Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 6
6 6. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR Forseti Íslands synjar staðfestingu Icesave-laga NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI Helstu námsgreinar: » Frumkvöðlar og framtíðarsýn (6) » Stofnun fyrirtækja (6) » Hagnýt markaðsfræði (42) » Excel við áætlanagerð (24) » Fjármálastjórnun og framlegð (30) » Hagnýtur bókhaldsskilningur (12) » Gerð viðskiptaáætlunnar (48) FRUMKVÖÐLA OG REKSTRARNÁM 68 stundir - Verð: 198.000.- Kvöldnámskeið 9. feb. - 25. maí. Morgunnámskeið 9. feb. - 25. maí. Hagnýtt og hnitmiðað nám, bæði fyrir þá sem vilja styrkja eigin rekstur og þá sem vilja stofna til eigin reksturs með því að finna hugmyndum sínum eða hugmyndum annara frjóan farveg. Upplýsingar og skráning: 544 4500 / www.ntv.is Námið miðar að því að kenna gerð viðskiptaáætlanna, hvernig hægt er að greina á milli arðbærra og óarðbærra hugmynda, hvenær borgar sig að fara af stað og hvenær borgar sig að sitja heima. Það er alger- lega óásættan- legt ætli íslensk stjórnvöld ekki að standa við skuldbinding- ar sínar, segir talsmaður hol- lenska fjármála- ráðuneytisins, spurður um við- brögð við synjun forsetans á Icesa- ve-lögunum. Haft var eftir Wouter Bos, fjár- málaráðherra Hollands, í vefút- gáfu dagblaðsins de Volkskrant að nú sé ljóst að augljóst sé að ekki sé hægt að reiða sig á Ísland. Hollend- ingar ættu í framhaldinu að koma því á framfæri við önnur Evrópu- sambandslönd að mögulega væri rétt að endurskoða aðild Íslands að Evrópska efnahagssamningnum. Ákvörðun forsetans veldur stjórnvöldum miklum vonbrigð- um, og í framhaldinu verður rætt við íslensk stjórnvöld um framhald málsins, segir talsmaður hol- lenska fjármála- ráðuneytisins. Í sama streng tók talsmað- ur breska fjár- málaráðuneyt- isins. Þarlend stjórnvöld ætla einnig að vera í sambandi við íslensk stjórnvöld áður en ákveðið verður hvernig brugðist verður við. Áfram verði unnið með hollenskum stjórnvöld- um og innan Evrópusambandsins að lausn málsins. Engin viðbrögð bárust frá Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, í gær. Þingkosningar eru fyrirhugaðar bæði í Bretlandi og Hollandi á árinu. Kosningabar- áttan er þegar hafin í Bretlandi fyrir kosningar í vor, en reikn- að er með kosningum í haust eða snemma næsta vetur í Hollandi. - bj Viðbrögð Breta og Hollendinga við synjun forseta: Segir augljóst að ekki sé hægt að reiða sig á Ísland ALISTAIR DARLINGWOUTER BOS Lögum frá í desember um ríkis- ábyrgð vegna Ice save-samninga við Breta og Hollendinga var vísað til þjóðarinnar með ákvörð- un Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í gærmorgun um að skrifa ekki undir lögin. Á blaðamannafundi á Bessa- stöðum þar sem forsetinn kynnti ákvörðun sína vísaði hann til þess að honum hafi borist áskoranir frá um fjórðungi kosningabærra manna í landinu um að vísa lögun- um í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það er mun hærra hlutfall en tilgreint hefur verið sem viðmið í yfirlýsingum og tillögum stjórn- málaflokka,“ sagði Ólafur Ragn- ar. Samkvæmt frumvarpi um breytingu á stjórnarskránni sem var lagt fram á þingi síðastliðinn vetur var kveðið á um að 15 pró- sent kosningabærra manna gætu knúið fram bindandi þjóðarat- kvæðagreiðslu, þar voru þó und- anskildir milliríkjasamningar. Ólafur Ragnar kvað skoðana- kannanir jafnframt benda til að yfirgnæfandi meirihluti þjóðar- innar væri sama sinnis. „Þá sýna yfirlýsingar á Alþingi og áskor- anir sem forseta hafa borist frá einstökum þingmönnum að vilji meirihluta alþingismanna er að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram.