Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 14
14 6. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 GUÐRÚN SIGRÍÐUR GUÐLAUGSDÓTTIR UMRÆÐAN Guðrún Sigríður Guðlaugs- dóttir skrifar um þjóðfélags- mál Á tímum krossferðanna fóru allflestir með órólegt blóð í æðum suður í lönd og það var friður fyrir hina heima á meðan. En nú er öldin önnur. Krossferð- irnar eru löngu liðnar en eftir stendur að í samfé- lögum er viss hópur fólks sem er sífellt í einskon- ar „krossferðum“. Logandi af áhuga, talar það á fundum fram á nætur og lætur til sín taka í hvers kyns uppákomum.Þannig eyðir „krossfaratýpan“ ævinni í ævintýri sem óhjákvæmilega hafa áhrif á líf þeirra sem í kring eru. Hinn ákaflyndi kross- fari sést ekki fyrir – allir eiga að vera með. Hinir hörðustu hafa einkunnarorðin: Þeir sem ekki eru með mér eru á móti mér. Það hefur verið gósentíð fyrir fólk af þessu tagi síðan bankahrunið varð. Jarðvegur fyrir enda- lausa fundi, tækifæri til að tala í gjallarhorn og verða mikilvægari dag frá degi, safna undirskrift- um, fara í kröfugöngur, kveikja á blysum. Sumir lifa sig svo inn í rétttrúnaðarhlutverkið að fátt sýnist skorta utan brynjur og krossmark. Í kring- um þessa tegund af fólki safnast svo aðrar mann- gerðir – þeir síóánægðu, þeir sem vilja „snapa fæt- ing“, áhrifagjarnar sálir, ævintýrafólk – og ekki má gleyma hinum alvörugefnu sem eilíflega reyna að bjarga heiminum. Margt hefur gerst í sögunni fyrir tilverknað krossfara. En því miður er framsýni krossfaranna og áhangenda þeirra sjaldnast í sama hlutfalli og hreyfiafl þeirra. Ekki er að ófyrirsynju talað um að kapp sé best með forsjá. Hættan við krossfaranna er að þeir vilja við- halda óvissuástandi til að þjóna lund sinni – ekki eyða því. Þetta getur orðið háskalegt á viðsjár- verðum tímum, ekki síst ef „krossfarar“ eru nýtt- ir af kaldhömruðum og valdasjúkum mönnum til þess að þeir nái að svala metnaði sínum.Lífið er satt að segja slík alsherjar óvissuferð að varla er handstýrðum aðgerðum þar á bætandi. Höfundur er rithöfundur og blaðamaður. Krossfarar nútímans Fyrir skömmu urðu Frakk-ar fyrir barðinu á snörpum jarðskjálfta sem átti upptök sín í Sviss og virðist ekkert lát á eft- irhreytunum af honum. Er ég þá að sjálfsögðu að tala um þjóðarat- kvæðagreiðsluna sem haldin var þar í landi um byggingar á mín- arettum við bænahús Múham- eðstrúarmanna, en skýr meiri- hluti var því fylgjandi að banna þessa turna og leyfa sem sé ekki fleiri mínarettur en þær fjórar sem þegar rísa í landi Vilhjálms Tell. Enginn hafði búist við því að svo færi, svissneskir ráðamenn komu af fjöllum, enda bætti það ekki úr skák að leiðtogar ríkja Múhameðstrúarmanna fóru strax að byrsta sig; utanríkisráðherra Tyrklands hvatti jafnvel landa sína til að taka út allt það fé sem þeir ættu í svissneskum bönk- um. Þetta var martröð líkast og er það til dæmis um ráðaleysi svissneskra framámanna að einn þeirra sagði: „Það má ekki túlka þessa niðurstöðu svo að við séum á móti Íslandi, öhöhö Íslam ætlaði ég að segja.“ Fyrir franska ráðamenn kom þessi atkvæðagreiðsla sér afar illa. Í lok október hleypti Sarkozy af stokkunum miklum umræð- um um hvað það væri að vera Fransmaður, hvað væri hið innsta sjálf þeirra; skyldu verða haldn- ir fundir um það efni í öllum sýslum landsins, svo og í hverf- um stórborga og auk þess var sett upp netsíða svo hver og einn gæti komið skoðunum sínum á framfæri. Öllu átti svo að lykta með mikilli ráðstefnu í París í desember þar sem Sarkozy ætl- aði sjálfur að mæta. Stór hluti landsmanna var þeirrar skoðun- ar, að með þessu vildi forsetinn sýna hvað hann léti sér annt um franskt þjóðerni og stela þannig glæpnum frá „Þjóðernisfylk- ingu“ hins illræmda Le Pen. Væri þetta byrjunin á undirbúningnum undir