Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 4
4 6. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 7° -7° 0° 2° -3° -3° -2° -2° 22° 1° 12° 4° 12° -16° -2° 15° -3° Á MORGUN 3-10 m/s Hvassast NV-til. FÖSTUDAGUR Fremur hægur vindur um allt land. 2 2 -1 0 -3 -1 -6 2 -1 4 -8 7 9 4 4 4 6 5 4 5 10 4 2 0 -4 -7 -3 4 1 0 -3 -1 KULDAKAST Í RÉNUN Hlýrra loft læðist upp að S- og SV-strönd- inni og þar hlýnar lítillega næstu daga. Áfram eru þó horfur á tölu- verðu frosti inn til landsins. Nokkuð bjart verður SA-og A-lands á næstunni en þungbúnara vestantil og úr- koma með köfl um. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður GENGIÐ 05.01.210 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 233,0576 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,48 125,08 199,29 200,25 179,46 180,46 24,112 24,254 21,826 21,954 17,582 17,686 1,3533 1,3613 195,08 196,24 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Forseti Íslands synjar staðfestingu Icesave-laga Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, lítur á ákvörðun forseta sem áfellisdóm yfir störf- um sínum. „Mér finnst sorglegt að það þurfi að láta þjóð- ina velja um að borga með einni greiðsluaðferð eða annarri. Það á hvort eð er að borga á sömu vöxtum og greiða allt upp að fullu. Ég mat það þannig að þessi nýi samningur væri keimlík- ur hinum fyrri en það er mér svo sem að meinalausu að lög nr. 96 gildi ef þau geta haldið. En það má ekki gleyma því að það voru fleiri við þetta borð en íslenska ríkið.“ Guðbjartur segist almennt hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslum en telur þetta tiltekna mál ekki henta til slíkrar meðferðar. - bþs Formaður fjárlaganefndar: Áfellisdómur GUÐBJARTUR HANNESSON Lánshæfiseinkunn Íslands er komin í ruslflokk sam- kvæmt mati sem breska matsfyrirtækið Fitch Rat- ings gaf út síðdegis í gær í kjölfar þess að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, neitaði að stað- festa lög frá Alþingi vegna Icesave-saminga við Breta og Hollendinga. Paul Rawkins hjá Fitch í London segir ákvörðun forseta Íslands skapa nýja bylgju af óvissu í stjórn- málum, fjármálum og efnahagsmálum Íslendinga. „Hún táknar einnig mikinn afturkipp í viðleitni Íslands til að endurreisa eðlileg fjármálasamskipti við umheiminn,“ segir Rawkins í frétt frá Fitch. Bandaríska matsfyrirtækið Standard & Poor ś lækkaði hins vegar ekki lánshæfismat sitt en metur nú horfurnar á Íslandi neikvæðar í staðinn fyrir stöðugar eins og hafði verið gert frá því Alþingi sam- þykkti Icesave-lögin fyrir áramót. Mat fyrirtæksins á lánshæfi Íslands gæti þó lækkað um einn eða tvo punkta innan mánaðar. Búast mætti við seinkun á fjárhagsaðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild Háskól- ans í Reykjavík, segir að meta verði ákvörðun Fitch í ljósi aðstæðna. „Hér hefur allur aðgangur að erlend- um lánamörkuðum verið lokaður í tvö ár. Aðstaða okkar á þeim tíma er aðstaða þess sem er í ruslflokki og við höfum ekki getað fengið lán nema á mjög óhagstæðum kjörum. Þessi ákvörðun Fitch núna breytir engu um þá staðreynd þótt hún sé í sjálfu sér ekki fallin til að bæta stöðuna,“ segir Ólafur. Þá segir Ólafur ekki úr vegi að nefna að Fitch rekur starfsemi sína í London. „Það er Breti sem talar fyrir fyrirtækið og kannski skýrir það hversu fljótt það er til og er á undan amerísku matsfyrir- tækjunum. Það er mikilvægt að sannfæra matsfyr- irtæki og aðra slíka aðila um að ákvörðun forset- ans felur ekki í sér vanefnd af neinu tagi á erlendum skuldbindingum af hálfu Íslendinga,“ segir hann. Rawkins segir að efnahagsleg og eignaleg staða Íslands sé svo bágborin að lánshæfi ríkisins nái ekki máli sem fjárfestingarkostur. Fitch hafi ætíð sagt lausn Icesave-deilunnar, með tvíhliða samkomu- lagi við Breta og Hollendinga, vera forsendu þess að endurreisa lánshæfi Íslands. Óvissa um lán AGS og önnur lán til Íslands hafi nú verið endurvakin. Þess utan trufli þetta enn frekar áætlun um afnám gjald- eyrishafta og hefði sömuleiðis slæm áhrif á viðleitni til að skapa trúverðugt gengi á íslensku krónunni á frjálsum markaði. „Þetta neikvæða útlit heldur áfram að endurspegla viðvarandi óvissu um lausn Icesave-deilunnar, mögu- leikana á meiri einangrun Íslands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og hættuna á því að núverandi áætlun um efnahagslegan stöðugleika og endurreisn muni kollsteypast,“ segir í mati Fitch Ratings. gar@frettabladid.is