Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 2
2 6. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR Ágústa, hefur Reyksíminn ver- ið rauðglóandi öll árin? „Já, það rýkur yfirleitt úr honum.“ Reyksíminn, símaþjónusta fyrir þá sem vilja hætta að reykja, er orðinn tíu ára gamall. Ágústa Tryggvadóttir hefur starfað hjá Reyksímanum frá árinu 2002. Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Hrogn og Lifur Glæný Línuýsa úr Jökuldýpi HROGN OG LIFUR Glæný Línuýsa úr Jökuldýpi LÖGREGLUMÁL Brasilíski gæsluvarð- haldsfanginn Hosmany Ramos hót- aði fangaverði lífláti um hádegis- bilið í gær þegar verið var að færa hann fyrir dómara, til framleng- ingar á gæsluvarðhaldi hans, sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðs- ins. Áður hafði honum tekist að útbúa á laun oddhvasst stungu- vopn, sem hann hótaði fangaflutn- ingamanninum með. „Ég get staðfest að gæsluvarð- haldsfanginn Hosmany Ramos gerði tilraun til stroks frá flutn- ingsmönnum Fangelsismála- stofnunar vopnaður heimatilbúnu eggvopni,“ segir Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, spurður um atvikið. Að sögn Páls var Ramos handjárnaður í fanga- flutningabílnum. Hann var með grisju á öðrum úlnliðnum vegna meintra meiðsla þar. Grisjan varð til þess að honum tókst að losa annað handjárnið fram af hend- inni. Leiðin lá frá Hegningarhúsinu að Héraðsdómi Reykjavíkur. Þegar bíllinn var stöðvaður og dyr hans opnaðar rauk Ramos út úr honum og burt. Flutningsmennirnir hlupu á eftir honum og lögreglubíl sem var á næstu grösum var beygt í veg fyrir hann. Þegar annar flutn- ingsmannanna hugðist taka Ramos sneri hann sér að honum og hótaði honum lífláti með eggvopninu. Hann var engu síður handsamað- ur af flutningsmönnunum tveimur og lögreglumanninum, innan við mínútu frá flóttatilrauninni. „Svo virðist sem strokið hafi verið þaulskipulagt og eggvopn það sem hann beitti vandlega gert,“ segir Páll enn fremur. „Við búum við sífellt harðari heim brotamanna og þessi rækilega undirbúna strokt- ilraun er enn ein birtingarmynd slíks. Ég er þó afar ánægður með fangaverði og lögreglumann sem handsömuðu fangann nánast sam- stundis.“ Ekki liggur fyrir hvort Ramos hafi átt sér vitorðsmenn en málið er til rannsóknar hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu. Hosmany, sem er á sjötugsaldri, hefur tvívegis hlotið þunga dóma í Brasilíu. Árið 1998 var hann dæmd- ur í 24 ára fangelsi fyrir rán, mann- rán og mótþróa við handtöku. Á Þor- láksmessu í fyrra fékk Hosmany leyfi til að vera heima yfir jólin en sneri ekki aftur til afplánunar. Skömmu síðar var gefin út hand- tökuskipun á hendur honum. Það var síðan 9. ágúst sem hann var handtekinn á Keflavíkur- flugvelli þegar hann framvísaði vegabréfi bróður síns. Síðan þá hefur hann setið í gæsluvarðhaldi. Dómsmálaráðuneytið hefur fallist á framsalsbeiðni brasilískra yfir- valda varðandi hann. jss@frettabladid.is Hótaði fangaverði lífláti í stroktilraun Brasilíski gæsluvarðhaldsfanginn Hosmany Ramos hótaði fangaverði lífláti með eggvopni í gær. Ramos reyndi að strjúka frá tveimur fangaflutningamönn- um sem voru á leið með hann fyrir dómara til framlengingar á gæsluvarðhaldi. AFGANISTAN, AP Sjálfsvígsárás- armaður, sem