Fréttablaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 04.01.2010, Blaðsíða 38
30 4. janúar 2010 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ SEGIR MAMMA? „Það eru engin jól í íslamska lýð- veldinu Jemen! Ekki frekar en eid- hátíðir á Íslandi. Aðfangadagur var eins og hver annar fimmtudagur,“ segir ljósmyndarinn Egill Bjarna- son. Egill, sem er sonur bóksalans Bjarna Harðarsonar frá Selfossi, hefur verið á ferðalagi um Mið- Austurlönd frá því október. Hann er nú staddur í Egyptalandi, en eyddi aðfangadegi í þorpinu Man- akka í Jemen. „Um miðjan dag ætlaði ég í fjallgöngu með myndavélina en lenti í brúðkaupsveislu. Ég ætl- aði að hringja heim á Selfoss og óska familíunni gleðilegra jóla en það mistókst vegna þess að hann Achmed sem rekur símaþjónust- una í bænum mætti ekki til vinnu. Ástæðurnar voru líklegast ekki kristilegar,“ segir Egill. „Í brúð- kaupinu var mér færður hellingur af khat, plöntu sem Jemenar jórtra daginn út og daginn inn. Plant- an hefur sljógandi áhrif og dreg- ur mjög úr matarlyst. Ég borðaði því ekkert það sem eftir var dags. Khat var jólamaturinn ár!“ Hversu sterk eru áhrif khat? „Álíka mikil og af hundasúrum. Maður verður að jórtra á þessu í að minnsta kosti fjóra klukkutíma til þess að verða smá hífaður.“ Egill segir að Jemenar séu mjög gestrisið fólk og líti á gesti sem gjöf frá Guði. „Ég átti leið fram hjá brúðkaupsveislunni og staldr- aði við þegar ég sá hóp manna stíga þjóðdansa með hnífa á lofti,“ segir hann. „Áður en ég vissi af var búið að draga mig inn í danshringinn – með vígalegan rýting í hendi.“ Egill er búinn að vera á ferð- inni frá því í október þegar hann flaug til Eþíópíu. Þar dvaldi hann í mánuð áður en hann hélt til Sómal- ílands. „Mér mistókst að húkka far með báti frá Sómalílandi yfir til Jemen og varð því að splæsa í 20 mínútna flug yfir Adenflóa sem skilur að Afríku og Arabíu,“ segir Egill. Frekari ævintýri eru fyrir- huguð. „Á annan í jólum flaug ég til Egyptalands á stefnumót við vinkonu frá New York. Nýársfögn- uðurinn var því á bökkum Nílar. Á næstunni sigli ég svo yfir til Súdan, ef mér tekst að fá vegabréfsárit- un.“ atlifannar@frettabladid.is EGILL BJARNASON: KHAT VAR JÓLAMATURINN Í ÁR JÓL Í JEMEN OG ÁRAMÓT Á BÖKKUM NÍLARFLJÓTS ÆVINTÝRI EGILS Í FJARLÆGUM LÖNDUM Egill Bjarnason er búinn að vera á ferðalagi um Mið-Austurlönd frá því í október. Þá flaug hann til Eþíópíu. Þar dvaldi hann í mánuð áður en hann hélt til Sómalílands. Hann er nú staddur í Egyptalandi og eyddi aðfangadegi í Jemen og fagnaði ára- mótunum á bökkum Nílar. Baldvin Kári Sveinbjörnsson, hefur fengið handritsstyrk frá Kvikmyndasjóði Íslands vegna kvikmyndar í fullri lengd sem ber heitið Davíð. „Þetta er eiginlega uppvaxtarsaga fimmtán ára ungl- ingsstráks sem heitir Davíð og er að takast á við kynhneigð sína,“ segir Baldvin Kári, sem steig sín fyrstu spor í kvikmyndagerð í sjónvarpsþáttunum Hjartslátt- ur á Skjá einum. Núna stundar hann nám í leikstjórn og handrita- gerð í Columbia-háskólanum í New York. Þar hefur hann lokið þrem- ur árum og býst við að klára tvö til viðbótar. „Þetta hefur gengið vel. Fyrstu tvö árin var ég í mjög stífu prógrammi með mikilli vinnu en núna hefur maður meiri frjálsan tíma í að vinna sjálfstætt að verk- efnum.“ Baldvin er að vonum ánægður með handritsstyrkinn en tekur fram að óvíst sé hvenær mynd- in líti dagsins ljós. „Ég sótti um í sumar og fékk fréttirnar í haust eftir að ég var kominn út. Það er bara frábært að það skuli vera til svona styrkjakerfi sem getur stutt við bakið á kvikmyndagerð- arfólki.“ Spurður hvort foreldrar hans, kvikmyndagerðarfólkið Svein- björn I. Baldvinssonar og Jóna Finnsdóttur, hafi ekki gefið honum góð ráð í gegnum tíðina segir hann þau vera hans helsta hvatningarlið. „Það er gott að eiga hauk í horni í þeim.