Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 02.01.2010, Blaðsíða 64
52 2. janúar 2010 LAUGARDAGUR TÍU TITLA MAÐUR Phil Jackson varð fyrsti þjálfarinn í sögu NBA-deildarinnar til að vinna tíu meistaratitla á ferlinum er LA Lakers vann Orlando Magic í úrslitum NBA-deildarinnar í vor. Jackson vann sex titla með Chicago Bulls á síðasta áratug og hefur unnið fjóra með Lakers á þessum. Þar að auki vann hann tvo titla sem leikmaður með New York Knicks. NORDIC PHOTOS/GETTY RÓS Í HNAPPAGATIÐ Jenson Button fagnaði sigri á afar sérstöku keppnis- tímabili í Formúlu-1. „Korteri“ fyrir mót var keppnislið Brawn GP myndað úr rústum Hondu-liðsins sem hætti við þátttöku. Button fagnaði sigri í flokki ökuþóra og lið hans, Brawn GP, í flokki bílasmiða. NORDIC PHOTOS/GETTY VERÐUR BETRI MEÐ ALDRINUM Ryan Giggs átti ótrúlegt ár. Hann varð leikja- hæsti leikmaður í sögu Manchester United, var valinn leikmaður ársins af samtökum leikmanna og íþrótta- maður ársins í Bretlandi. Hann er eini maðurinn sem hefur skorað á öllum keppnistímabilum ensku úrvalsdeild- arinnar frá upphafi og skoraði sitt 100. úrvalsdeildarmark á ferlinum í leik gegn Portsmouth í nóvember. Enginn hefur unnið ensku úrvalsdeildina oftar, en hann varð meistari með United í ellefta sinn í vor. NORDIC PHOTOS/GETTY FALL RISANS Þegar fréttir bárust af því að Tiger Woods hafi lent í bílslysi fyrir utan heimili sitt seint í nóvember höfðu flestir áhyggjur af heilsufari hans enda gáfu fyrstu fregnir til kynna að hann væri alvarlega slasaður. Það átti eftir að breytast fljótt og atburðurinn tengdur við frétt slúðurblaðsins National Enquirer um meint framhjáhald hans við Rachel Uchitel. Á næstu vikum kom í ljós að Tiger hafði ítrekað haldið framhjá eiginkonu sinni, hinni sænsku Elin Nordegren, með fjölda kvenna. Hann tilkynnti ótímabundið frí sitt frá golfi, margir styrktaraðilar yfirgáfu hann og hjónaskilnaður blasir við. Í nánast einni svipan var flekklaus ímynd Tigers Woods í molum. NORDIC PHOTOS/AFP MARADONA AFTUR Í SVIÐSLJÓSINU Hinn skrautlegi Diego Maradona var mikið í fréttum á árinu en hann þótti afar umdeildur í starfi sínu sem landsliðsþjálfari Argentínu. Liðið hikstaði mjög undir hans stjórn og skreið liðið inn á HM eftir sigur á Úrúgvæ í undankeppninni í Suður-Ameríku. Eftir leik- inn úthúðaði hann öllum þeim sem höfðu gagnrýnt hann og gekk hann svo langt að hann var dæmdur í tveggja mánaða bann í kjölfarið fyrir ósæmilega hegðun. NORDIC PHOTOS/GETTY GAF Í BOTN Ólíkt því sem gerðist á Ólympíuleikunum í Peking gaf jamaíski spretthlauparinn Usain Bolt ekkert eftir á lokakaflanum í 100 metra hlaupi sínu á HM í Berlín í ágúst. Enda stórbætti hann eigið heimsmet í greininni er hann kom í mark á 9,58 sekúndum. Hann endurtók svo leikinn í 200 metra hlaupi er hann hljóp vegalengdina á 19,19 sekúndum. Bolt virðist einfaldlega ómennskur. NORDIC PHOTOS/AFP MEISTARADROTTININGIN Florentina Stanciu var lykilmaður í Íslandsmeistara- liði Stjörnunnar og hefur unnið titilinn síðustu fjögur ár, fyrst með ÍBV (2006) og svo með Stjörnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SIGURGLEÐIN ENGU LÍK Jón Arnór Stefánsson varð Íslands- meistari með KR í vor, spilaði skömmu seinna með Benetton í úrslitakeppninni á Ítalíu og fór síðan til Spánar í haust. Jón Arnór meiddist fyrir tímabilið en sýndi mikinn dugnað og sneri til baka tveimur mánuðum á undan áætlun. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL AFTUR Á TOPPINN Haukakonur urðu Íslandsmeistarar í kvennakörfunni í þriðja sinn á fjórum árum eftir sigur á bikarmeisturum KR í frábærum oddaleik um titilinn. Hér fagna Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Kristrún Sigurjónsdóttir og Helena Hólm titlinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FJÓRÐA ÁRIÐ Í RÖÐ Valskonur unnu tvöfalt í kvennafótbolt- anum og fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum fjórða árið í röð. Laufey Ólafsdóttir (til vinstri) tók fram skóna á miðju sumri eftir tæplega fjögurra ára fjarveru og átti mikinn þátt í að liðið vann langþráðan bikarsigur. Rakel Logadóttir (til hægri) átti einnig flott tímabil með Val. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÓTRÚLEGUR ENDASPRETTUR Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum varð Íslandsmeistari í golfi í fyrsta sinn og 37 árum eftir að faðir hans, Loftur Ólafsson, vann titilinn 1972. Ólafur Björn átti frá- bæran endasprett þegar hann vann upp fimm högga forskot Stefáns Stefánsson- ar á síðustu sex holunum. Hér fagnar Ólafur einu af mögnuðum púttum sínum á lokaholunum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL MEISTARAR Á NÝ Arnar Péturson, fyrirliði Hauka, sést hér með Íslandsmeistarabikarinn sem karlalið Hauka vann annað árið í röð. Arnar kvaddi Haukaliðið sem meistari. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SÖGULEG ÞJÁLFARABYRJUN Í EFSTU DEILD Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið að Íslandsmeisturum annað árið í röð og hefur þar með fyrstur þjálfara gert lið að Íslandsmeisturum á tveim- ur fyrstu árum sínum sem þjálfari í meistaraflokki. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SKEMMTILEGASTA STUÐNINGSLIÐIÐ Á EM Íslenska kvennalandsliðið tók þátt í EM í Finnlandi og þrátt fyrir að liðið hafi ekki unnið leik í Finnlandi þá settu íslensku stuðningsmennirnir stóran svip á stúkuna á mót- inu. Hér fer Íris Björk Eysteinsdóttir, eiginkona þjálfarans, fyrir íslensku stuðningsmönnunum en Ísland fékk seinna sérstök háttvísiverðlaun fyrir fyrirmyndar framkomu á Evrópumótinu. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.