Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 16
MARKAÐURINN 6. JANÚAR 2010 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R „Þetta verður með hefðbundnu sniði, ámóta og það hefur verið undanfarin ár,“ segir Sveinn Agnarsson hagfræðingur sem um áramótin tók við starfi for- stöðumanns Hagfræðistofnunar háskólans af Gunnari Haralds- syni. Ekki var vatnið sótt langt yfir lækinn en Sveinn hefur unnið sem fræðimaður hjá stofn- uninni í áratug. Gunnar hafði verið forstöðu- maður í slétt þrjú ár en hann tók við af Tryggva Þór Herbertssyni, nú alþingismanni. Gunnar hefur nú tekið við starfi hjá deild Efna- hags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í París í Frakklandi sem hefur rannsóknir á sjávarútvegs- málum aðildarríkja stofnunarinn- ar á sinni könnu. Hann var nýlent- ur París í vikubyrjun þegar Mark- aðurinn hafði tal af honum. Gunnar er jafnframt formað- ur stjórnar Fjármálaeftirlitsins (FME). Hann hefur staðfest að hann muni hætta en hefur ekki gert það formlega. Eftirmaður hans hefur ekki verið skipað- ur, samkvæmt upplýsingum frá FME. Sveinn hefur fengist við rann- sóknir á auðlindum og framleiðni hér á landi en hann vann meðal annars fyrir auðlindanefnd ásamt Gunnari árið 2001. - jab Nýr við stýrið hjá Hagfræðistofnun NÝR FORSTÖÐUMAÐUR Sveinn Agnars- son hefur unnið hjá Hagfræðistofnun í ára- tug. MARKAÐURINN/VILHELM Hugmyndasamkeppni Gulleggs- ins, sem frumkvöðlasetrið Inn- ovit heldur í samstarfi við fjóra háskóla, er í fullum gangi en loka- frestur til að taka þátt í henni og skila inn viðskiptahugmyndum rennur út 20. janúar næstkom- andi. Keppnin hefur verið haldin í tvö ár. Í fyrra bárust 120 hugmynd- ir í keppnina og urðu fimmtíu að fullmótuðum viðskiptahugmynd- um. Á meðal fyrirtækja sem litið hafa dagsins ljós úr henni eru sprotafyrirtækið Clara, Eff², sem þróar tækni og búnað til að greina myndefni sem dreift er ólöglega um Netið, og fjármálafyrirtækið Meniga. Alls hafa tuttugu fyrir- tæki og hundrað störf orðið til í tengslum við keppnina. Ingibjörg Lilja Þórmundsdótt- ir, sem situr í verkefnastjórn Gulleggsins, segir keppnina opna fyrir alla. Nóg sé að skila grófri hugmynd á servíettu. „Það verður þó að vera hægt að segja frá henni á hálfri vélritaðri blaðsíðu.“ Eftir þetta tekur við sex vikna ferli þar sem aðstandendur Innovit aðstoða þátttakendur við að móta viðskipta- áætlunina frekar. Þá gefst þeim kostur á að sitja sex hagnýt nám- skeið í stofnun fyrirtækja. - jab Fyrirtækin verða til á servíettum Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) hefur keypt 35 prósenta hlut í lækningavörufyrirtækinu Kerecis. Um er að ræða hlutafé og lán, sem breyta má í hlutafé. Virði samningsins nemur sjötíu milljónum króna. Kerecis nýtir prótín úr fiski til framleiðslu á vörum sem nota má við meðhöndlun á sködduð- um vef sjúklinga. Vörur Kerecis eru til notkunar á sjúkrahús- um. Fram kemur í tilkynningu Kerecis að fjárfestingin sé í nokkrum áföngum út árið og háð framgangi þróunarverkefna fyr- irtækisins. Þá nýtist fjárfesting NSA til að hleypa af stokkunum klínískum prófunum á vörun- um. NSA fjárfesti beint í fyrra fyrir 650 milljónir króna. Finnbogi Jónsson fram- kvæmdastjóri segir stefnu NSA að halda í eignarhluti sína í fyrirtækjum í sjö til tíu ár. Komi upp aðstæður til að selja fyrr sé það gert. - jab NSA kaupir í Kerecis fyrir sjötíu milljónir Saga Capital hefur ekki fellt niður skuldir starfsmanna sinna líkt og Kaupþing og þá hafa engir fjár- munir farið frá ríkinu til Saga Capital. Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi frá Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, forstjóra bankans, til hluthafa á gamlárs- dag. Bréfið er, að sögn, skrifað þar sem borið hefur á misskilningi og meiðandi umfjöllun um bank- ann sem nauðsynlegt sé að leið- rétta. Þar kemur fram að bankinn færði um 41 prósent útlána, jafn- virði 2,6 milljarða króna, á var- úðarreikning og þar af nemi var- úðarniðurfærslur vegna lána og ábyrgða starfsmanna 450 milljón- um króna. Þessi mikla varúðar- færsla sé gerð í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu, engar skuld- ir, hvorki hjá starfsmönnum né öðrum, hafi verið fel ldar niður, lánin séu innheimt áfram og það verði gert þar til sannað þyki að viðkomandi sé kominn í þrot. Þá vísaði Þorvaldur því á bug í bréfinu að fjármunir hafi farið frá ríki til fjárfestingarbankans. Í kjölfar hrunsins hafi skuldir fjár- málafyrirtækja við Seðlabank- ann verið yfirteknar af ríkissjóði sem, til að tryggja endurgreiðslu, hafi boðið þeim fyrirtækjum sem stóðust mat á lánshæfi að semja um skuldir sínar á lágum vöxt- um. Ekkert nýtt lán var veitt, ein- göngu var um skuldbreytingu að ræða, segir í bréfinu. Með samningnum hafi verið tryggt að engir fjármunir hafi farið frá ríki til Saga Capital né sé ríkis- sjóður í neinum ábyrgðum vegna innstæðna hjá bankanum. Standi fjárfestingarbankinn hins vegar ekki við skuldbindingar sínar eða fari eiginfjárhlutfall undir ákveð- in viðmið geti ríkið breytt skuld- inni í hlutafé í Saga Capital. - jab Vísaði gróusögum á bug um áramót ÞORVALDUR LÚÐVÍK FYRIRTÆKJALAUSNIR VALITOR • Laugavegi 77 • 101 Reykjavík • fyrirt@valitor.is • www.valitor.is Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum VALITOR um hvaða lausnir henta þér best. Við kappkostum að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi og skjóta þjónustu. VISA og Mastercard færsluhirðing! B A N K A B Ó K I N Samanburður á vaxtatöflum bankanna. Miðað við 250.000 króna innlegg.*Bundnir í 12 mánuði **Úttektargjald hjá gjaldkera - 0,25% Hæstu Yfirdráttarvextir Yfirdráttarlán innlánsvextir eru hæstir fyrirtækja Markaðsreikningur 4,80% 15,35% 15% Sparireikningur 6,05%* 14% 14% Vaxtasproti 5,85% 14,25% 14% Netreikningur 6,30%** 16,20% 16,20% MP 12 13 til 7,65%* 14,50% 14,50% Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Fjárfesting í nýmarkaðssjóðum hjá Arion banka skilaði hæstu nafnávöxtuninni á nýliðnu ári, eða tæpum 87 prósentum á tólf mánaða tímabili í fyrra. Nýmarkaðssjóðirnir fjárfesta í hlutabréf- um í Brasilíu, Rússlandi, Indlandi og Chile. Með- altalsávöxtun nýmarkaðssjóða bankanna nam um og yfir sjötíu prósentum í fyrra. Á eftir fylgdu kaup á skuldabréfum með ríkis- ábyrgð og verðtryggðum íbúðabréfum en nafná- vöxtun bæði langra og stuttra skuldabréfaflokka nam allt frá tólf og upp í tuttugu prósent í fyrra. Á sama tíma þurftu þeir sem fjárfestu í sjóð- um tengdum íslenskum hlutabréfum að horfa upp á nokkurra prósenta tap í fyrra. Á móti skiptir máli á hvaða tíma fólk keypti í sjóðum bankanna en hlutabréfavísitalan féll um 32 prósent frá jan- úar í fyrra og fram í mars en tók síðan sveig upp á við eftir það og hækkaði um fjörutíu prósent til áramóta. „Það eru fáir kostir í boði í dag,“ segir Marteinn Breki Helgason, forstöðumaður eignastýringar hjá MP Banka. Hann segir líklegt að skuldabréfin verði helsti fjárfestingarkosturinn í ár. Misskiln- ings gæti hins vegar þegar skuldabréfin eru nefnd á nafn enda setji margir þau undir einn hatt. „Það getur verið mikill munur á þeim,“ segir hann. BRIC-sjóðirnir skiluðu mestu í fyrra Íslenskir hlutabréfasjóðir versta fjárfestingin í fyrra. INGIBJÖRG Tuttugu fyrirtæki og hundrað störf hafa orðið til upp úr hugmyndasam- keppninni um Gulleggið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bestu Nafnávöxtun sl. 12 mánuði KMS BRIC (Arion banki) 87,7% Kaupthing Green Growth (-) 82,1% Kaupthing Scandinavian Fund (-) 80,0% KMS Emerging Markets (-) 74,5% KMS Emerging Markets (-) 74,5% B E S T U O G V E R S T U FINNBOGI JÓNSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.