Fréttablaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 8
8 4. janúar 2010 MÁNUDAGUR FÆKKUN FERÐA Básaskersbryggju | 900 Vestmannaeyjar | Sími 481 2800 | Fax 481 2991 | www.eimskip.is | www.herjolfur.is Að ósk Vegagerðarinnar verður ferðum Herjólfs fækkað um tvær í viku frá og með 13. janúar og út apríl 2010. Því verður aðeins ein ferð á laugardögum og miðvikudögum á þessu tímabili. Seinni ferðin á þessum dögum verður felld niður og því aðeins siglt kl. 8.15 frá Vestmannaeyjum og 12.00 frá Þorlákshöfn. Athugið að breytingin tekur gildi miðvikudaginn 13. janúar. Nánar um siglingaáætlun á herjolfur.is 1. Hvaða plata var valin plata síðasta árs af dómnefnd Frétta- blaðsins? 2. Hvað heitir grínhópurinn sem heimsótti Litla-Hraun? 3. Hvað heitir leikstjóri Ára- mótskaupsins? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 BRETLAND Lífi breska rithöfundar- ins Sue Townsend var bjargað fyrr á þessu ári þegar í hana var grætt nýra úr elsta syni hennar. Townsend greindi frá aðgerðinni nú skömmu fyrir áramótin til að styðja starf- semi bresku nýrnasamtakanna og vekja athygli á sárum skorti á líf- færum til ígræðslu. Townsend bendir á að í Bretlandi einu bíði nú um tíu þúsund manns eftir nýrnaígræðslu, en þar af deyi þrír á degi hverjum. Af þeim 1.500 sem fengu grætt í sig nýra þar í landi í fyrra fékk þriðjungurinn líf- færið frá ættingja. Sue Townsend varð heimsfræg snemma á níunda áratug síðustu aldar fyrir Dagbókina hans Dadda, (The Secret Diary of Adrian Mole), en af henni spannst átta bóka röð um Dadda þar sem honum var fylgt fram á fullorðinsár. Frú Townsend er nú 63 ára og gantast með að hún hafi þrjú nýru. „Þótt sonur minn tali nú enn um nýrað sitt,“ segir hún í viðtali við dagblaðið Leicest- er Mercury í Bretlandi. Aðgerðin gekk ekki áfallalaust hjá Townsend, því nýrað starfaði ekki í fyrstu, var tekið úr og sett í aftur. Hún var því átta tíma á skurðarborðinu. Sykursýki varð til þess að hennar eigin nýru hættu að virka. „Fjölskylda mín kom saman, án samráðs við mig, og ákvað hver ætti að gefa nýra,“ sagði Townsend við dagblaðið Independent. - óká SUE TOWNSEND Rithöfundurinn góðkunni var heiðraður af samtökum fatlaðra í Bretlandi í haust. Hún hefur verið lögblind í fimm ár og er bundin við hjólastól. MYND/ABILITY MEDIA Sue Townsend, höfundur Dagbókar Dadda, vekur athygli á líffæraskorti: Nýra frá syni bjargar höfundi SJÁVARÚTVEGUR Aflabrögð hjá tog- araflota HB Granda voru með miklum ágætum í fyrra. Alls nam afli togaranna tæplega 47.700 tonnum og aflaverðmætið var rúmir 9,3 milljarðar króna. Til samanburðar má nefna að aflinn nú er lítið eitt meiri en á árinu 2008 er hann var 47.160 tonn. Aflaverðmætið hefur hins vegar aukist um tæpa 2,2 millj- arða í krónum talið eða um 30,7 prósent á milli ára. HB Grandi gerir út fimm frystitogara og þrjá ísfisktog- ara til veiða. Afli frystitog- aranna nam samtals tæplega 31.900 tonnum og aflaverðmæti þeirra var tæpir 7,5 milljarðar króna á árinu. Ísfisktogararnir voru með samtals 15.800 tonna afla að verðmæti 1,9 milljarðar króna. - shá Verðmæti um tíu milljarðar: Góð aflabrögð hjá HB Granda GRANDASKIP Vel aflaðist hjá Örfirisey RE og Þerney RE. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÖGREGLUMÁL Ásýnd miðborgar Reykjavíkur minnir meira á svína- stíu en stræti og torg manna eftir helgargleðskapinn. Þetta segir lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu, sem hvetur fólk til betri umgengni um borgina. „Sérhvern morgun um helgar sópa hópar hreingerningamanna upp drasl eftir fullorðið fólk sem átt hefur leið um miðborg Reykja- víkur. Hvarvetna eru brotnar flöskur og glös, tómar bjórdósir, pappa- og blaðarusl, ælur og hland í bland,“ segir lögreglan og biður þetta sama fólk að bæta um betur, losa sig við ruslið í þar til gerðar fötur, nýta útisalerni og reyna í alla staði að ganga þannig um að til fyrirmyndar geti talist. Þá eru veitingamenn og dyraverðir minnt- ir á að gestum er óheimilt að bera áfengi, til dæmis í glösum og