“ Ragnhildur Helgadóttir, próf- essor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir stjórnarskrána í raun ekki gera kröfu um að for- setinn rökstyðji ákvörðun sína, mat á því hvort málum sé skotið til þjóðarinnar liggi í valdi hans. „Það er ekki gerð krafa um annað, hvað þá einhvern ákveðinn fjölda manna,“ segir hún, en kveðst hafa staldrað við orð hans um meiri- hluta á Alþingi fyrir því að vísa málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar sem þingmenn hafi á þingi verið nýbúnir að hafna þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið þá þyki henni hæpið að ætla í rökstuðn- ingi að styðjast við yfirlýsingar þeirra í fjölmiðlum um annað. Á Bessastöðum í gær kvað Ólaf- ur Ragnar það einlæga von sína að niðurstaða leiddi til varanlegra sátta og farsældar fyrir Íslend- inga um leið og hún legði grunn að góðri sambúð við allar þjóðir, en hann var jafnframt spurður út í möguleg áhrif ákvörðunar hans á ríkisstjórnina, sem lagt hafi ríka áherslu á að keyra málið í gegn. „Málskotsrétturinn, eins og hann er tilgreindur í 26. grein stjórnar- skrárinnar, felur eingöngu í sér að forseti taki afstöðu til þess hvort þjóðin eigi að meta tiltekin lög eða ekki. Afstaða einstakra ráð- herra eða ríkisstjórnar til slíkr- ar ákvörðunar getur aldrei orðið úrslitaatriði í slíkri niðurstöðu,“ sagði Ólafur Ragnar. Þá virtist forsetinn ekki hafa áhyggjur af viðbrögðum erlend- is. „Bretar og Hollendingar eru meðal elstu lýðræðisþjóða Evr- ópu og hljóta þannig að bera djúpa virðingu fyrir lýðræðisleg- um rétti þjóða eins og hann birt- ist í þjóðaratkvæðagreiðslum,“ sagði hann og bætti einnig við að lögin tækju gildi þrátt fyrir synj- un hans og það myndi ekki breyt- ast fyrr en með þjóðaratkvæða- greiðslu. „Með þessari ákvörðun hefur ekkert gerst sem ætti að gefa Bretum og Hollendingum tilefni til að bregðast við með nei- kvæðum hætti.“ olikr@frettabladid.is BLAÐAMANNAFUNDUR Á BESSASTÖÐUM Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði þjóðina þurfa að fá ráðrúm til að meta yfirlýsingu þá sem hann kynnti í gærmorgun, en svaraði engu síður nokkrum spurningum fjölmiðla. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Vísað til þjóðarinnar Forseti Íslands telur að meirihluti þjóðarinnar og alþingismanna vilji kjósa um Icesave-lögin. Hann vonast eftir varanlegri sátt um málið. Mat forsetans á því hvort málum sé skotið til þjóðarinnar ræður segir lagaprófessor við HR. „Með ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta ekki breytingu Alþingis á lögum nr. 96/2009, svokölluðum Icesave-lögum er þeim árangri sem náðst hefur í endurreisnaráætlun stjórnvalda teflt í mikla tvísýnu,“ segir í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra kynntu yfirlýsinguna á blaða- mannafundi í Stjórnarráðinu í gær, eftir að forsetinn hafði fyrr um morguninn upplýst um ákvörðun sína. „Ríkisstjórn Íslands lýsir vonbrigð- um með ákvörðun forseta og í ljósi þeirra alvarlegu áhrifa sem synjun forseta Íslands kann að hafa mun ríkisstjórnin nú meta stöðu mála og horfur varðandi þá endurreisnaráætl- un sem hún hefur fylgt með góðum árangri,“ segir í yfirlýsingunni. Vísað er til þess að í viljayfirlýsingu stjórnvalda til Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins (AGS) vegna efnahagsáætlunar- innar sem undirrituð var í nóvember 2008 sé því heitið að Icesave-málið verði leitt til lykta með samningum. Slíkir samningar eru sagðir ein for- senda lánveitinga frá sjóðnum, auk þess sem lyktir málsins hafi verið for- senda fyrir lánafyrirgreiðslu af hálfu Norðurlandanna. „Án þessara lána er fjármögnun efnahagsáætlunarinnar ótrygg og framhald hennar óvisst.“ Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar segja hana leggja áherslu á að ekki megi draga upp þá mynd gagn- vart umheiminum að Ísland ætli að hlaupast frá skuldbindingum sínum, en um hádegisbil sendi stjórnin frá sér tilkynningu þar að lútandi til erlendra miðla. Ríkisstjórnin gagnrýnir í yfirlýsingu sinni ákvörðun forsetans og segir áhöld um hvort það sé pólitískt og stjórnskipulega eðlilegt að forseti beiti málskotsrétti sínum þegar um sé að ræða milliríkjamál, líkt og Icesave- málið sé. „Stjórnvöld hafa kappkost- að að eyða allri slíkri óvissu og leitast við að skapa traust í garð þjóðarinnar. Óvissa eða uppnám í fjármálalegum samskiptum við önnur ríki getur haft ófyrirsjáanlegar, víðtækar og mjög skaðlegar afleiðingar fyrir íslenskt samfélag.“ - óká Í KASTLJÓSI FJÖLMIÐLA Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra svara spurningum fjölmiðla eftir ríkisstjórnarfund í stjórnarráðinu í hádeginu í gær. Þau lýstu vonbrigðum ríkisstjórnarinnar með þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar að skrifa ekki undir Icesave-lögin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tvísýnt um endurreisnaráætlun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.