Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 42
4 fjölskyldan GAGN&GAMAN Heimsbókmenntir fyrir börn Bókin um munaðarleysingjann Oliver Twist er tvímælalaust eitt þekktasta verk Charles Dickens og telst til sígildra heimsbók- mennta. Sagan hefur verið efniviður fjölda kvikmynda og leikrita, og upp úr henni er sprott- inn söngleikurinn Oliver! en hann var frumsýndur við góðar undirtektir um jólin. Bókin er fáanleg í íslenskri þýðingu Hannesar J. Magnússonar og því hægur vandinn fyrir börn sem fullorðna að rifja upp kynnin við Oliver áður eða eftir að farið er á sýningu Þjóðleikhússins. Þess má geta að bókin er skreytt upphaf- legum koparstungumyndum eftir George Cruikshank. FRÓÐLEIKUR Liðið yfir ísinn Það er eitthvað rómantískt við skautaíþróttina, ekki síst þegar hún er stunduð á tjörnum og vötnum landsins. Heldur betur hefur viðrað vel til skautaiðkunar úti undanfarið í öllu frostinu. En þegar ekki viðrar til skautahlaups utandyra er hægt að nýta sér aðstöðuna í Skautahöll- inni í Laugardal. Þar er börnum einnig kennd grundvallaratriði íþróttarinnar í skautaskólanum fyrir byrjendur. Byrjendur eru á öllum aldri en yngst eru tekin inn börn sem verða fimm ára á árinu. Nánari upplýsingar á www. skautafelag.is 33 drengir á aldrinum 0 til 4 ára voru skráðir undir heitinu Kári í janúarbyrjun 2008 og var það nafn vinsælasta nafn drengja sem einungis báru eitt nafn. Á hæla þess fylgdu Dagur, Alexander, Gabríel og Tómas. 209 á þessum sama aldri báru hins vegar nafnið Jón sem var vinsælasta fyrra nafn af tveimur. Þar á eftir fylgdu Daní- el, Aron, Viktor og Alexander. Vinsælustu seinni nöfn 0 til fjögurra ára drengja voru Þór, Máni, Örn, Freyr og Ingi. 33 stúlkur á aldrinum 0 til 4 ára hétu Sara í ársbyrjun 2008 og var það nafn í fyrsta sæti stúlkna sem eitt nafn báru. Í sætin þar á eftir röðuðu sér Freyja, Katla, María og Katrín. 187 stúlkur í þessum yngsta aldurshópi báru nafnið Sara sem fyrra nafn af tveimur og var Sara líka vinsælasta nafnið af tvínefnum stúlkna. Þar á eftir fylgdu Anna, Emelía, Eva og Katrín. Vinsælustu seinni nöfn stúlkna voru María, Ósk, Rós, Sól, Lind.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.