Samtíðin - 01.12.1964, Síða 11

Samtíðin - 01.12.1964, Síða 11
10. blað 31 IMr. 308 Desember 1964 . árg. SAMTIÐIIM HEIIUILISRLAÐ TIL SKEIUIUTUIMAR OG FRÓÐLEIKS SAMTIÐIN kemur út mánatSarlega nema í janúar og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: SigurfSur ^kúlason, Reykjavik, sími 12526, pósthólf 472. AfgreifSslusimi 18985. ÁrgjaldiÖ 95 kr. (erlendis 105 kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast viS áramót. Áskriftum og áskriftargjöldum veitt móttaka í Rókaverzlun Isafoldar, Austurstræti 8. — Félagsprentsmiðjan hf. EKKI ER NÚ ÁSTANDIÐ GLÆSILEGT HELMINGURINN af íbúum jarðarinnar — jafnvel meira — er hvorki læs né skrifandi. í’annig er þá menningarástandið á hnettinum °kkar á þessari miklu lærdómsöld! Nánara til tekið er ástandið þannig, að í þeirn rikjum, sem eru aðilar að Sameinuðu þjóðunum, er tala ólæss og óskrifandi fólks milli 40 og 45%. Helmingur þess býr í Indlandi og Pakistan. IJetta dapurlega ástand kemur vitanlega í veg fyrir hvers lconar menningarsókn þessa vesa- lings fólks. Einkurn kvað það koma hart niður á kvenþjóðinni. Þessar staðreyndir eru hafðar eftir R e n é H a h e u, aðalframkvæmdarstjóra UNESCOs. Honum fórust þannig orð: Við mundum öll snúast til öflugrar sóknar geSn þessari algeru fáfræði, ef hún væri ríkj- andi í borginni, þar sem við eigum heima. En ma ég vekja athygli á því, að í dag er allur eimurinn „borgin okkar“. v'ð UNESCO -menn væntum þess, að árið Í966 takist okkur að hefja allsherjarsókn á jörð- Jnni gegn draug hinnar algeru fáfræði. Fyrr £etum við ekki hafizt handa í þeim efnum. Áð- Ur en við ráðumst til atlögu gegn þessari ógur- egu vanþekkingu og menntunarskorti, verðum að gera okkur fyllilega ljóst, h va ð við eig- ’lm uð gera og h v e r n i g við eigum að gera j)að, sem gera þarf. Á því sviði er ekkert skað- eSra en tilraunir, sem missa marks. Það vit- Ultl við vel. Þess vegna ætlum við að velja 8 lönd og fram- '®ma allar tilraunir okkar þar, samkvæmt raðum færustu sérfræðinga. Við vitum ekki enn, 'aða 8 lönd verða fyrir valinu. Trúlegt er, að þar verði fremur um landsvæði en afmörkuð þjóðlönd að ræða. Ég vil í því sambandi nefna: Afríku, Suður-Ameríku, Arabalöndin og Ind- land. Við verðum að hefja stórsókn á tvennum vig- stöðvum: skólakcnnslu handa börnum og fræðslu handa fullorðnu fólki. Örðugasta viðfangsefnið eru þeir fullorðnu, sem hvorki eru læsir né skrifandi. Við getum ekki fengið þeim sömu bækur og börnunum. Til þess eru þeir of gamlir og þroskaðir. Hvern- ig eigum við að fara að því að halda áhuga þeirra vakandi? Auk þess munu þeir spyrja: Hvað höfum við upp úr þessu? Okkur skortir ckki einungis fé, heldur einn- ig bækur. Markmið okkar er að kveða niður draug hinnar algeru fáfræði. Að lokum sagði René Maheu: Og eitt vandamál er enn ótalið. Það er allur sá fjöldi fólks, sem að sönnu á að heita læs, en skilur ekki ýkja mikið af því, sem hann les. Á honum veit ég enga tölu. HÉR HREYFIR forstjórinn máli, sem er mjög alvarlegs eðlis. Á okkar miklu hraða- og tækni- öld er svo komið, að fólk er matað á lestrar- efni í útvarpi og sjónvarpi. Sá tími er liðinn, er heimilisfólkið safnaðist saman í stofunni (baðstofunni hér á landi) á kvöldvökum og skiptist á um að lesa upphátt fyrir fróðleiks- fúsa áheyrendur. En við það að fela tækni- legum fjölmiðlurum flutning prentaðs máls i jafnríkum mæli og orðið er, hlýtur lestrarkunn- áttu fólks að hraka, menningu þjóðanna til verulegs tjóns.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.