Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 56
44 2. janúar 2010 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Leikarinn Mark Wahlberg er ósáttur við það að Beck- ham-fjölskyldan hafi flutt í götuna hans þar sem hann segir mikið ónæði fylgja henni. „Beckham- fjölskyldan! Ég bjó í rólegri götu þar til David flutti þangað með fjölskyldu sína. Skyndilega er allt krökkt af ljósmyndurum í hverfinu. Þeir elta alla þá bíla sem keyra niður götuna. Ég er ekki að segja að Beckham eigi að flytja burt, ég er bara ekki viss af hverju þau komu hingað til að byrja með. Við höfum engan áhuga á fót- bolta. Það er borin von að Bandaríkjamenn fái áhuga á að horfa á níutíu mínútna langan leik þar sem menn hlaupa um en lítið gerist. Takk fyrir að reyna, en við munum halda okkur við hafna- og körfu- bolta,“ sagði leik- arinn, heldur súr í bragði. Slæmir nágrannar ÓSÁTTIR NÁGRANNAR Mark Wahlberg er ósáttur við Beckham- fjölskylduna og finnst of mikið ónæði fylgja þeim. Walhberg segist jafnframt lítinn áhuga hafa á fótbolta og kýs heldur körfubolta. Fullt var á Hundahótelinu á Leir- um yfir hátíðarnar og að sögn Hreiðars Karlssonar, eiganda hót- elsins, hefur það verið svo undan- farin ár. „Það er yfirbókað allar hátíðar og sérstaklega yfir jól og áramót. Fólk er að flækjast fram og til baka í matarboð og það eru margir sem leysa hundana undan jólastússinu með því að gefa þeim frí. Það eru einnig margir hundar hræddir við flugelda og þeim líður betur hér hjá okkur. Við erum aðeins fyrir utan bæinn þannig að lætin eru minni hér,“ útskýrir Hreiðar. Hann segir fastagestum hótels- ins hafa fjölgað til muna og hjá þeim dvelji oft sömu hundarnir nokkrum sinnum yfir árið. Aðspurður segir hann hundana fljóta að aðlagast breyttum aðstæð- um og eru það frekar eigendurnir sem eiga bágt með aðskilnaðinn. „Hundarnir væla kannski í tíu mínútur og svo er það búið, hund- ar eru fljótir að aðlagast breyttum aðstæðum, þeir hafa líka nóg fyrir stafni á meðan þeir dvelja hér. Eig- endurnir eru viðkvæmari og sumir hafa grátið þegar þeir skilja hund- ana eftir, en svo verða mikil fagn- aðarlæti við endurfundina.“ Hreiðar segist mæla með því að hundaeigendur panti pláss á hótel- inu fram í tímann séu þeir að hugsa um að fara í frí. „Það er alltaf hægt að afpanta plássið verði ekkert úr fríinu, þá hringir fólk bara og lætur mig vita.“ -sm Fullt á Hundahótelinu um jólin FULLT ÚT ÚR DYRUM Hreiðar Karlsson segir mikið hafi verið að gera á Hundahótelinu yfir hátíðarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN > EKKERT HÚÐFLÚR Leikkonan Katie Holmes vill fá sér húðflúr í líkingu við það sem Victoria Beckham fékk sér í tilefni af tíu ára brúðkaupafmæli þeirra Dav- ids Beckham. Bóndi Katie, Tom Cruise, er þó ekki hrif- inn af hugmyndinni þar sem húðflúr stríða gegn trú hans, en hann er sem kunn- ugt er meðlimur í Vísindakirkjunni. Skógarhlí› 18 105 Reykjavík Sími 595 1000 Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Kanarí Kr. 129.900 – með „öllu inniföldu“ Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi á Hotel Dunas Mirador í 12 nætur með „öllu inniföldu”. Verð m.v. 2 í herbergi kr. 149.900. Aukalega fyrir einbýli kr. 16.000. Sértilboð 15. janúar. HOTEL DUNAS MIRADOR Ótrúlegt sértilboð! Frá kr.129.900 Frábært sértilboð! Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 15. janúar á frábæru tilboði. Í boði er m.a. frábært sértilboð með „öllu inniföldu“ á Hotel Dunas Mirador Maspalomas, sem er gott hótel í Sonnenland í Maspalomas sem er frábær kostur fyrir bæði pör og barnafjölskyldur. Fleiri sértilboð einnig í boði. Ath. mjög fá herbergi í boði á þessum kjörum. Fyrstur kemur, fyrstur fær! – með „öllu inniföldu“ 15. janúar 12 nátta ferð Írski leikarinn Colin Farrell fór nýverið til Póllands ásamt kær- ustu sinni þar sem þau skírðu son sinn Henry sem fæddist í október. Athöfnin fór fram í kirkju í Kraká en kærasta Far- rells er pólska leikkonan Alicja Bachleda. Henry er annað barn Farrells, sem átti fyrir hinn sex ára James með sinni fyrrver- andi Kim Bordenave. Skírði barnið í Póllandi COLIN FARRELL Írski leikarinn fór nýverið til Póllands þar sem sonur hans var skírður. Gamanhópurinn Mið- Ísland og hljómsveitin Hjaltalín gerðu sér ferð austur fyrir fjall um jólin og skemmtu föngum á Litla-Hrauni. Ferðin var farin þann 29.desem- ber en það hefur færst í vöxt að íslenskir skemmtikraftar sinni föngum um hátíðirnar og þeir eru fyrir löngu orðnir fastur punktur í tilveru þeirra, tónleik- ar Bubba Morthens og vina hans á aðfangadag. Góður rómur var gerður að uppistandi Mið-Íslands-hópsins og svo fyndnir þóttu þeir að sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins braut einn fanginn stólinn sinn þegar hann fékk hláturskast yfir einum brandaranum. Og þótt tónlist Hjaltalín sé kannski ekki mikið „fangelsisrokk“ þá kunnu vistmenn á Litla-Hrauni vel að meta fagmannlega popptónlist hljómsveitarnnar en plata Hjalta- lín, Terminal, var valin sú besta á árinu að mati gagnrýnenda Fréttablaðsins. - fgg Fóru á kostum á Litla-Hrauni ENGINN FANGELSISBLÚS Hjaltalín flutti lög af sinni nýjustu plötu sem var valin sú besta á þessu ári að mati gagnrýnenda. Á LITLA-HRAUNI Ari Eldjárn gaf fyrr á þessu ári út geisladisk með gamanmálum sínum og hér hlusta fangarnir á hvað hann hefur fram að færa. DÓRI Í STUÐI Dóri DNA fór mikinn á Litla- Hrauni og þótti standa sig með hreinum ágæt- um þegar hann flutti gamanmál fyrir fangana. FRRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.