Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 62
50 2. janúar 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is ÓTRÚLEG SAGA CASTER Hin átján ára gamla Caster Semenya fagnaði sigri í 800 metra hlaupi kvenna á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum í Berlín í ágúst síðast- liðnum. Skömmu fyrir hlaupið var henni tilkynnt að henni yrði gert að gangast undir kynjapróf. Niðurstöður þess hafa ekki verið formlega kynntar en því var lekið í fjöl- miðla að samkvæmt prófinu væri hún tvíkynja. Hún fékk þó að halda verðlaunum sínum en áhugi heimspressunnar á þessu ótrúlega máli verður væntanlega til þess að líf hennar verður aldrei samt og að hennar íþróttaferli sé nú lokið. NORDIC PHOTOS/AFP Íþróttaárið 2009 í máli og myndum Þó svo að hvorki Ólympíuleikar né stórmót í knattspyrnu fór fram á þessu ári kenndi ýmissa grasa í heimi íþróttanna á árinu sem er að líða. Hér verður stiklað á því helsta sem átti sér stað hér heima sem og ytra. DÝRASTI LEIKMAÐUR HEIMS Cristiano Ronaldo varð dýrasti knattspyrnumaður heims eftir að Real Madrid keypti hann frá Manchester United á 94 milljónir evra, um sautján milljarða króna. Eins og gefur að skilja var áhugi Madrídinga á portúgalska töframanninum gríðarmikill. NORDIC PHOTOS/GETTY SEXTUGA ÖSKUBUSKAN Hinn gamal- reyndi Bandaríkjamaður Tom Watson kom golfheiminum í opna skjöldu þegar hann var lengst af í forystu og komst svo í umspil á opna breska meistara- mótinu – 26 árum eftir að hann vann síðast stórmót á ferlinum. Hann varð þó að játa sig sigraðan fyrir Stewart Cink í umspilinu. NORDIC PHOTOS/GETTY HENRY Í HANDBOLTA Thierry Henry kom Frökkum á HM í Suður-Afríku með því að leggja upp mark fyrir William Gallas í framlengdum leik Frakka og Íra í umspili undankeppninnar í Evrópu. Henry lagði boltann fyrir sig með höndinni eins og sást bersýnilega í sjónvarpi en markið fékk að standa óhaggað. Írar bálreiddust en komast ekki á HM þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá úrslitum leiksins breytt. NORDIC PHOTOS/AFP KVADDI CIUDAD MEÐ STÆL Ólafur Stefánsson lék sjötta og síðasta tímabilið sitt með Ciudad Real á Spáni. Liðið varð spænskur meistari og vann Meistaradeildina annað árið í röð. Hér er Ólafur á háhesti eftir seinni úrslitaleik Meistaradeildarinnar á mói THW Kiel þar sem Ólafur spilaði frábærlega, skoraði 8 mörk og hjálpaði Ciudad að vinna upp 5 marka forskot þýska liðsins úr fyrri leiknum. MYND/NORDICPHOTOS/BONGARTS EINSTÖK ÞRENNA Eiður Smári Guðjohnsen varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að vinna Meistaradeild Evrópu og jafnframt sá fyrsti til að vinna þrennuna. Eiður Smári var í liði Barcelona sem vann spænska titilinn, spænska bikarinn og Meist- aradeild Evrópu. Eiður Smári sat á bekknum í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni og fékk ekki mikið að spreyta sig með liðinu. Hann var síðan seldur til franska liðsins Mónakó í haust þar sem hann hefur ekki fundið sig. Hér fylgjast Thierry Henry og Lionel Messi með Eiði með Meistaradeildarbikarinn. MYND/NORDICPHOTOS/AFP Fjölmargir leikir fara fram í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Íslendingaliðið Reading mætir Liverpool á heimavelli sínum klukkan 17.15 og má búast við því að þrír Íslendingar verði í eld- línunni: Ívar Ingimarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Brynjar Björn Gunnarsson. Sá fjórði, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, samdi við Reading í vikunni en fær ekki keppnisleyfi fyrr en eftir helgi. „Það er hið besta mál að fá Gunnar, hann mun vonandi reynast okkur góður liðsstyrkur og ná sér vel á strik,“ sagði Ívar við Fréttablaðið. „Okkur veitir alls ekki af því að skora fleiri mörk.