Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 32
2 fjölskyldan Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sigríður Björg Tómasdóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Pennar: Júlía Margrét Alexandersdóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Benedikt Jónsson benediktj@365.is Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar Erla Ósk og Ísabella eru þessa dagana staddar sín í hvorri vampýrubókinni og segja stundirnar á kvöldin, rétt fyrir svefninn, þar sem þær eru báðar niðursokknar í lestur, vera einar af þeim bestu. Þær hafi því meðal annars ákveðið að eyða meiri tíma á nýja árinu í bókalestur og vera minna við tölvur og sjónvarp. „Nýja árið leggst bara vel í okkur. Árið hefur verið nokkuð erfitt, eins og hjá mörgum, með mikilli vinnu, og maður vonar auðvitað að fram undan séu bjart- ari tímar. Maður er glaður að hafa átt í sig og á og allt umfram það er plús. Ég hugsa að hugsunarháttur margra séu breyttur hvað þetta varðar og flestir hugsi á þessum nótum í dag,“ segir Erla Ósk. Ísabella Mist er í 6. bekk í Mela- skóla og segist hafa ýmislegt í huga þegar nýtt ár gengur í garð. Ofarlega á listanum sé námið og heimalærdómurinn, sem hún hyggst reyna að stunda af kappi. „Ég ætla mér líka að læra dans árinu og fara á námskeið í breik- dansi eða „freestyle“. Mig langar að dansa við einhverja skemmti- lega tónlist.“ Erla Ósk segir þær mæðgur sækja í að skapa, það gefi þeim mikið og hún hugsi sér líka árið 2010 fyrir námskeið í keramik en henni líði best þegar hún nái að bæta við sig einhvers konar þekkingu og menntun. Á dag- skránni sé annars að taka einn dag í einu, eins og reynst hafi best síð- asta ár. Það sé erfitt að plana langt fram í tímann í árferði sem þessu. Annars finnst þeim mæðgum árið 2010 hljóma svolítið stór tala. „Mér finnst þetta svipuð upplifun og þegar árið 2000 var að ganga í garð og manni finnst eins og þetta hljótið að þýða eitthvað nýtt. Við Ísabella erum allavega bjartsýnar og vitum, út frá því hvað við erum góðar vinkonur, að það sem skipt- ir mestu máli er fjölskyldan og að hlúa að sínum nánustu. Það kemur ekkert í stað fjölskyldunnar.“ - jma Breikdans og meiri lestur árið 2010 Mæðgurnar Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl og Ísabella Mist Thomasdóttir, ellefu ára, hlakka til ársins sem er að hefjast. Á þeirra dagskrá er meðal annars meiri bóklestur. Um þessar mundir eru tvö ár frá því ég yfirgaf heim óslitins nætursvefns, dag- legra kaffihúsa- og barferða og annarra hringferða um sjálfa mig. Síðan sonur minn fæddist hefur hann fært mér svo mikla hamingju að smáfórnir eins og þessar hafa ekkert vægi. En ýmsar aðrar tilfinningar en hamingja fylgdu fæðingu þessa ljóshærða krulluhnokka. Svo sem dæmigerður og stöðugur ótti um að eitthvað komi fyrir hann. En ég hafði ekki átt von á þránni að feta í fótspor mömmu minnar þegar kæmi að uppeldinu. Fram að þessu hafði ég ekki skeytt mikið um að líkjast foreldrum mínum frekar en aðrir „unglingar“. Ég held að mamma hafi lesið bókina um Pollýönu á áhrifa- gjarnasta skeiði lífs síns. Hún er Pollýana. Hún sér alltaf björtu hliðarnar, jafnvel á svörtustu aðstæðum, og fer brosandi í gegn- um lífið. Þetta getur verið óskilj- anlegt fyrir okkur sem eigum vel haldinn fýlupúka inni í okkur sem við fóðrum reglulega. Svo er mamma ofurkona. Hún eign- aðist fjóra óþekka krakka, þann fyrsta þegar hún var nítján ára og þann fjórða 33 ára (og minnir mig stöðugt á – með bros á vör – að ég sé að nálgast hennar fjórða barns aldur). Samhliða barneign- unum gegndi hún krefjandi störf- um sem fólu meðal annars í sér reglulegar langferðir til útlanda og vinnu uppi á fæðingardeild. Það er ekkert grín að ætla að feta í fótspor þessarar konu. Ég fann hins vegar fyrir ákveðnum létti núna yfir hátíðarnar þegar rann upp fyrir mér ljós. Ég á aldrei eftir að fylla fullkomlega út í þessi spor. Þau eru alltof djúp fyrir minn spörfuglsfót. Þrátt fyrir annir var mamma nefnilega alltaf eins og frú sveinka í aðdraganda jóla. Hún sveif syngjandi um húsið, bakaði ætíð nokkrar sortir, var búin að fylla heimatilbúna jóladagatalið með girnilegum pökkum og setja saman jólasveinahúsið 1. desem- ber. Með mitt eina barn átti ég hins vegar fullt í fangi með að halda öllum þráðum saman á aðventunni. Og oft þakkaði ég guði fyrir að sonur minn er þó ekki nema tveggja ára og mun að öllum líkindum ekki muna eftir öllu því ójólalega sem gekk á heima hjá okkur fyrir jól. Ég mun standa mig betur á næsta ári, ég lofa! En ef mér tekst ekki að halda loforðið lifi ég í þeirri blekkingu að fullorðinn sonur minn muni líta til baka, hugsa um kaos og stress aðventu minnar, fá nostalgískar stjörnur í augun og hugsa: „Svona eiga jólin að vera!“ Móðir mín Pollýana Mæðgur og vinkonur Erla Ósk Lilliendahl og Ísabella Mist Thomasdóttir eru miklar vinkonur og segjast ætla að hafa árið 2010 á skapandi nótum með góðum fjölskyldustundum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Settu heilsuna í forgang á nýju ári BETRI HEILSA BORGAR SIG F www.heilsuborg.is Við höfum heilsulausnina fyrir þig Janúartilboð: Árskort í heilsurækt 39.900 kr. Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.