Alþýðublaðið - 17.08.1923, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 17.08.1923, Qupperneq 1
nblaðið Gefiö út aí Alþýðufloklziraiii 1923 Föstudaginn 17. ágúst. 186. tölubláð. Lúðpasveít Heykjavíkup. 1 Mim n 1 Skemtiferðin að Þyili í Hvalfiiði, sem fórst fyrir um daginn, verður farin næsta sunnudag. — Farseðlar á 6 kr. báðar leiðir fást í Matarverzlun Tóm- asar Jónssonar, Verzlun Jóns Hjartarsonar og Tóbaksverzlun R. P. Leví. — Kaupið farseðla nógu snemma (fyrir kl. 4 á laugardag); áhættan er engin, því ekki verður farið nema í góðu veðri og farmiðarnir endur- greiddir ef ekki verður farið. Jafnaðarstefnan rædd í neðri deild brezba þingsius. (Nl.) Við niðurlagsorð Hendersons kom frám formælandi stjórnar- inuar, Armery. Hann kendi stríð- Ínu um alt. l>ví var atvinnuleysið og húsnæðisleysið að koma. Strfðið hefir svo margt á sam- vizkunni, að honum mun háfa tundist, að það munaði ekki um þetta. Að lokum fanst hor.um, að rétt væri að íhuga tiliögu frá Lloyd Gsorge um uefnd. Verið gæti, að það leiddi þrátt fyrir alt til einhverrar nlðurstöðu. Næstur tók formaður verka- mannaflokksins, Ramsay Mac Donaid, til máls. Hann hóf máls á því, að enginn ræðumannanna úr ándstæðingahópnum hefði get- að sagt auðvalds skipulaginu eitt einasta orð til varnar. í stjórn- málum nútímans væru þó ekki í raun og væru um nema tvo flokka að gera: auðmannaflokk og jafnaðarmannaflokk. Síðan ,hélt hann áfram: Sannleikurinn er sá, að skipulag auðvaldsias var að vísu tramför frá því, sem áður var, en skipulag jafnaðar- steínunnar er næsta stígið. Menn segja, að vér viijum afnema nú- ríkjandi skipulag, og mönnum finst, að vér viijum beita valdi: Hvers vegna segjá menn ekki hið sanca, það, að vér viljum umsJcapa þjóðskipulagið? Vegna þess, að samtímis eru 99 hundr- aðshlutar af því, sem borið er fram gegn ©ss æ úr sögunni. Menn hafa spurt oss: Hvernig ætlið þér áð komást hjá hringa- myndunum og einkarétti? Sam- keppni er afleiðing auðvalds- skipulagsins. Smátt og smátt myndast svo sem afleiðing af samkeppninni hringar, sem hrifsa til sín alt vald yfir neyendunum, sem verða að vera byrðar auð- safns þess, sem myndast við af- leiðingar samkeppninnar. Skyldi vera unt að komast hjá því í þjóðfélagi jafnaðarstefnunnar? Það er sjálfságt eitthvert auð- veldáata viðfangseínið. Menn hafa einnig spurt oss: Hvað æflar þjóðfébg jafnaðar- stefnunnar að gera við þessa undursam)egu menn, sem nota hæfileika sina í verziun við önn- ur riki? Halda þeim í starfisínul — Því að menn verða að minn- ast þess, að nú vinna þessir menn ekki fyrir sjálfa sig, heldur fyrir auðváldið. Enn hafa menn spurt um freisið í ríki jafnaðarstefnunnar. En er yfirleitt nokkurt frelsi 1 auðvaldsríkt? Nei. Allur fjöldi manna getur ekki veitt börnum sínum svo gott uppeldi, sem hann viidi gjarna, og getur tæp- iega hugsað og sagt, hvað hann vilji. Hvers vegoa? Vegna þess, að auðmennirnir ráða yfir kjör- um og ókjörum fjöldans, — geta tekið uppeldi og atvinnu afj verkamönnunum og Ieitt yfir heimiiin sult og neyð! Vér skulum varast að æpa hátt um frelsi í auðvalds-þjóðfélagi! Um þetta leyti voru hægri- menn orðnir svo hámslausir af æsingu, að ræðumaðurinn varð biátt áfram að kalla orðin upp til þess að þau heyrðust, og for- seti varð að áminna ýmsa af i hinum virðulegu þingherrum um Æskan nr. 1. Skemtiferð stúkunnar verður næstkomandi sunnudag (19. þ. m.). Farið verður í bílum suður í Vífilsstaðahraun; far- miðar 1 kr. vitjist til Þor- bjargar Gfslad. co. Henning- sen eða Sigþrúðár Pétursd. co. Brauns-verzlun. áð gæta þingsfða og. beita vaidi sfnu til þess áð halda þeim við kyrð. Að loknum umræðum var þingsáiyktunartiliaga jafnaðar- manna um breytingu þjóðskipu- Iagsins f jafnaðarstefnnátt smátf og smátt feld með 368 atkvæð- um gegn 121. Móti greiddu undantekningarlaust allir stjórn- armegin. Taiið er, að sjaidan eða aldrei hafi verið jafnmargt áheyrenda i neðri deild brezka þingsins sem að þessu sinni, ekki einu sinni, er mest lá við á stríðsárunum, enda hafi þingmenn heldur aldrei verið jafnfjölmennir á fundi. Varð að taka nokkurn hluta at áheyrendasvæðinu handa þeim, þvf að troðfult var í sjálfum tundarsalnum. Sýnir þetta, að jafnaðarstefnan dregur æ meir að sér eltiitekt allra manna hvarvetna f hoiminum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.