Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 20
 6. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR2 PRÓFKVÍÐI er algengur. Áhrifaríkasta leiðin til að draga úr kvíða fyrir próf er að vinna vel yfir veturinn. Ekkert er líklegra til að skapa spennu fyrir próf en að vita að maður er illa undirbúinn. „Hver ostur á sér sína sögu og það er saga sem mörgum þykir skemmtileg,“ segir Eirný sem sjálf er haldin ostaást og veit allt um þróun ostamenningar í mismunandi löndum. Hún tekur fram að nám- skeiðin sem fyrirhuguð eru snú- ist ekki um ostagerð heldur um að þekkja þá osta sem til eru og fræð- ast um bakgrunn þeirra. „Grunn- námskeiðið hjá okkur snýst ekki bara um erlenda osta heldur um osta yfirleitt,“ tekur hún fram. „Þetta er eins og með vínin. Um leið og maður lærir um mismuninn á þrúgunum þá vill maður vita hvað hefur áhrif á endanlegu útkomuna. Það sama gildir um ostana. Hver er munurinn á kúa-, kinda- og geita- osti? Af hverju er Ítalía með svona mikið af hörðum ostum? og af hverju elska Danir Gamle Ole?“ Eirný opnaði verslunina Búrið fyrir rúmu ári en áður hafði hún rekið Ostabúðina á Bitruhálsi í eitt ár. Upphaflega ætlaði hún að sér- hæfa sig í sölu á enskum ostum og er með úrval af þeim þó að áhersl- urnar hafi breyst á ýmsan hátt eftir efnahagshrunið. „Ensk osta- gerð er jafngömul þeirri frönsku,“ útskýrir hún. „Þetta eru tvær sterkustu þjóðirnar í heimi þegar kemur að ostum.“ Eirný segir alla osta heimsins geta fallið í fimm flokka og ef fólk læri að þekkja þá, þá einfaldi það valið úr ostaborðunum. Það eru fimm tegundir nám- skeiða sem í boði eru á vegum Búrsins. „Hugsunin er að við verð- um með 4-5 kvöldstundir í hverjum mánuði í versluninni frá hálf átta til níu eða korter yfir níu,“ segir Eirný sem mun fara í grunninn á ostagerðinni í fyrstu tímunum. Síðar verður farið í flóknari hluti, svo sem dýpra í sögu hverrar teg- undar og bragðað verður á einstök- um býlisostum. Einnig mun Eirný verða með kvöld þar sem hún parar saman osta og bjór og osta og vín og upp- lýsir nokkur lykilráð í sambandi við ostabakka til að slá í gegn í veislunni. Þá er fyrirhugað nám- skeið austur á Hellu og Eirný vonar að það sé bara byrjunin á hennar útrás á landsbyggðina. Á hverju kvöldi verður boðið upp á léttar ostamáltíðir. „Í lok nám- skeiðanna vita þátttakendur hvað þeim finnst best þá stundina,“ segir hún. „Jafnvel líka hvað þá langar að prófa meira í framtíð- inni.“ gun@frettabladid.is Hver ostur á sína sögu Eirný Sigurðardóttir, verslunarstjóri í Búrinu, efnir til nýrra námskeiða á næstunni sem hún nefnir Osta- ást og Ostaárátta. Þar miðlar hún fróðleik og bragðprufum af forvitnilegum ostum og fylgifæði. Eirný mun ljúka upp ýmsum leyndardómum í sambandi við osta og þróun þeirra á námskeiðunum í Búrinu í Nóatúni 17. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gistiheimili í Kaupmannahöfn Herbergi og studioíbúðir í miðbænum sími 0045-2848 8905La Villa Tungumál 10 vikna námskeið 20 kennslustundir Áhersla á talmál Kennt er í byrjenda -fram- halds – og talæfi ngafl okkum ENSKA DANSKA NORSKA SÆNSKA FRANSKA ÍTALSKA SPÆNSKA ÞÝSKA Íslenska fyrir útlendinga I - IV 10 vikna námskeið 60 kennslustundir Icelandic for foreigners I - IV 10 weeks courses 60 class hours Kurs jezyka Islandzkiego dla obcokrajowcow I - IV Kurs 10-tygodniowy 60 godzin lekcyjnych Innritun og upplýsingar: http://kvoldskoli.kopavogur.is eða á skrifstofu Kvöldskólans í Snælandsskóla við Furugrund í síma 564 1507 Tungumála námskeið Verklegar greinar Bókband Frístundarmálun Glerbrennsla Silfursmíði Skrautritun Trésmíði Útskurður Kökur og konfekt Kransakaka - bökuð Konfektgerð Kökuskreytingar Saumanámskeið Crazy quilt Fatasaumur / Barnafatasaumur Skrautsaumur Baldering Skattering Þjóðbúningur - saumaður Prjónanámskeið Grunnnámskeið í að prjóna Peysuprjón Hekl Grunnnámskeið í að hekla Tölvunámskeið Fingrasetning Tölvugrunnur Netið og samskipti Heimasíðugerð PowerPoint og Publisher Garðyrkjunámskeið Garðurinn allt árið Trjáklippingar Trjárækt í sumarbústaða- landinu Förðunarnámskeið Förðunarnámskeið Að farða sig og aðra Matreiðslunámskeið Gómsætir bauna – pasta – og grænmetisréttir Gómsætir hollir suðrænir réttir frá Miðjarðarhafslöndunum Hráfæði Ítölsk matargerð Matarmiklar súpur og heimabakað brauð Matargerð fyrir karlmenn Verklegar greinar Innritun stendur yfi r fyrir vorönn Allir velkomnir. Byrjendur sem og lengra komnir Munið frístundakortið ! pianoskolinn.is Ármúli 38 - S: 5516751 og 6916980 - pianoskolinn@pianoskolinn.is Snorrabraut 54, 105 Reykjavík Sími 552 7366, www.songskolinn.is SÖNGLEIKJADEILD - inntökupróf fara fram 8. jan. 2010 Fyrir nemendur á framhaldsskólaaldri SÖNGNÁM SÖNGNÁMSKEIÐ Vorönn skiptist í tvö átta vikna námskeið – áhersla á þjálfun þríþættra hæfileika söngleikja-listamanna: SÖNG * DANS * LEIKLIST Vorönn lýkur með tónleikum og sýningu. Einnig verða inntökupróf í örfá skólapláss sem losna í unglingadeild og almennri söngdeild. 11. janúar hefst einnig 7 vikna söngnámskeið fyrir áhugafólk á öllum aldri – þar er kennt utan venjulegs vinnutíma og ekki krafist inntökuprófa.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.