Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 58
46 2. janúar 2010 LAUGARDAGUR Leikkonan Natalie Portman sagði í viðtali við þýskt tímarit að það væri henni nauðsynlegt að eiga stuðning foreldra sinna. Portman sagði að það væri vegna þeirra sem hún hefði styrk til að takast á við duttlunga Hollywood. „Fjölskylda mín og vinir hafa alltaf verið til staðar fyrir mig og það er mér mikilvægt því í Holly- wood skiptast á skin og skúrir. Einn dag- inn er verið að hrósa manni og næsta dag er verið að rífa þig niður. Það er mjög lýjandi fyrir mann,“ sagði Natalie. FJÖLSKYLDAN NAUÐSYNLEG Natalie Portman segir nauðsynlegt að hafa stuðning fjölskyldunnar. Megan Fox var kosin versta leik- kona ársins 2009 af notendum vefsíðunnar Moviefone, hún var einnig valin kynþokkafyllsta leik- konan. Það kemur líklega fáum á óvart að almenningur kaus kvik- myndina New Moon sem vinsæl- ustu mynd ársins, í öðru sæti var stórmyndin Avatar í leikstjórn James Cameron. Besta leikkona ársins var Sandra Bullock fyrir leik sinn í kvik- myndinni The Blinde Side og þótti George Clooney sýna góðan leik í kvikmyndinni Up in the Air. Hasarmyndin Transformers fékk fjölda tilnefninga og var valin bæði versta kvikmyndin og besta hasarmyndin. Það er því augljóst að skiptar skoðanir eru um hvað séu góðar myndir. Best og verst á árinu LÉLEG EN FALLEG Megan Fox var kosin versta leikkona ársins 2009. Erfitt í Hollywood Sparaðu á nýju ári! 580-0000 NÝTT SÍMANÚMER HJÁ A4 SKRIFSTOFU OG SKÓLA Af hverju að sækja þegar þú getur fengið sent? Smáratorgi + Kópavogi Dalsbraut 1 + Akureyri sala@a4.is + www.a4.is Endurunnin dufthylki eru allt að 50% ódýrari heldur en dufthylkin frá framleiðanda. 15% auka kynningarafsláttur í janúar. Hafðu samband við okkur í síma 580-0000 og athugaðu hvort við eigum endurunnið dufthylki í prentarann þinn. Verð frá 6.537 kr. HP 12A 17.990 kr. 6.537 kr. 15% AFSLÁTTUR Fjölnotapappír 499 kr.frá Bréfabindi 99 kr.frá Kvikmyndin Mamma Gógó eftir Friðrik Þór var frum- sýnd í gær en blásið var til sérstakrar hátíðarsýningar í Háskólabíói 30. desember þar sem margt var um manninn. Sex ár eru liðin síðan Friðrik Þór sendi frá sér leikna kvikmynd en hann leikstýrði síðast Sólskins- drengnum sem nú fer sigurför um heiminn og mun væntanlega taka þátt í Óskarsforvalinu 2011. Mynd- in segir frá Gógó sem reynir að ná áttum eftir að hafa verið greind með Alzheimer-sjúkdóminn. Kristbjörg Kjeld fer, að mati gagnrýnanda Fréttablaðsins, algjörlega á kostum í hlutverki Gógóar en gamlar klippur úr hinni sögulegu mynd Eriks Ball- ing, 79 af stöðinni, eru notaðar þar sem þau Kristbjörg og Gunnar Eyj- ólfsson léku einmitt aðalhlutverkin eins og í mynd Friðriks. Leikstjórinn kallaði á gamla samstarfsmenn til að gera þessa mynd; bak við tökuvélina er Ari Kristinsson, um tónlistina sér Hilmar Örn Hilmarson og leikmynd- ina gerir Árni Páll Jóhannsson. - fgg Mikið stuð á Mömmu Gógó Þau Friðrik Þór Friðriksson og Guðrún Edda Þórhannesdóttir eru fólkið á bak við Mömmu Gógó. Þau eru framleiðendur myndarinnar en Friðrik situr síðan auðvitað líka í leikstjórastólnum FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þau voru heldur betur kát, þau Dóra Einars (í miðjunni), myndlistarkonan Annabelle (t.h) og kvikmyndagerðarmaðurinn Philip Clemo. Leikstjórarnir Guðný Halldórsdóttir og Hrafn Gunnlaugsson voru meðal gesta í Háskólabíói en Hrafn tók son sinn með, hann Aron Daníel. Feðgarnir Guðmundur Andri og Thor Vilhjálmsson voru að sjálfsögðu á frumsýningu Mömmu Gógó ásamt Þórgunni Önnu Örnólfsdóttur. Systurnar Arnhildur Reynisdóttur og Elín Reynisdóttir létu sjá sig á hátíðarsýningunni. Birkir Kristinsson og Ragnhildur Gísladóttir láta sig ekki vanta þegar íslenskir menningarviðburðir eru annars vegar. Þeir voru tveir góðir saman, Jón Egill Bergþórsson og Ásgrímur Sverrisson, á frumsýningunni. Björn Karlsson brunamálastjóri og Rebekka Ragnarsdóttir voru meðal gesta í Háskólabíói.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.