bæjar- og sveitarstjórnar- kosninga sem fram eiga að fara næsta vor. En hætt var við að þetta brambolt gæti orðið hinn versti línudans, því ekki mátti leita svo langt inn á veiðilönd Þjóðernisfylkingarinnar að hóf- samari hægri mönnum færi að standa stuggur af því. Þjóðaratkvæðagreiðslan í Sviss setti nú skyndilega strik í reikninginn; allir þeir Frakkar sem eru með Múhameðstrúar- menn á heilanum fengu nýjan byr í seglin og umræðurnar fóru æ meir að snúast um innflytjendur, „Araba“ og trúarofstæki meðal ýmissa fylgismanna spámannsins og var öllu blandað saman í einn hræring, sem sé látið var að því liggja að þetta þrennt væri allt sami grautur í sömu skál. Gerð var skoðanakönnum sem leiddi í ljós að um fjörutíu af hundr- aði Frakka var andvígur – ekki mínarettum heldur bænahúsum yfirleitt, og allir fordómar gaml- ir og nýir gusu upp. „Við verðum étnir,“ sagði bæjarstjóri nokkur þegar hann gekk út af fundin- um í sinni sýslu, „það eru þegar komnar tíu miljónir sem fá borg- að kaup fyrir að gera ekkert,“ og átti hann þá að sjálfsögðu við inn- flytjendur. Við þetta mögnuðust einnig umræður um klæðaburð Múham- eðstrúarkvenna. Fyrir nokkr- um árum stóðu deilur um fáeinar námsmeyjar sem vildu mæta í skóla með klúta á höfði, hina svo- kölluðu „íslömsku höfuðdúka“, sem komu á sinn hátt í staðinn fyrir andlitsblæjur. Út af þessu varð meiri háttar uppistand sem lyktaði með því að þessir klútar voru bannaðir á þeim forsend- um að ekki mættu vera „trúarleg tákn“ í ríkisskólum. Og voru þeir þó sérlega fallegir og smekkleg- ir, að mér fannst, og oft fagur- lega útsaumaðir. En nú er annað á seyði og ekki skárra. Einstaka Múhameðstrúarkonur í Frakk- landi hafa tekið upp þann sið að íklæðast því sem kallað er „búrka“, en það er svört blæja sem þekur allan líkamann frá hvirfli til ilja, þannig að ekki sést einu sinni í augu konunnar, hún lítur sem sé út eins og hey- sáta. Strax var talað um að þessa múnderingu þyrfti að banna með lögum, og var þá lögreglan gerð út af örkinni til að telja hve marg- ar konu væru klæddar á þenn- an hátt. Samkvæmt „Le Monde“ reyndust þær vera þrjú hundruð sextíu og sjö í öllu Frakklandi, en enginn velti því þó fyrir sér hvort ekki væri eitthvað þarfara að gera á þessum viðsjáverðu tímum en kalla saman þing til að ræða klæðaburð þrjú hundruð sextíu og sjö kvenna. Í grískri goðsögn segir frá því hvernig meynni Pandóru varð á að opna af forvitni öskju þar sem öll böl manna höfðu verið lokuð niðri. Við það sluppu þau út um víðan völl, öllu mannkyni til mikilla hörmunga æ síðan. Er nú hægt að velta því fyrir sér hvort menn hafi ekki opnað nýja Pandóru-öskju með því að hleypa þessum umræðum af stað. En af Sarkozy er það að segja, að hann heyktist á því að mæta á þá ráð- stefnu í París sem hann hafði sjálfur boðað, og sendi annan fyrir sig. Pandóra EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Í réttum fötum Tvöföld atkvæðagreiðsla? Af fréttamannafundi Jóhönnu Sigurð- ardóttur og Steingríms J. Sigfússonar í gær mátti ráða að þau skötuhjú væru … ja, óhress með ákvörðun forsetans að vísa Icesave-lögunum í þjóðaratvæði. Í þjóðarat- kvæðagreiðslu gæti þeim aftur á móti gefist tækifæri til að launa forsetanum rauðan belg fyrir gráan, ef stemn- ing er fyrir því. Í stjórnarskrá Íslands er nefnilega kveðið á um að ¾ hluti þingmanna geti farið fram á þjóð- aratkvæðagreiðslu um að leysa forseta Íslands frá störfum. Enn sameiningartákn Líklega þyrfti ekki ýkja mikinn sannfæringarkraft til að afla þeirri hugmynd tilskilins fylgis á þingi. Þar með væri hægt að hafa þjóðarat- kvæðagreiðsluna tvöfalda. Gera mætti því skóna að úrslitin í þeirri kosningu yrðu býsna afdráttarlaus. En, það gæti jafnvel komið sér vel fyrir forsetann og sýnt að hann væri enn þá