“ Gengi Reading á leiktíðinni hefur verið langt undir væntingum. Liðið er í 20. sæti ensku B-deildarinnar, aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Ívar segir það því kærkomið að fá stórlið eins og Liverpool í heim- sókn í bikarkeppninni. „Það verður örugglega fullur völlur, mikil stemning og eftirvænting hjá stuðningsmönnum. Það vilja allir sjá leikmenn eins og Gerrard og Torres og verður líka gaman fyrir leikmenn að fá að spreyta sig gegn þeim,“ segir Ívar. „Við höfum átt nokkuð erfitt í deildinni og vonandi brýtur það aðeins mynstrið að fá núna stóran bikarleik og vonandi getum við notað hann til að gefa okkur klapp á bakið fyrir síðari hluta tímabilsins.“ Ívar segir þó að liðið eigi ekki meira skilið en liðið hefur fengið hingað til á tímabilinu. „Ekki eins og staðan er núna. Við höfum nú spilað 23 leiki og það er ekki alltaf hægt að vera óheppinn. Hluti af fótbolta er að nýta færin sín og það höfum við ekki gert vel. Við erum í þeirri stöðu sem við erum og það er engin tilviljun. Hins vegar er ég sannfærður um að við munum fara hratt upp stigatöfluna ef við förum að spila saman sem lið og gera færri einstaklingsmistök.“ Liverpool hefur ekki heldur þótt standa undir væntingum en þykir þó talsvert sigurstranglegri aðilinn í leiknum. „En það er sama hver andstæð- ingurinn er – mér finnst aldrei gaman að skíttapa leikjum. Við munum leggja okkur alla fram í leiknum og vonandi dugar það til að ná góðum úrslitum.“ ÍVAR INGIMARSSON: READING MÆTIR LIVERPOOL Í ENSKU BIKARKEPPNINNI Í DAG Vonandi tækifæri til að gefa okkur klapp á bakið > Heiðar á óskalista Newcastle Enskir fjölmiðlar fullyrtu í fyrrakvöld að enska B-deild- arfélagið Newcastle hefði áhuga á að fá landsliðs- manninn Heiðar Helguson í sínar raðir en hann hefur verið á láni hjá Watford frá QPR. Bæði þessi lið leika í ensku B-deildinni. Lánssamningur Heiðars er útrunninn og mun hann því ekki spila með Watford gegn Chelsea í ensku bikarkeppninni á morgun. Fram kemur í The Daily Mail að forráðamenn Newcastle hafi boðið 1,25 milljónir punda í Jermaine Beckford hjá Leeds en þar sem því tilboði hafi verið hafnað muni þeir næst snúa sér að Heiðari. KÖRFUBOLTI Helena Sverrisdóttir var einu stigi frá því að jafna per- sónulega stigametið sitt með TCU þegar hún skoraði 26 stig í 66-61 útisigri á Houston í bandaríska háskólaboltanum á gamlárskvöld. Helena hitti úr þremur af fimm þriggja stiga skotum sínum og tók sex fráköst í leiknum. TCU- liðið vann þarna sinn fjórða leik í röð og hefur alls unnuð 9 af 12 leikjum sínum á tímabilinu. Helenu vantar nú ekki nema 15 stig til að verða ellefti leikmaður- inn í sögu TCU til að skora þús- und stig og þá er hún aðeins sex stoðsendingum frá því að gefa stoðsendingu númer 300. Næsti leikur TCU er á móti Texas A&M Corpus Christi á laugardaginn. - óój Helena Sverrisdóttir hjá TCU: Að nálgast þús- undasta stigið 985 STIG Helena Sverrisdóttir er bara 15 stigum frá 1000 stigum fyrir TCU. MYND/AP FÓTBOLTI Haukur Páll Sigurðsson er genginn í raðir Vals en hann gerði tveggja ára samning við félagið á gamlársdag. Haukur er 22 ára gamall og er uppalinn Þróttari. Hann hefur leikið þar alla sína tíð en var í láni hjá norska liðinu Alta IF í haust. Hann skoraði sex mörk í fimmtán deildarleikjum með Þrótti í sumar og á alls að baki 83 leiki með liðinu á ferlinum. Haukur á einnig að baki sex leiki með yngri landsliðum Íslands. - esá Haukur Páll Sigurðsson: Samdi við Val KOMINN TIL VALS Haukur Páll Sigurðs- son í leik með Þrótti sumarið 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.