flösk- um, út af veitingastöðunum. Benda má á að brothljóði, þegar glös lenda í veggjum og gangstéttum, fylgir mikið ónæði fyrir nálæga íbúa. Lögregla bendir á notkun plastglasa utan dyra. Almenn notk- un þeirra myndi án efa koma í veg fyrir alvarlega áverka á allmörg- um gestum miðborgarinnar, sem sumir hverjir hafa hlotið alvarlega andlitsáverka þegar þungum gler- bjórglösum hefur verið kastað að þeim. - jss Lögregla hvetur fólk til að ganga betur um: Segir miðborgina vera eins og svínastíu SUNNUDAGSMORGUNN Þannig leit miðborgin út sunnudagsmorgun einn fyrir skömmu. SKÁK Hinn nítján ára gamli Norð- maður, Magnus Carlsen, er stiga- hæsti skákmaður heims. Enginn svo ungur hefur náð efsta sæt- inu í skáksögunni. Nýr stiga listi Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, var gefinn út um áramót. Þar er Carlsen efstur með 2810 stig. Næstur er Búlgarinn Veselin Topalov, sem var í efsta sæti, með 2805 stig og heimsmeistarinn Viswanathan Anand með 2790 stig en þeir heyja heimsmeistaraein- vígi í apríl. Aðeins fimm hafa náð 2.800 stigum, Garrí Kasparov náði hæst allra með 2851 stig, en hann er hættur þátttöku í mótum og stig hans því ekki í gildi. - pal Stigalisti FIDE: Magnus Carl- sen stigahæstur JEMEN, AP Sendiráðum Bandaríkj- anna og Bretlands í Jemen hefur verið lokað af öryggisástæðum. Bandaríkjastjórn segist hafa haft veður af áformum Al Kaída um að gera árás á Bandaríkjamenn í landinu, hugsanlega á sendi- ráðið. „Við ætlum okkur ekki að taka neina áhættu,“ segir John Brenn- an, yfirmaður hryðjuverkavarna Hvíta hússins í Washington. Eftir að nígerískur maður, sem talinn er hafa hlotið hryðjuverka- þjálfun í búðum Al Kaída í Jemen, gerði tilraun til að sprengja upp bandaríska farþegaþotu á jóla- dag hafa bæði bresk og bandarísk stjórnvöld hert öryggisráðstafan- ir og hvatt ríkisborgara sína þar í landi til að hafa varann á. Bæði ríkin hafa einnig aukið verulega fjárstuðning við stjórn- ina í Jemen, sem á að nota til þess að efla hryðjuverkavarnir lögregl- unnar í landinu. Í tilkynningu frá Bandaríkja- mönnum segir ekkert um það hve sendiráðið verður lokað lengi. Bretar hafa ekki ákveðið hvenær sendiráð þeirra verður opnað aftur, en það gæti orðið strax í dag. Á árinu 2008 voru tvisvar gerð- ar árásir á sendiráð Bandaríkj- anna í höfuðborginni Sana. Banda- ríkjamönnum er einnig í fersku minni árás á bandaríska herskip- ið USS Cole í Jemen árið 2000. Osama bin Laden, leiðtogi Al Kaída, er ættaður frá Jemen. Samtökin virðast hafa verið að færa sig upp á skaftið undanfar- ið, þótt margt hafi verið óljóst um skipulag þeirra og starfsemi árum saman. Í Jemen hafa samtökin komið sér upp bækistöðvum. Landið er fátækt og fjöllótt og stjórnvöld hafa lítið eftirlit utan höfuðborg- arinnar. Fyrir ári tilkynntu samtök- in um stofnun nýrrar deildar á Arabíuskaga, sem skipuð er með- limum þeirra frá Jemen og Sádi- Arabíu. Leiðtogi þeirrar deildar er Naser Abdel Karim al-Wahishi, Jemenbúi sem áður var nákominn Osama bin Laden. Tveir Sádi-Arabar eru einnig háttsettir í Jemendeild Al Kaída, þeir Sahid al-Shihri og Ibrahim Suleiman al-Rubaish, en báðir voru þeir í haldi Bandaríkjahers í Guantanamo-búðunum á Kúbu þangað til þeir voru látnir lausir, annar árið 2006 en hinn 2007. gudsteinn@frettabladid.is Sendiráðum lokað í Jemen Bandaríkjastjórn býst við árásum frá Al Kaída í Jemen þar sem samtökin hafa verið í uppbyggingu. Bretar og Bandaríkjamenn hafa lokað sendiráðum sínum þar og aukið stuðning sinn við þarlend stjórnvöld. LEIÐTOGAR AL KAÍDA Í JEMEN Abu Hurayrah Qasim al-Reemi, Said al-Shihri, Naser Abdel Karim al-Wahishi og Abu al-Hareth Muhammad al-Oufi. Þeir al-Shihri og al- Oufi voru báðir í haldi Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TUNGUMÁLASKÓLINN Í SANA Nígeríu- maðurinn Umar Farouk Abdulmutallab, sem gerði tilraun til að sprengja upp bandaríska farþegaflugvél á jóladag, lagði stund á arabískunám í þessum skóla í höfuðborg Jemens. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.