Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 6. janúar 2010 3 „Erlendum skiptinemum hefur fjölgað um helming eftir kreppu,“ segir Margrét Jónsdóttir, for- stöðumaður alþjóðasviðs Háskól- ans í Reykjavík. „Ísland er núna vænlegur kostur fyrir þá sem vilja vera í Evrópu en finnst Evr- ópa vera dýr,“ útskýrir hún en HR tekur í janúar á móti sextíu erlend- um skiptinemum og í ágúst komu um hundrað til landsins. „ Þannig eru um hundrað skiptinemar sem stunda nám við HR á hverju miss- eri,“ segir Margrét og bendir á að fyrir þremur árum hafi skiptinem- ar verið eitthvað í kringum þrjátíu talsins. Þá eru einnig nýjar þjóð- ir að bætast í hópinn. „Við erum nú að fá fyrstu skiptinemana frá Kóreu og Hong Kong en flestir skiptinemar koma frá Evrópu og stærsti hópurinn frá Frakklandi,“ segir hún og bætir við að stór hluti erlendra nemenda framlengi dvöl sína þar sem þeim líki viðmót og kennsla hér á landi. Háskólinn í Reykjavík hefur haft þá stefnu að fjölga erlendum nem- endum við skólann en einnig lagt áherslu á að senda sína nemend- ur út. „Frá okkur fara yfir hundr- að Íslendingar til skóla um allan heim á þessu ári,“ segir Margrét og játar að auðvitað sé það nem- endum erfiðara núna eftir geng- ishrunið. „En þeir láta það ekki stoppa sig eins mikið og ég hefði haldið. Reyndar minnkaði ásóknin í skiptinám á vormisseri 2009 en hefur fjölgað aftur síðan.“ Fjöldi erlendra skiptinema er mestur í Háskóla Íslands. 394 erlendir skiptinemar fengu inn- göngu í HÍ skólaárið 2009-2010 en ekki er að fullu ljóst hve marg- ir mæta í skiptinámið. Skólaárið 2008 til 2009 voru erlendir skipti- nemar 374 sem voru fimmtíu fleiri en skólaárið á undan. Árið þar á undan, skólaárið 2006 til 2007 voru erlendir nemar 352. Erlendum skiptinemum við Háskóla Íslands hefur fjölgað jafnt og þétt yfir árin. Til dæmis má nefna að árið 1992-1993 voru erlendir skiptinem- ar við skólann aðeins 23 og skóla- árið 2000-2001 voru þeir 172. Á síðustu tíu árum hefur erlendum skiptinemum sumsé fjölgað um rúm tvö hundruð prósent. Fjöldi erlendra skiptinema við Háskólann á Akureyri hefur auk- ist nokkuð miðað við tvö síðustu ár. Árið 2009 voru erlendir skiptinem- ar 48 talsins en 36 árið 2008 og 37 árið 2007. Hins vegar voru erlend- ir nemar 45 árið 2006. Á vorönn 2010 verða 27 nemendur við nám í skólanum sem er talsvert meira en á vorönnum síðustu ára. solveig@frettabladid.is Mikil fjölgun erlendra skiptinema í háskólum Erlendum skiptinemum í þremur stærstu háskólum landsins hefur fjölgað mikið frá falli krónunnar. Í Háskólanum í Reykjavík hefur orðið helmingsfjölgun en einnig hefur orðið mikil fjölgun í HÍ og HA. Ísland þykir álitlegur kostur fyrir skiptinema sem vilja nema í háskólum í Evrópu. Skiptir þar mestu lágt gengi krónunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILEHLM LAUGAVEGI 59, 2. HÆÐ | 101 REYKJAVÍK | SÍMI 551 8258 STORKURINN@STORKURINN.IS | WWW.STORKURINN.IS NÁMSKEIÐ Í PRJÓNI, HEKLI OG BÚTASAUMI Tímapantanir 534 9600 Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur www.heyrn.is * Tal fólks í margmenni * Hjal smábarns * Marr í snjónum Ertu að fara á mis við hljóð sem skipta miklu máli? GRÍPTU TIL ÞINNA RÁÐA Láttu sérmenntaðan heyrnarfræðing mæla heyrnina og fáðu faglega ráðgjöf. www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Einnota latex hanskar – ópúðraðir. Góð kaup! MATUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.