Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 12
 6. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR EITT FJALL Á VIKU Ferðafélag Íslands stendur fyrir verkefninu ,,eitt fjall á viku“ en allt árið 2010 verður gengið á eitt fjall á viku eða alls 52 fjöll. Fjöllin 52 eru bæði stór og smá allt frá Helgafelli, Úlfarsfelli og Grímars felli, yfir á Heklu, Snæfellsjökul og Hvannadalshnúk. Þeir sem skrá sig í verkefnið ganga á öll fjöllin í verkefninu. Undirbúningsfundur fyrir verkefnið verður haldinn fimmtudaginn 7. janúar kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6. ÁRAMÓTAHEIT OG NÝÁRSVERKEFNI FERÐAFÉLAGS ÍSLANDS FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | Sími: 568 2533 | Fax: 568 2535 | Netfang: fi@fi.is SKRÁÐU ÞIG INN – DRÍFÐU ÞIG ÚT! www.fi.is Fararstjóri í öllum ferðunum er Páll Guðmundsson fram- kvæmdastjóri FÍ. Á ÞÍN REKSTRAR- HUGMYND HEIMA Í HÖRPU? EFNT ER TIL FORVALS Á VERSLUNAR- OG VEITINGAÞJÓNUSTU Í HÖRPU, TÓNLISTAR- OG RÁÐSTEFNUHÚSINU Í REYKJAVÍK Ago, dótturfélag Portusar, leitar að áhugasömum rekstraraðilum í húsið sem verður opnað vorið 2011. Við val á þeim verður styrkleiki vöru og þjónustu, þekking, reynsla, geta og nýbreytni lögð til grundvallar. Forvalsgögn munu liggja frammi á skrifstofu Portusar, Austurstræti 17, 5. hæð, 101 Reykjavík frá og með föstudeginum 8. janúar. Umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skila á sama stað, eigi síðar en kl. 16:00, föstudaginn 29. janúar, merktum: Ago – viðskiptatækifæri: FORVAL. Sérstök athygli er vakin á kynningarfundi sem verður haldinn á Grand Hóteli, fimmtudaginn 7. janúar kl. 15. Þar verða veittar nánari upplýsingar um forvalið og forvalsgögnum dreift. Almennar upplýsingar á: www.portusgroup.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /P O R 4 86 22 0 1/ 10 NEYTENDUR Nokkrar kvartanir hafa borist Neytendasamtökunum vegna svokallaðra SMS-lána sem hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Samtökin vilja að grip- ið verði til aðgerða gegn slíkum lánum hér á landi til að koma í veg fyrir frekari framgang þeirra. SMS-lánunum er einkum beint að ungu fólki. Fólk getur skráð sig á netinu og sent svo SMS-skeyti til að fá lán á bilinu 10 til 40 þúsund krónur. Greiða þarf lánin aftur innan fimmtán daga, og jafngilda vextirnir allt að 600 prósenta árs- vöxtum, að því er fram kemur í bréfi Neytendasamtakanna til Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra. „Neytendasamtökunum hafa þegar borist nokkrar kvartanir vegna þessara lána og innheimtu þeirra, en í öllum tilvikum hefur verið um að ræða lántaka sem af einhverjum ástæðum minna mega sín í samfélaginu,“ segir í bréf- inu. Þar er bent á að svipuð lánastarf- semi hafi verið harðlega gagnrýnd í nágrannalöndunum, enda sé þeim einkum beint að ungu fólki sem hafi lítið milli handanna, auk þess sem vextirnir geti vart kallast annað en okurvextir. - bj Neytendasamtökin segja SMS-lán bera okurvexti: Kvartað vegna lána SKILABOÐ Hægt er að fá allt að 40 þúsund króna lán með því að skrá sig á netinu og senda SMS. SAMGÖNGUR Hlutfallslega fæst banaslys urðu í umferðinni á Möltu samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir nýliðið ár. Banaslysin voru 3,7 á hverja 100 þúsund íbúa á Möltu, en 5,4 á hverja 100 þúsund íbúa hér á landi. Ísland er í fimmta sæti á lista yfir þau Evrópulönd þar sem hlutfallslega fæst banaslys urðu í umferðinni á síðasta ári, sam- kvæmt upplýsingum frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). Alls létust sautján manns í umferðarslysum á nýliðnu ári, í fimmtán slysum, samkvæmt upp- lýsingum frá Umferðarstofu. Tólf hinna látnu voru ökumenn eða far- þegar í bílum, tveir voru fótgang- andi, tveir á bifhjóli og einn féll af fjórhjóli. Aðeins voru hlutfallslega færri banaslys í umferðinni á Möltu, Sví- þjóð, Hollandi og Bretlandi á síð- asta ári, en þau voru hlutfallslega jafn mörg á Írlandi og á Íslandi. Banaslys virðast algengust í löndum Austur-Evrópu. Alls lét- ust um það bil fjórtán á hverja 100 þúsund íbúa í Litháen, Póllandi, Rúmeníu, Búlgaríu, Lettlandi og á Grikklandi á síðasta ári, sam- kvæmt upplýsingum frá FÍB. Meðaltalið innan landa Evrópu- sambandsins voru 7,8 á hverja 100 þúsund íbúa. - bj Hlutfallslega fæst banaslys í umferðinni á Möltu: Ísland í fimmta sæti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.