Fréttablaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 30
22 4. janúar 2010 MÁNUDAGUR folk@frettabladid.is Áramótahelgin fór að mestu í að rifja upp það markverð- asta sem gerðist á árinu. En það eru alltaf einhverjir hlutir sem fólk gleymir og Fréttablaðið rifjar upp allt hitt sem gerðist á árinu og gefur því þýðingu. Allt hitt sem gerðist á gamla árinu > VERST KLÆDD Ofurfyrirsætan Kate Moss lenti efst á lista PETA-samtak- anna yfir verst klæddu konur ársins. Moss hlaut þennan vafa- sama heiður vegna þess hve oft hún sést í pels, en PETA-samtök- in berjast gegn misnotkun dýra og eru mjög mótfallin því að fólk klæðist pelsum. Gunnlaug Þorvaldsdóttir samdi tónlist- ina fyrir stuttmyndina A‘mare sem var meðal annars sýnd á Sundance-kvik- myndahátíðinni í janúar síðastliðinn. Myndin er í leikstjórn Martina Amati og fjallar um tvo drengi sem fara á haf út og ætla sér að veiða „þann stóra“. Aðspurð segir Gunnlaug spennandi að stuttmyndin hafi verið sýnd á Sundance. „Það er auðvitað æðislegt að mynd- in hafi verið sýnd á svona stórri kvik- myndahátíð, en verðlaunin fyrir mér voru þau að leikstjórinn var svo ánægð- ur með vinnu mína að hún bað mig um að semja tónlistina fyrir næstu tvær myndir sínar. Þá hlýtur maður að vera að gera eitthvað rétt,“ segir Gunnlaug. Gunnlaug hefur verið búsett í Róm síðan 2006 þar sem hún starfar sem tón- listarkona og nemur söng hjá japönsku söngkonunni Michiko Hirayama. Gunnlaug segir skemmtilegt að semja tónlist fyrir kvikmyndir enda fylgi því ákveðið frelsi. „Þetta er eitthvað sem ég hefði áhuga á að gera meira af í framtíð- inni. Það er alltaf gaman að prófa eitt- hvað nýtt og þegar maður semur kvik- myndatónlist þá þarf maður að setja sig í öðruvísi stellingar en þegar maður semur til dæmis fyrir sjálfan sig. Þegar ég samdi tónlistina fyrir A‘mare hafði ég ekki séð myndina sjálfa heldur bara lesið handritið og þannig fékk ég tilfinn- ingu fyrir andrúmslofti myndarinnar,“ útskýrir hún. Gunnlaug er um þessar mundir að vinna að handriti fyrir heimildarmynd, en myndin mun fjalla um ævi söngkenn- ara hennar, Michiko Hirayama. „Ég er eiginlega rétt að byrja að skrifa handrit- ið. Hirayama er 86 ára í dag og er sann- kallaður brautryðjandi í nútímasöng, enda hefur hún alltaf farið eigin leiðir,“ segir Gunnlaug að lokum. -sm Kvikmyndatónlist fylgir frelsi SEMUR AF TILFINNINGU Gunnlaug Þorvalds- dóttir samdi tónlistina fyrir stuttmynd sem sýnd var á Sundance. Hér er hún ásamt leikstjóra og framleiðanda myndarinnar. Jóhanna ársins: Jóhanna Guðrún Orð ársins: Úrræði Hlekkir ársins: Myntkörfulán Ísland ársins: Dúbaí Gamla Ísland ársins: Nýja Ísland Biðröð ársins: Hjá McDonalds Ásláttarleikari ársins: Ásta R. Jóhannesdóttir Týnda borg ársins: Skjald- borgin Safnarar ársins: Stýrivaxtakokk- arnir Forseti ársins: Vig- dís Finnbogadóttir Nefnd ársins: Mæðrastyrks- nefnd Tískumiðstöð ársins: Kolaportið Framkvæmda mað- ur ársins: Brjálaði maðurinn á gröf- unni á Álftanesi Sundlaug ársins: Þessi á Álftanesi Málari ársins: Skapofsi 15 mínútna frægð ársins: Sú sem vann Idol – hvað sem hún hét nú aftur Tískutengd matvæli ársins: Skinkur Drykkur ársins: Það sem Sigmundur Ernir drakk Gos ársins: Diet-kókið hans Jóns Ásgeirs Krydd ársins: Piparúði Fljótt skipast veður í lofti- ársins: Siggi Stormur Tærasta snilld ársins: Icesave Djammari ársins: Fjármála- stjóri KSÍ Töfraljómi ársins: Icelandic Fashion Week Fyrirsagnasmiður ársins: Ellý Ármanns - myndir Rithöfundur ársins: Gillz Íslandsvinur ársins: Ess- asa Sue Hetja ársins: Fjölnir Þor- geirsson Gel ársins: The Silver handbolta- kappanna Sundskýla ársins: Sú sem Ragnar Kjartansson málaði látlaust í Feneyjum Aðstoð ársins: Styrktartónleikar D.A.D. á Nasa Engill ársins: Annþór Karls- son Kombakk ársins: Gylfi Ægis- son Píslarvottur ársins: Bubbi Morthens Kórfélagi ársins: Friðrik Ómar Dulmálssérfræðingur árins: Björn Jörundur Friðbjörnsson Úthald ársins: Borgarahreyf- ingin Afmáun árins: Frjálslyndi flokk- urinn Kjósandi ársins: Sú sem kúkaði Dýr ársins: Gerviöndin og uppstoppaði ísbjörninn í Mogganum Chuck Norris ársins: Eva Joly Davíð ársins: David Lynch Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.