varð í árslok átta manns að bana í bækistöðvum bandarísku leyniþjónustunnar CIA í Afganistan, var í þjálfun hjá leyniþjónustunni til gagnnjósna- starfa. Hann hafði sagst hafa upplýsing- ar um Ayman al-Zawahri, næst- ráðanda Osama bin Laden hjá Al Kaída-samtökunum. Bandaríska leyniþjónustan gerði sér vonir um að hann gæti gengið í Al Kaída á fölskum forsendum, en sent Bandaríkjamönnum upplýsingar. Fréttastofan AP hefur þetta eftir ónafngreindum heimildarmönnum innan CIA. - gb Árásarmaður í Afganistan: Starfaði fyrir Bandaríkin LÍK FRÁ AFGANISTAN Bandarískir her- menn flytja félaga sinn heim. SALÓMONSEYJAR, AP Um þúsund manns á Salómonseyjum í vest- anverðu Kyrrahafi misstu heimili sitt þegar harður jarðskjálfti varð skammt frá eyjunum á mánudag. Aurskriður og öflug flóðbylgja, sem varð allt að þriggja metra há, eyðilögðu um 200 hús á eyjunni Rendova, en þar búa um 3.600 manns. Engin meiðsl virðast hafa orðið á mönnum. Skjálftinn mældist 7,2 stig. Fyrir tæpum tveimur árum varð þar skjálfti, sem mældist 8,1 stig og kostaði meira en 50 manns lífið. - gb Hamfarir á Salómonseyjum: Þúsund manns heimilislausir DÓMSMÁL Tveir karlmenn, 29 og 35 ára, hafa verið ákærðir fyrir húsbrot, rán, eignaspjöll og til- raun til fjárkúgunar. Mönnunum er gefið að sök að hafa ruðst inn á heimili manns í Reykjanesbæ í febrúar, ráðist á hann og meðal annars spark- að í höfuð hans. Þeir hafi síðan þvingað manninn upp í bíl og annar þeirra setið við hlið hans vopnaður hnífi og hótað honum stórfelldum líkamsmeiðingum ef hann greiddi þeim ekki skuld. Þá segir í ákærunni að þeir hafi hringt í fósturföður fórnarlambs síns og hótað honum að gengið yrði frá fóstursyni hans ef hann sæi ekki til þess að skuldin yrði greidd. Annar maðurinn er Mikael Már Pálsson. Mikael Már hlaut árið 2006 fjögurra ára fangelsisdóm fyrir að hafa sent þrjá tvítuga menn utan til að smygla til lands- ins hálfu kílói af kókaíni, og að hafa sjálfur smyglað til landsins fjórum kílóum af amfetamíni. Mikael er jafnframt ákærður fyrir að hafa ekið bílnum undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Félagi hans er ákærður fyrir að hafa haft 29 grömm af amfetam- íni í fórum sínum þegar hann var handtekinn, sem hann reyndi að losa sig við út um gluggann svo lítið bæri á. Ákæran verður þingfest í Hér- aðsdómi Reykjaness á föstudag. - sh Tveir menn sakaðir um að hafa barið mann, numið hann á brott og hótað: Ákærðir fyrir að ræna mann REYKJANESBÆR Mennirnir ruddust inn til þess þriðja og beittu hann ofbeldi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HOSMANY RAMOS Gæsluvarðhald var framlengt enn einu sinni yfir brasilíska lýtalækninum Ramos í gær. Hann hefur ætíð áfrýjað gæsluvarðhaldsúrskurðinum til Hæstaréttar, án árangurs. BANDARÍKIN Fólk sem smitað er af HIV eða alnæmi getur ferðast til Bandaríkjanna eftir að bann sem staðið hafði í 22 ár var fellt úr gildi á mánudag. Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að bann- ið hafi rímað illa við áform lands- ins um að vera í forystu í barátt- unni við HIV og alnæmi. Bannið var sett í lok níunda áratugar síðustu aldar, þegar mikill ótti var við heimsfarald- ur sjúkdómsins, að því er fram kemur í frétt BBC. Bandarík- in fylltu þar flokk tólf ríkja með sambærilegar reglur, þar á meðal Líbíu og Sádi-Arabíu. Bandarísk stjórnvöld búa sig nú undir að halda stóra ráðstefnu um alnæmi árið 2012. - bj Umdeilt bann fellt úr gildi: HIV-smitaðir velkomnir Sækja jólatrén Víkingar hafa blásið til allsherjarsöfn- unar á áhrifasvæði sínu í Fossvogi og Smáíbúðahverfi. Safna á farsím- um, dósum og rafhlöðum og einnig bylgjupappa og plasti. Jólatrén verða hirt gegn eitt þúsund króna gjaldi. FÉLAGSSTARF SAMGÖNGUR Farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 16,7 prósent milli síðasta árs og ársins 2008. Alls fóru tæplega 1,7 milljónir ferðamanna um völl- inn á nýliðnu ári, um 4.500 á dag, samanborið við um 5.500 árið áður, samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu. Fækkun var alla mánuði árs- ins að desember undanskildum, þegar farþegafjöldinn hélst hér um bil í stað milli ára. Ekki liggja fyrir upplýsingar um skiptingu farþega hjá Ferðamálastofu eftir þjóðerni enn sem komið er. - bj Færri fara um flugvöllinn: Fækkar um 17% milli ára SPURNING DAGSINS VINNUMARKAÐUR Tilkynnt var um fimm hópuppagnir til Vinnumála- stofnunar í desember þar sem sagt var upp 167 manns. Um er að ræða fyrirtæki í fiskvinnslu, iðn- aði, verslun, flut ningastarfsemi og upplýsinga- og útgáfustarfsemi. Ástæður uppsagnanna eru verk- efnaskortur, hráefnisskortur, greiðslustöðvun og endurskipu- lagning og rekstrarerfiðleikar. Nokkrir hafa fengið ráðningu hjá fyrirtækjum sem tóku yfir verk- efni og stefnt er að endurráðning- um í stöku tilvikum. Alls bárust Vinnumálastofnun tilkynningar um uppsagnir 1.789 manns í hóp- uppsögnum á árinu 2009. - shá Ótryggur vinnumarkaður: Yfir fimmtíu hópuppsagnir LÖGREGLUMÁL Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna samskipta sinna við þrjár ungar stúlkur sem hann komst í kynni við á Face- book er grunaður um að hafa haldið einni þeirra nauðugri á heimili sínu yfir nótt og nauðgað henni ítrekað. Jafnframt er hann grunaður um að hafa haft samræði við hinar tvær. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hafa þrjár kærur borist á hendur manninum, sem er tut- tugu og tveggja ára. Stúlkurnar voru þrettán, fjórtán og sextán ára. Elsta stúlkan kærði manninn fyrir að hafa haldið sér nauðugri á heimili hans í byrjun desember og nauðgað sér. Grunur leikur á að hann hafi haft uppi síendurtekið afar ofbeldisfullt athæfi gagnvart stúlkunni um nóttina. Hún fór á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis í kjölfarið, þar sem hlúð var að henni. Hún var með töluverða áverka eftir ofbeldisverk á höfði, í andliti og víðs vegar um líkamann. Aðstandendur hinna stúlknanna hafa kært manninn fyrir að hafa haft mök við stúlkur undir lög- aldri. Málin eru öll til rannsókn- ar hjá lögreglu höfuðborgarsvæð- isins. Búist er við kröfu um fram- lengingu varðhalds yfir honum í dag. - jss TÖLVUBÚNAÐUR Lögregla rannsakar meðal annars tölvubúnað mannsins, sem grunur leikur á að innihaldi meðal annars barnaklám. Situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa tælt þrjár ungar stúlkur á Facebook: Kærður fyrir að svipta stúlku frelsi og nauðga henni ítrekað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.