Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Fréttablaðið er með 143% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað, höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára. Könnun Capacent í ágúst 2009 – október 2009. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 71,4% 29,3% MIÐVIKUDAGUR 6. janúar 2010 — 4. tölublað — 10. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 HUGARFAR hefur mikil áhrif á líðan námsmanna og árangur. Mikilvægt er að tileinka sér jákvætt hugarfar gagnvart námsgreinum, kennurum, skólanum og sjálfum sér. Námsgreinar geta verið fólki miserfiðar. Þá er gott að taka strax á vandanum og leita leiða til bætts árangurs en forðast hugsanir um að efnið sé óskiljanlegt. „Þetta var ótrúlega skemmtileg ferð og ég sé ekki eftir að hafa tekið mér hana á hendur. Það getur verið mjög skemmtilegt að stinga niður fæti þar sem ferðamannaiðnaðurinn er lítið áberandi og ég mæli sérstak-lega með því,“ segir Lúðvík Kalmar Víðisson sem starfar sem teiknari, eða senior concept artist upp á eng-ilsaxnesku, hjá tölvuleikjafyrirtæk-inu CCP. Lúðvík ferðaðist um stór-an hluta Ítalíu ásamt þremur visínum s ákveðna staði fyrir ákveðinn tíma og svo framvegis, en að öðru leyti var þetta nokkuð laust í reipunum. Ef við kunnum vel við okkur á ein-hverjum stað þá áttum við til að ílengjast þar.“Í Toskaníu tók hópurinn hús á leigu hjá hjónum sem ráku býflugna-bú, og segir Lúðvík þá viku sem eytt var þar hafa verið einn af hápunktum ferðalagsin V Hann segist hafa mætt mikl-um almennilegheitum í samskipt-um sínum við íbúa þeirra mörgu litlu þorpa sem heimsótt voru. „Ég man til dæmis eftir lítilli kjörbúð sem við fórum nokkrum sinnum í, en þar var okkur varla hleypt inn fyrr en starfsfólkið hafði gengiðúr skugga um að við h fðið l Óendanlegir grænir dalir Lúðvík Kalmar Víðisson, teiknari hjá CCP, fór í mánaðarlangt ferðalag um Ítalíu fyrir tveimur árum ásamt vinum sínum. Þeir eyddu meðal annars viku í Toskaníu í góðu yfirlæti hjá býflugnabóndahjónum. Lúðvík Kalmar segist hafa mætt miklum almennilegheitum á Ítalíu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÚÐVÍK KALMAR VÍÐISSON Tjáði sig með handa- bendingum á Ítalíu • á ferðinni • nám Í MIÐJU BLAÐSINS Stoltur af öllum titlunum Björgvin Björgvinsson hefur verið kjörinn íþróttamaður Dal- víkurbyggðar í tíunda sinn. TÍMAMÓT 16 AUÐUR JÓNSDÓTTIR Danir elska og hata Tryggðarpant Politiken reif bókina í sig FÓLK 26 EMILÍANA TORRINI Slær í gegn hjá Áströlum Semur nýtt efni með Lay Low FÓLK 26 G-bletturinn er til Ekki er einhugur um breska rann- sókn á G-blett- inum. FÓLK 20 Sjónvarpsleysi kemur ekki að sök Þorsteinn Bergsson stendur sig vel með Fljótsdalshéraði í Útsvari. FÓLK 26 DREGUR ÚR FROSTI Í dag verður frekar hæg vestlæg eða norðvest- læg átt. Víða bjart suðaustan- og austanlands en annars skýjað, slydda með köflum SV-til en él norðvestantil. VEÐUR 4 2 -1 -3 -6 -1 STJÓRNMÁL „Ég hef ekki orðið var við neitt sérstakt,“ sagði Stefán Jóhann Stef- ánsson, upp- lýsingafulltrúi Seðlabank- ans, spurður í gær um gjald- eyrisviðskipti eftir að forseti Íslands kynnti synjun sína í Icesave-málinu. Þá sagði Stef- án að ekki yrði gefið upp að sinni hvort Seðlabankinn hafi gripið inn í markaðinn með sölu gjald- eyris. Litlar breytingar urðu á gengi krónunnar í gær. - gar Gjaldeyrisviðskipti í gær: Venjulegt segir Seðlabankinn STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að ákvörð- un forsetans um að synja Ice save- lögunum staðfestingar færi upp- byggingu efnahagskerfisins á byrjunarreit á ný. Hún bendir á að lánshæfiseinkunn ríkisins hafi lækkað í gær og teikn séu á lofti um að ákvörðunin geti haft áhrif á vaxtalækkunarferlið, efnahagsáætl- un stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins, gengisþróunina, skulda- tryggingaálagið og lánveitingar frá Norðurlöndunum. Í yfirlýsingu sinni í gær sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti það einlæga von sína að niðurstað- an leiddi til varanlegrar sáttar og farsældar fyrir Íslendinga um leið og hún legði grunn að góðri sambúð við allar þjóðir. Kvað hann skoðana- kannanir, undirskriftir og áskoran- ir frá þingmönnum meðal annars hafa haft áhrif á ákvörðunina. Þá sagði hann þjóðaratkvæðagreiðslu forsendu farsællar lausnar, sátta og endurreisnar. Stjórnmálamenn í Bretlandi og Hollandi voru harðorðir í garð Íslendinga þegar ákvörðun forset- ans var ljós. Nokkrir ráðherrar funduðu í gærkvöldi með forystumönnum atvinnulífs og vinnumarkaðar. Var farið yfir stöðuna og áhrif synjun- ar forseta á stöðugleikasáttmálann metin. Sem sakir standa telja menn sáttmálann standa. Þá funduðu formenn stjórnar- flokkanna með forystufólki stjórn- arandstöðunnar. Ríkisstjórnin bauðst til að kalla þing saman á föstudag, en frumvarp um þjóðar- atkvæðagreiðslu er tilbúið. Ekki er enn ljóst hvort af því verður. Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra er harðorður í garð forset- ans. „Ég tel þetta kolranga ákvörð- un hjá forsetanum og held að hún byggi á mjög rangri greiningu á mögulegum efnhagslegum afleið- ingum. Þetta er hins vegar partur af stjórnarskránni, hann hefur rétt til að gera þetta og í þessari stöðu er ekki annað fyrir okkur að gera en að reyna að vinna úr málinu.“ Það verði í fyrsta lagi gert með því að hefja þegar í stað undirbún- ing þjóðaratkvæðagreiðslu og í öðru lagi með því að beita öllu atgervi Íslands til að lágmarka skaðann. „Viðbrögðin erlendis hafa verið mun harkalegri en ég átti von á, en við þurfum að gera allt sem hægt er til að sjá til þess að samningar sem við höfum gert, eins og samningar um Norðurlandalán og efnahagsáætl- unina með Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um, haldi. Það er lykilatriði til að ákvörðun forsetans rústi ekki það traust sem þjóðin og ríkisstjórnin höfðu í sameiningu verið að byggja. Nú mun í alvöru reyna á vináttu og bræðraþel Norðurlandaþjóða.“ - bþs, kóp / sjá síður 4, 6, 8 og 10 Óvissa og uppnám eftir synjun forseta Fyrstu efnahagslegu og utanríkispólitísku áhrif synjunar forsetans á Icesave-lög- unum eru neikvæð. Lánshæfismat í ruslflokki. Óljóst um næstu skref. Ráðherrar harðorðir. Forseti segir þjóðaratkvæðagreiðslu forsendu farsællar lausnar. STEFÁN JÓHANN STEFÁNSSON ÓLÍK SJÓNARMIÐ Ólafur Ragnar Grímsson forseti upplýsti um synjun sína á staðfestingu Icesave-laganna á Bessastöðum í gærmorgun. Rúmri klukkustund síðar lét ríkisstjórn- in hörð viðbrögð sín í ljós. Forsetinn kvaðst vonast til að synjunin leiddi til varanlegra sátta og farsældar fyrir Íslendinga um leið og hún legði grunn að góðri sambúð við allar þjóðir. Ríkisstjórnin lýsti vonbrigðum með ákvörðunina og óttaðist að hún kynni að setja endurreisn Íslands í uppnám. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N STJÓRNMÁL Misskilnings hefur gætt hjá fjölmörgum erlend- um fjölmiðlum sem fjölluðu um ákvörðun forsetans. Þeir full- yrtu hver á fætur öðrum að með synjuninni væri Ísland að neita að greiða skuldir vegna Icesave- reikninganna. Ríkisstjórnin gaf út yfirlýsingu í kjölfar ákvörð- unarinnar þar sem hið rétta var útskýrt. Þá var nóg að gera hjá breska almannatengslafyrirtæk- inu Financial Dynamics, sem starfar fyrir ríkisstjórnina, við að koma málstað Íslands á fram- færi. - kóp Erlendir fjölmiðlar oftúlka: Segja þjóðina neita að borga Fullt hús tvö ár í röð Ólafur Stefánsson var kosinn Íþróttamaður ársins annað árið í röð og í fjórða sinn á ferlinum. ÍÞRÓTTIR 22

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.