hliðar,“ sagði Ólafur. Við endurreisn Íslands sé forgangsmál að breyta þessum þáttum til betri vegar. Þá sagði Ólafur að nú þyrfti þjóðin að einhenda sér í uppbygginguna, „forðast eftir föngum eintóna og neikvæða umræðu, sundurlyndisfjandann sem svo er nefndur, en varðveita um leið lærdómana af mistökunum og hafa þá að leiðarljósi.“ Mikil- vægt sé að byggja nýtt land á hófsemi og fyrir- hyggju, „setja græðgina í skammarkrók sögunnar“ og „láta ekki sýndargróða glepja okkur sýn“. Þá sagðist Ólafur eiga von á því að langan tíma tæki að leiða til lykta öll þau sakamál sem rísa í kjölfar hrunsins. GAGNRÝNIR SKIPAN DÓMARA EFTIR FLOKKSSKÍRTEINUM ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON MÓTMÆLT Á BESSASTÖÐUM Hópur fólks kom saman við Bessastaði þegar ríkisráðsfundur fór þar fram á gamlárs- dag. Fólkið krafðist þess að forsetinn myndi fela þjóðinni ákvörðunarvald um Icesave-samningana. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° 6° -1° -1° 4° -1° -1° -2° -2° 22° 4° 15° 1° 13° -10° 4° 14° -3° Á MORGUN Hæg vestlæg eða breytileg átt. MÁNUDAGUR Norðlægar áttir, 3-8 m/s. -2 0 -3 -3 -4 0 -5 1 -1 2 -6 4 3 2 2 4 6 5 5 3 6 5 0 -2 -5 -4 0 -2 -3 -4 -4 -3 NÝTT ÁR HEILSAR MEÐ BJARTVIÐRI Í dag verður hægur vindur og víða léttskýjað, síst þó norðan- og aust- anlands. Horfurnar eru svipaðar fyrir næstu daga, áfram verður svalt í veðri, fremur hægur vindur og víða bjart en él á stöku stað norðan og austan til. Soffía Sveinsdóttir Veður- fréttamaður STJÓRNMÁL „Þetta er bara spurn- ing um að láta ekki hafa sig út í allt,“ sagði Margrét Tryggvadótt- ir, þingmaður Hreyfingarinnar, aðspurð á visir.is í gær hvers vegna hún setti ekki upp áramót- hatt eins og aðrir þátttakendur í Kryddsíld Stöðvar 2. Á visir.is segir að þótt Margrét hafi ekki þegið hattinn hafi hún sett upp skotgleraugu líkt og hinir stjórnmálaforingjarnir til að brýna fyrir fólki að gæta að var- kárni við meðferð skotelda. - gar Setti ekki upp áramótahatt: Segist ekki láta hafa sig út í allt MARGRÉT TRYGGVADÓTTIR Setti upp hlífðargleraugu en afþakkaði áramóta- hatt í Kryddsíldinni. MYND/STÖÐ 2 LÖGREGLUMÁL Rauðri málningu var skvett á Grensáskirkju og 24 rúður brotnar um miðnætti á gamlárs- kvöld. Lögregla fékk tilkynningu um skemmdarverkið þegar nítj- án mínútur voru liðnar af nýárs- nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í gærkvöldi voru engar öruggar vísbendingar komn- ar fram um það hver eða hverjir kunna að hafa verið að verki. Visir. is hafði eftir Þuríði Guðnadóttur kirkjuverði að aðkoman hefði ekki verið falleg. Hún telur að verkn- aðurinn hafi verið skipulagður. „Það var lítið annað í stöðunni en að loka þessu, þrífa og gera klárt í nótt,“ sagði Þuríður. - gar Skemmdarverk á nýársnótt: Rúður brotnar í Grensáskirkju Styrkir vegna prófkjörsþátttöku Jórunnar Frímannsdóttur árið 2006 voru rúmar tvær milljónir króna. 2,2 milljónir borgaði hún sjálf. Í frétt um fjárframlög til frambjóðenda á gamlársdag var heildarupphæð prófkjörsins birt. ÁRÉTTING SVÍÞJÓÐ Fjögurra ára gömul stúlka hvarf í Malmö í Svíþjóð á nýársnótt. Talið er að henni hafi verið rænt. Stúlkan var með fjölskyldu sinni á Gustaf Adolf torgi þar sem mikill mannfjöldi kemur venjulega saman um áramót. Fjörutíu lögreglumenn og leitar- hundar hafa leitað að stúlkunni síðan, sem er ófundin. - þeb Stúlku leitað í Svíþjóð: Fjögurra ára stúlka hvarf STJÓRNMÁL Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) hefur á síðastliðn- um fimm árum fengið 360 millj- ónir króna úr ríkissjóði. Hafa pen- ingarnir ýmist runnið í gegnum Íþrótta- og Ólympíusambandið (ÍSÍ) eða beint til knattspyrnusambands- ins til afmarkaðra verkefna. Þetta kemur fram í svari mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur hjá Samfylkingunni. Á síðustu fimm árum hefur ÍSÍ fengið samtals tæpan milljarð króna af ríkisfé. Af þeirri fjár- hæð voru 200 milljónir ætlaðar til framlaga til sérsambanda. KSÍ fékk rúmar 10 milljónir af þeim. Fram- lög til Afrekssjóðs ÍSÍ námu 145 milljónum. Hlutdeild KSÍ í þeim var 23 milljónir á þessum fimm árum. Bróðurpartur ríkisframlaga til KSÍ hefur verið til afmarkaðra verkefna. Á tímabilinu 2005-2009 fékk sambandið tæpar 200 milljónir vegna stúkunnar á Laugardalsvelli, 100 milljónir vegna sparkvalla sem KSÍ setti upp víða um land í sam- starfi við sveitarfélög og fyrirtæki, 27 milljónir hafa runnið til Mann- virkjasjóðs KSÍ og á síðasta ári styrkti ríkið sambandið um tvær milljónir króna vegna kvennalands- liðsins. Í svari ráðherra kemur jafnframt fram að reiknað sé með að KSÍ fái 3,4 milljónir af 145,5 milljóna fram- lagi ríkisins til ÍSÍ á næsta ári. Í svarinu segir enn fremur að KSÍ hafi nokkra sérstöðu meðal sér- sambanda ÍSÍ með tilliti til umfangs starfseminnar. Iðkendur séu 19.200 manns. - bþs Ríkissjóður styður knattspyrnusambandið í gegnum ÍSÍ og með sérframlögum: 360 milljónir af ríkisfé til KSÍ LANDSLIÐ Knattspyrnusambandið fékk tæpar 200 milljónir í byggingu stúkunn- ar á Laugardalsvelli. GENGIÐ 31.12.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 232,8087 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,6 125,2 201,11 202,09 179,38 180,38 24,101 24,243 21,608 21,736 17,464 17,566 1,3477 1,3555 195,18 196,34 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.