Ísland í ruslflokk og í einangrun Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra segir að ákvörðun for- setans hafi sett marga þætti efna- hagslífsins í uppnám. „Við erum aftur komin í björgunarstarf sem við töldum að við hefðum lokið að mestu og við héldum að við gætum farið að einbeita okkur að upp- byggingunni. Nú sjáum við við- brögð alþjóðasamfélagsins; láns- hæfismatið er komið í ruslflokk, vaxtalækkunarferlinu er stefnt í óvissu, áætlun Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins og gengisþróuninni er stefnt í óvissu, þetta hefur áhrif á skuldatryggingaálagið og við vitum ekki nema þetta geti haft áhrif á frestun lána frá Norður- löndunum. Þannig að það er ýmis- legt í húfi og nú erum við að fara yfir stöðuna og sjá hvernig hægt verður að bjarga því sem bjargað verður,“ sagði Jóhanna í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. Hún ræddi ekki við forsetann í gær en þau töluðust við í síma að kvöldi mánudagsins. „Hann ætl- aði að láta mig vita áður en hann kynnti sína ákvörðun en ég fékk ekki niðurstöðu frá honum fyrr en eftir klukkan ellefu, eftir að hann var búinn að kynna sína ákvörðun.“ Hún segist hafa gert forsetanum fullkomna grein fyrir mati sínu og fjármálaráðherra á því hvaða áhrif það hefði ef hann synjaði lögunum staðfesting- ar. Hann hafi einnig haft undir höndum gögn, unnin af sérfræð- ingum í stjórnarráðinu, yfirfarin af Seðlabankanum. „Hann hafði mat okkar á þessari stöðu; hvað gæti gerst í framhaldinu og því miður höfum við á síðustu mínút- um og klukkustundum séð það allt verða að veruleika. En við vonum að það sé hægt að lágmarka þenn- an skaða eins og kostur er.“ Spurð hvort hún sé staðráðin í að halda áfram störfum segir Jóhanna ekki annað í kortunum núna. „Við þurfum ekki á stjórn- arkreppu að halda í augnablik- inu.“ Hún vill ekki svara að svo stöddu hvort ríkisstjórnin fari frá verði lögunum hafnað í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Hún vill heldur ekki svara hvort hún telji að með ákvörðun sinni hafi forsetinn veikt ríkisstjórnina. „Ég vil ekki tjá mig um það. Forsetinn hefur þennan rétt, ég dreg hann ekki í efa og við verð- um bara að vinna úr þeirri stöðu sem hann hefur sett okkur í.“ bjorn@frettabladid.is Aftur komin í björgunarstarf Forsætisráðherra segir marga þætti efnahagslífsins í uppnámi. Forsetanum hafi verið kunnugt um mögu- leg áhrif synjunar. Forsetinn stóð ekki við að láta forsætisráðherra vita fyrirfram um niðurstöðu sína. FUNDUR MEÐ AÐILUM VINNUMARKAÐARINS Forystumenn ríkisstjórnarinnar gerðu fulltrúum þeirra sem komu að stöðugleikasáttmálanum grein fyrir mati sínu á stöðu mála á fundi í Ráðherrabústaðnum í gærkvöld. Á BESSASTÖÐUM Í GÆR Synjun forseta Íslands á lögum um Icesave skapar að sögn matsfyrirtækisins Fitch mikla óvissu um framtíð mála á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Samkomulag um Icesave er ekki skilyrði fyrir því að áætlun Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins hér á landi gangi eftir, svo framar- lega sem áætlunin sé fjár- mögnuð með full- nægjandi hætti. Þetta kemur fram í yfirlýs- ingu frá Mark Flanagan, sendifulltrúa sjóðsins fyrir Ísland, sem send var fjölmiðlum í gær- kvöldi. Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn mun meta stöðuna með íslenskum stjórnvöldum í kjölfar ákvörðunar forseta Íslands og hafa samráð með þeim löndum sem ásamt sjóðnum fjármagna áætlun hans hér á landi, samkvæmt yfirlýsingunni. Áfram verði unnið að því að koma Íslandi út úr þeim vanda sem það sé komið í. - bj Yfirlýsing AGS vegna Icesave: Samkomulag ekki skilyrði Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra og Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra voru ekki upplýst um ákvörðun forset- ans um synjun Icesave-laga fyrr en blaðamannafundur forsetans var hafin á Bessastöðum. Bréf frá forsetanum bárust ráðherrun- um þegar klukkan var um fimm mínútur gengin í tólf þar sem þau sátu og fylgdust með blaðamanna- fundinum í sjónvarpi í stjórnar- ráðinu þar sem hlé hafði verið gert á ríkisstjórnarfundi. Samkvæmt svari frá forseta- embættinu var yfirlýsing forset- ans send frá Bessastöðum til ráð- herranna tveggja um leið og hún var tilbúin upp úr klukkan tíu í gærmorgun. Óútskýrt er hvers vegna bréfin bárust svo seint til ráðherranna. - gar Ráðherrar óánægðir: Synjunin kom án viðvörunar MARK FLANAGAN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.