Samtíðin - 01.12.1964, Side 25

Samtíðin - 01.12.1964, Side 25
SAMTÍÐIN 17 ið andann. Hami reyndi að hrópa, en fékk engu hljóði upp komið. Söngurinn hljómaði nú liátt og undir var leikið á orgelið. Einhver tók hlómin af kistulok- inu, og þá sá liann, að hvelfingin yfir honum lireyfðist. Þá vissi hann, að hann myndi vera á leiðinni inn i ofn- mn. Skyndilega gat hann hreyft sig, og hann barði í lokið á kistunni, en liróp hans urðu aðeins að lágu hvísli, yfir- gnæfðu af tónlistinni. Svo heyrði hann hlið opnast, heyrði snark í logum, en skyndilega varð alger þögn, og hann heyrði alls ekki, þegar járndyrnar lukt- hst hægt og liljóðlega fyrir aftan hann. B ★ I T ------------------------ ♦ I djörfum leik er dulin reisn og hætta. — Davíð Stefánsson. ♦ Góð ljóðlist getur aldrei sagt ó- satt, og liún er meira en tízkufyrirbrigði. ~~ Tómas Guðmundsson. ♦ Samfellt iðjuleysi er sannkallað helviti. -—- Bernard SliaW. ♦ Þú getur predikað betur með hreytni þinni en með vörunum. — Oliver Goldsmith. ♦ Enginn maður getur þekkt garð- hin sinn, ef hann gónir sífellt yfir girð- inguna. — F. Sheen. Merkingar orðtaka á bls. 9 t. Að reyna að öðlast hylli einhvers. 2. Að hætta störfum (upphaflega: að ganga i klaustur). 3. Að gefa höggstað á sér. 4. Að neyta ekki hæfileika sinna. 5. Að vera undir verndarvæng einhverrar. manna KRISTJÁN IV Danakonungur (1577—1648) sagði: „Dauðinn, dauðinn.“ LOPE DE VEGA, spænskur rithöfundur, (1562—1635) niælti: „Mér hefur alltaf leiðzt Dante.“ MAZARIN kardínáli, franskur forsætisráð- herra, af ítölsku bergi brotinn, (1602—61) sagði: „Ó, heilaga guðsmóðir, miskunna þú mér og veittu sál minni viðtöku!“ CHARLES CHURCHILL, enskt ádeiluskáld, (1731—64) mælti: „Mikill bjáni hef ég verið!“ HENRY FOX (Holland lávarður), enskur stjórnmálamaður (1705—74) sagði við vin sinn, er Iæknar hans skýrðu honum frá, að hann ætli ekki nema hálftíma ólifaðan: „Ef Selwyn kem- ur á þessum hálftíma, þá bjóddu honurn undir eins inn. Ef ég skyldi þá verða tórandi, væri mér ánægja að sjá hann. Ef ég verð dáinn, verð- ur hann ánægður að sjá mig.“ VOLTAIRE, franskur rithöfundur, (1694— 1778). Ivvöldið áður en hann dó, sagði prestur lians við hann: „Herra Voltaire, þér eruð að dauða kominn. Viðurkennið þér guðdóm Jesu Ivrists?“ Voltaire svaraði: „Jesús Kristur! Jesús Krist- ur! Leyfðu mér að deyja í friði.“ Síðan sagði liann við hjúkrunarkonu sína, er guðsmennirnir fóru frá honum: „Ég er dáinn.“ Daginn eftir sagði liann i andarslitrunum við Morand, ritara sinn: „Vertu sæll, Morand minn góður. Ég er að deyja. Hugsaðu um hana mömmu.“ (Þar álti hann við frú Denis, frænku sina). PIERRE LAVAL, franskur forsætisráðherra, (1883—1945) var líflátinn fyrir samstarf við Þjóðverja, er þeir liöfðu hernumið Frakkland í heimsstyrjöldinni. Er Laval var boðið sæti á stól á aftökustaðnum, ýtti hann honum frá sér og sagði: „Franskur forsætisráðherra deyr standandi. Ég mun neyta síðustu krafta minna til að þrauka þetta andartak eins og vera ber ... Frakkland lifi!“ ió óskar SAMTIÐIN öllum lesendum sínum nær og fjær og þakkar þeim góðar viðtökur fyrr og síðar.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.