Fréttablaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Hann er kíminn og lætur blaða- mann hafa fyrir því að draga það upp úr honum. „Þetta er þýsk hönnun,“ segir Július Brjáns- son leikari og glottir spurður um uppáhaldshlutinn í eldhúsinu sínu. Þetta afbrigði af Frúnni í Hamborg heldur áfram, jafnvel þótt leikreglurnar séu ekki alveg skýrar. „Þetta er svart á litinn,“ segir hann drjúgur með sig. „Það er til fullt af þessum í kompum landsmanna en það er samt ekk- ert þeirra eins flott og mitt,“ segir leikarinn og blaðamaður stendur á gati og játar sig sigraðan. „Þetta er Soda Stream,“ segir Júlíus og hlær. Og blaðamaður hlær með. „Það er nokkuð langt síðan ég hætti að drekka gosdrykki og nú drekk ég bara vatn, réttara sagt kolsýrt vatn úr Soda Stream-tæk- inu mínu, sem mér finnst algjör snilld.“ Og ertu búin að eiga það lengi? „Nei, nei, ég fékk það nú bara í jólagjöf en ég ætla að nota það lengi. Ég hafði nú bara ekki kynnst þessu áður, nema náttúr- lega þegar tískuæðið gekk hér yfir fyrir um tuttugu árum eða svo. Þá ætlaði ég sko ekki að fá mér svona Soda Stream. Ég hafði megnustu fyrirlitningu á þeim sem keyptu slíkt tæki þá, fannst þeir bæði smáborgaralegir og hallærisleg- ir. En nú sé ég vitaskuld að það er ekkert nema skynsemi að eiga svona tæki, þetta er náttúrlega mjög heilsusamlegt. Svona hef ég þroskast á tuttugu árum,“ segir hann grafalvarlegur. „Og veistu hvað, maður getur sett alls konar bragðefni út í vatnið, ég hef nú ekki prófað það enn þá en ég ætla að gera það. Nú býð ég gestum bara upp á vatn úr svörtu, straum- línulaga, flottu þýsku hönnun- inni minni, sem svo smellpassar inn í eldhúsið. Ég er meira að að segja að hugsa um að stofna félag um Stream-ið, við myndum hitt- ast einu sinni í mánuði og liggja í vatninu − það væri ægilegt stuð,“ segir Júlíus sem er dálítið reið- ur sjálfum sér fyrir að hafa ekki gefið Soda Streaminu tækifærinu fyrr en nú. „Ég vil hér með biðja þá fjölmörgu Soda Stream-eig- endur sem ég hef talað illa um í gegnum tíðina innilega afsökun- ar. Ég skil þá núna, þetta er tær snilld,“ segir Júlíus Brjánsson og fær sér sopa af tæru, íslensku vatni, kolsýrðu úr þýsku hönnun- inni. unnur@frettabladid.is Straumlínulaga hönnun sem gefur kolsýrt vatn Júlíus Brjánsson fékk nýlega að gjöf tæki sem gefur vatni gosbólur og er nú uppáhaldið hans í eldhús- inu. Lengi vel var hann hatrammur andstæðingur þeirra og kallaði eigendur þeirra smáborgara. Júlíus er nú eldheitur aðdáandi Soda Stream-tækisins sem börnin gáfu honum í jólagjöf og liggur nú í vatninu. FRÉTTABLAIÐ/VALLI ENDURNÝIÐ UPPÞVOTTABURSTANN Tveir hlutir eru oft í hræði- legu ásigkomulagi í eldhúsum fólks en það eru uppþvottahanskarnir og uppþvottaburstinn. Þeir fá yfir sig alls kyns skít og drullu en alltof sjaldan er hugað að því að þrífa þá almennilega eða veita þeim sómasamlega bless- un og dauðdaga og kaupa nýtt sett. Um áramót er gott að huga að þessu. Elín Sigurðardóttir Rope Yoga Meistarakennari Íþróttafræðingur Rope Yoga • elin.is • Bæjarhrauni 2 Hfj. • Sími: 696 4419 Við bjóðum upp á átta byrjendanámskeið, eitt lyftingarnámskeið og ástundunartímarnir verða áfram eins og áður. Rope Yoga Námskeið hefjast 4. janúar TA I CH I Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 Fyrst og fremst í heilsudýnum TÍU ÞÚSUND KRÓNUR PENINGABAN KI ÍSLANDS SAMKVÆMT S VEFN & HEILS U JANÚAR 2005 E20052006 E20052006 TTT 10.000 kr. vöruúttekt fylgir hverju heilsurúmi Ein besta heilsudýna í heimi 3 mán. vaxtalausar greiðslur Opið virkadaga frá 10.00-18.00 lau 12.00-16.00 sun 13.00-17.00 20% afsláttur af öllum fylgihlutum nema sængum, svefnsófum og iRobot Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.