sameiningar- tákn þrátt fyrir allt – þó á öðrum for- sendum en alla jafnan er lagt í það orð. Á tombóluverði Ýmsir óttast að ákvörðun forset- ans um að vísa Icesave-lögunum í þjóðaratkvæði verði til þess að dýpka kreppuna enn frekar, með tilheyrandi gengisfalli og almennri dýrtíð. Hinir sömu geta þó huggað sig við það að ekki mun allt hækka. Í gær snarlækkaði Forlagið til dæmis verð á embættissögu Ólafs Ragnars Grímssonar, Sögu af forseta, úr 6.690 krónur í aðeins þúsund- kall. Ekki fylgdi sögunni hvers vegna forsetabókin fór á tombóluverð einmitt í gær. bergsteinn@frettabladid.is lyf? Kynntu þér þinn rétt á lfi.is Þarft þú að nota lyf að staðaldri? Frumtök • Hjartaheill • Beinvernd • Lyfjafræðingafélag Íslands v F orseti Íslands varð í gær við ósk þeirra sem vildu að hann vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu breytingum á lögum um ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum vegna Icesave-reikninga Landsbankans. Forsetinn hefur mátt þola þunga gagnrýni vegna þessarar ákvörðunar. Að hluta réttmæta en um leið líka ósann- gjarna. Ábyrgðin á því að málið er komið í þennan farveg er alls ekki aðeins forsetans. Með því að vísa málinu til þjóðarinnar hefur hann brugðist við vilja tugþúsunda Íslendinga, sem skrifuðu nöfn sín á lista Indefence, og líka þeirra þrjátíu þingmanna sem greiddu atkvæði með tillögu Péturs Blöndals um að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, en sú tillaga var felld á Alþingi fyrir sléttum sjö dögum. Gjörvallur þessi hópur ber ábyrgð með forsetanum á þeirri stöðu sem komin er upp í þeirri milliríkjadeilu sem Icesave- samningarnir áttu að leysa. Sjálfur benti forsetinn á í viðtali fyrir tveimur árum að hann geti ekki einn ákveðið að breyta embættinu. „Það gerist í sam- skiptum og samleik við þjóðina; það er því vilji annarra en forset- ans sem hefur úrslitaáhrif,“ sagði forsetinn við Mannlíf í árslok 2007. Með ákvörðun um að beita 26. grein stjórnarskrárinnar í annað skipti á rúmum fimm árum, sýnir forsetinn að hann stendur við þessa sannfæringu sína. Í yfirlýsingu sinni í gær vísaði forseti til þess að á lista Ind- efence sé mun hærra hlutfall kjósenda en rætt hefur verið um sem viðmið um þann fjölda sem þurfi til að knýja fram þjóðar- atkvæði. Þetta eru þung rök. Þegar mál koma upp sem kljúfa þjóðina er æskilegt að hún hafi sem mest um það að segja hvernig leiða eigi þau til lykta. Í þessu tilfelli er málið hins vegar ekki svo einfalt. Þetta er ekki íslensk innansveitarkróníka ólíkt til dæmis fjölmiðlalögun- um á sínum tíma. Ef þjóðin hefði fengið að kjósa um þau sumarið 2004 og þeim verið hafnað, hefðu fjölmiðlalögin einfaldlega verið úr sögunni. Sama má segja ef Kárahnjúkavirkjun hefði fallið í þjóðaratkvæði, svo annað djúpstætt deilumál sé nefnt til sögunn- ar. Þá væri ekkert Hálslón á öræfunum austan Vatnajökuls og Jökla rynni áfram óheft um botn Dimmugljúfra. Icesave mun hins vegar ekki hverfa ef breytingalögin verða felld. Þessir ógæfureikningar Landsbankans eru ekki aðeins vandamál okkar Íslendinga. Er þar komið að hinni réttmætu gagnrýni á embættisfærslu forseta. Þjóðaratkvæðagreiðsla lokar ekki þessu máli á nokkurn hátt. Þvert á móti bendir flest til þess að ákvörðun forsetans muni hafa í för með sér upplausn og óvissu. En fyrir forsetann persónulega er þetta hins vegar veðmál sem hann getur ekki tapað. Ef tekst að knýja fram betri Icesave-samn- inga en Alþingi hefur þegar samþykkt, mun það hressa verulega upp á laskaða ímynd hans. Ef ekki er það þjóðin sem þarf að tak- ast á við efnahagslegar afleiðingar, sem enn óljós hluti hennar og tæpur helmingur alþingismanna hefur kallað yfir sig. Réttmæt og ósanngjörn gagnrýni: Veðmál forsetans JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.