Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 23
H A U S MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2010 V I Ð Á R A M Ó T Í upphafi ársins 2009 voru miklar vonir bundnar við það að fljótt og örugglega yrði unnið úr þeim aðkall- andi verkefnum sem lágu fyrir eftir efnahagshrunið haust- ið 2008. ÞJÓÐARHAGSMUNIR OFAR SÉR- HAGSMUNUM Mikil þörf var á að stjórnmála- menn, atvinnulífið og þjóðin öll sameinuðust um þau brýnu úr- lausnarefni sem nauðsyn var að leysa. Þannig hafa þjóðir heims- ins oft gert eftir til dæmis nátt- úruhamfarir eða styrjaldir. Þjóð- arhagsmunir eru settir ofar hags- munum stjórnmálaflokka og einstaklinga. Það eru því mikil vonbrigði að sjá hversu lítið hefur miðað í end- urreisn efnahagslífsins á árinu sem er að líða og hversu ósam- stiga stjórnmálamenn hafa verið við uppbyggingarstarfið. Slæmt er að sjá hvernig skoðanir ein- staka stjórnmálamanna til erf- iðra úrlausnarefna hafa gjör- breyst eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. VERST AÐ GERA EKKI NEITT Uppbyggingin hefur einnig taf- ist vegna almennrar ákvarðana- tökufælni. Megináhersla hefur verið lögð á að gera réttu hlut- ina og mikil hræðsla virðist vera við að gera mistök. Sú ranghug- mynd hefur löngum verið við lýði að auðvelt sé að forðast mistök með því einfaldlega að gera ekki neitt. Fjölmiðlar og almennings- álitið hafa refsað stjórnvöldum og einstaklingum grimmilega fyrir allt sem orkar tvímælis, en á sama tíma hefur aðgerða- leysi verið umborið. Þessu verð- ur að breyta, þjóðin þarf styrka og hraða ákvarðanatöku þar sem störf manna eru metin út frá hverju þeir áorka á grundvelli þeirrar sýnar sem þeir hafa á lausn vandans en einstaka mis- tök skulu umborin. Hér gildir það sama og við uppbyggingu eftir náttúruhamfarir eða styrjald- ir, að gera ekki neitt er yfirleitt versta ákvörðunin fyrir heildina. Hér er sérstaklega mikilvægt að fjölmiðlar breyti nálgun sinni. RAUNHAGKERFIÐ STERKT Þó að hrunið á Íslandi hafi verið mikið áfall og hafi haft sérlega slæm áhrif á skuldastöðu þjóð- arbúsins er mikilvægt að hafa það í huga að hrunið hefur enn sem komið er einskorðast við eins konar pappírshagkerfi. Raunhag- kerfið sem stendur undir lífskjör- um í landinu og byggir á fram- leiðslu og útflutningi hefur enn ekki skaðast. Við eigum enn allar okkar mikilvægu auðlindir sem eru undirstöður útflutningsgrein- anna, mannauðinn, fiskinn, ork- una og íslenska náttúru. Á sama tíma hefur samkeppnisstaða út- flutningsfyrirtækjanna styrkst verulega með veikingu krónunn- ar og bættum aðgangi að hæfu starfsfólki. Möguleikar á að stórefla út- flutningsgreinarnar eru því miklir, sérstaklega í ljósi þess að síðasta áratug hefur verið mjög illa búið að útflutningsfyrirtækj- um og þeim nánast verið ýtt úr landi. Gengi íslensku krónunnar var um árabil skráð allt of hátt og erfið samkeppni var við bankana um hæft starfsfólk. ENN SÖMU VERKEFNIN Brýnustu verkefnin fyrir íslenskt atvinnulíf um þessi áramót eru því miður enn þau sömu og voru um síðustu áramót.  Nauðsynlegt er að losa um gjaldeyrishöftin og koma á virkum gjaldeyrismarkaði því að öðrum kosti geta öflug al- þjóðleg fyrirtæki ekki starfað hér á landi.  Skapa þarf aðgengi að er- lendu fjármagni til endurfjár- mögnunar á eldri lánum fyr- irtækja, til nýframkvæmda og í formi hlutafjár.  Vextir þurfa að vera sam- bærilegir og í Evrópu til þess að sporna gegn þeim sam- drætti sem er í hagkerfinu.  Koma þarf á fót skilvirku bankakerfi sem styður mark- visst við bæði fyrirtæki og einstaklinga. VERÐUM AÐ AXLA ÁBYRGÐ Eftir efnahagshrunið haustið 2008 hafa umtalsverðar skuld- ir lent á þjóðinni en þrátt fyrir það erum við ekki skuldsettari en margar nágrannaþjóðir okkar. Það er enginn vafi í mínum huga að við höfum fulla burði til þess að standa undir öllum okkar skuldum með öflugum útflutn- ingi og tryggja á sama tíma að lífskjör á Íslandi verði fljót- lega með því besta sem þekkist. Afar mikilvægt er að við sem þjóð öxlum okkar ábyrgð gagn- vart þeim skuldbindingum sem alþjóðasamfélagið telur undan- tekningarlaust að við berum. Við komum okkur í þessa stöðu og við þurfum sjálf að vinna okkur út úr henni. Ég óska lesendum Fréttablaðs- ins gæfu og gleði á nýju ári. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar: Ekki gera ekki neitt UNDANÚRSLIT Í ENSKA DEILDARBIKARNUMBlackburn – Aston VillaMan.City – Man.Utd. Barcelona - VillarrealDeportivo - Real Madrid SPÆNSKI BOLTINN PGA MÓTARÖÐ IN HEFST NBA Besti körfubolti í heimi ENSKI BIKARINN Öll stærstu liðin Liverpool, Chelsea, Arsenal TOPPSLAGUR Í ENSKA BOLTANUM Í JANÚAR ARSENAL - MAN. UTD.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.