“ - fb Handritsstyrkur vegna Davíðs BALDVIN KÁRI SVEINBJÖRNSSON Baldvin Kári er mjög ánægður með handritsstyrk- inn sem hann fékk fyrir myndina Davíð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÁRÉTT 2. jurt, 6. í röð, 8. í viðbót, 9. mæli- eining, 11. gelt, 12. skipshöfn, 14. yfir- stéttar, 16. umhverfis, 17. hrygning, 18. andmæli, 20. mun, 21. tigna. LÓÐRÉTT 1. glansa, 3. guð, 4. brá, 5. skjön, 7. spámaður, 10. gat á steðja, 13. iðn, 15. högg, 16. dvelja, 19. gangþófi. LAUSN „Þetta er samið til hans. Maður er svo rómant- ískur,“ segir söngkonan Kolbrún Eva Viktors- dóttir sem tekur þátt í Eurovison í fyrsta sinn 9. janúar. Lagið sem hún syngur nefnist You Are The One, eða Þú ert sá eini rétti, og fjallar um eiginmann hennar og lagahöfundinn Harald Gunnar Ásmundsson. Saman mynda þau hljóm- sveitina Myst sem gaf út sína fyrstu plötu fyrir fjórum árum. Að sögn Kolbrúnar Evu ætluðu þau hjónin ekki að taka þátt í Eurovision en skjótt skipast veður í lofti. „Eitt kvöldið byrjaði maðurinn að spila og leika sér eitthvað á meðan ég lagði mig. Svo kom ég niður og heyrði þvílíkt flott lag,“ segir hún. „Þá var hann búinn að semja lagið. Þannig að ég henti bara inn texta og söng það inn um nóttina. Svo brunaði hann í bæinn seinasta skiladag- inn með fjörutíu stiga hita og birtist skjálfandi með lagið. Það var alveg ótrúlega gaman þegar við fengum símhringinu um að við hefðum verið valin.“ Hinn margreyndi poppari Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson útsetti lagið fyrir þau og bætti við Eurovision-kryddinu sem til þurfti. „Það er búið að vera gaman að vinna með honum og maður er alltaf að heyra eitthvað nýtt og nýtt í laginu,“ segir Kolbrún. Hún hlakkar að sjálfsögðu mikið til undanúr- slitakvöldsins sem verður í beinni útsendingu Sjónvarpsins. „Ég er rosalega spennt en maður er að reyna að gera sig ekki stressaðan. Maður er vanur að koma fram á tónleikum og þess háttar en aldrei neinu svona. Það þarf aðeins að læra á þetta.“ - fb Ástaróður til eiginmannsins EUROVISION-HJÓN Hjónin Kolbrún Eva Viktorsdóttir og Haraldur Gunnar Ásmundsson taka þátt í Eurovision 9. janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÁRÉTT: 2. gras, 6. lm, 8. auk, 9. júl, 11. gá, 12. áhöfn, 14. aðals, 16. um, 17. got, 18. nei, 20. ku, 21. aðla. LÓÐRÉTT: 1. gljá, 3. ra, 4. augnlok, 5. ská, 7. múhameð, 10. löð, 13. fag, 15. stuð, 16. una, 19. il. „Ég hef fylgst náið með honum á þessari leið sem hann valdi sér og er mjög stolt af honum. Það er ótrúlegt hvað Vaktar-þættirn- ar hafa slegið í gegn og orðið til að gleðja okkur í þessu árferði. Ekki veitir af. Hann hefur verið gleðigjafi frá fæðingu, en oft vissi maður ekki af honum því það fór svo lítið fyrir honum.“ Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir kennari er mamma Pétur Jóhanns Sigfússonar. Auglýsingasími – Mest lesið Bjarnfreðarson, kvikmynd Ragnars Bragasonar, stefnir hraðbyr að meti Mýrarinnar, stór- myndar Baltas- ars Kormáks. Samkvæmt tölfræð- inni hefur aðsóknin á Bjarnfreðarson fyrstu dagana verið betri en á Mýrina og kvikmyndaspekúlantar velta því nú fyrir sér hvort það sé raunhæfur möguleiki á að Bjarnfreðarson nái að brjóta hundrað þúsund gesta múrinn. Frá því að skipu- lagðar mælingar hófust hefur engin íslensk mynd náð því marki en aðsóknin á Mýrina og Engla alheimsins er í algjörum sérflokki, þær báðar náðu yfir áttatíu þúsund gestum. Áramótaskaup Gunnars Björns Guðmunds- sonar virðist hafa farið vel ofan í þjóðina og fáir hafa séð nokkra annmarka á því. Svanhildur Hólm, framkvæmdastjóri þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, var mjög hrifin ef marka má Facebook- síðu hennar og undir það taka merkismennirnir og húmoristarnir Hallgrímur Helgason og Ingólfur Margeirsson. Þorfinnur Ómarsson, fjölmiðlamaður með meiru, lýsir því síðan yfir að hann hafi horft á Skaupið í gegnum Netið í Panama. Og kvikmyndin Hurt Locker bætir á sig blómum reglulega, hún var tilnefnd til þriggja Golden Globe- verðlauna og þykir ansi líkleg þegar kemur að Óskarnum. Karl Júlíusson hannaði leikmyndina en hann breytti Amman í Bagdad fyrir tökurnar. Leikstjóri myndarinnar er síðan Kathryn Bigalow en hún gerði einmitt K-19 með Ingvari E. Sigurðssyni og framleiðandi þeirrar myndar var Sigurjón Sighvats- son. Jeremy Renner leikur síðan aðalhlutverkið í Hurt Locker en hann lék einmitt aðalhlutverkið í A Little Trip to Heaven sem Baltasar Kormákur leikstýrði. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Terminal með Hjaltalín. 2 Mið-Ísland. 3 Gunnar Björn Guðmundsson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.