Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 24
MARKAÐURINN 6. JANÚAR 2010 MIÐVIKUDAGUR6 V I Ð Á R A M Ó T S tarfsemi Icelandair á árinu 2009 hefur í öllum aðalatriðum gengið vel, og að í heild sé árið sömu- leiðis nokkuð gott þegar litið er til ferðaþjónustu um land- ið allt. Það gengur auðvitað ekki allt upp alls staðar, en heilt yfir hefur gengið framar vonum, ekki síst þegar tekið er tillit til þess hvernig almennt árar í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi. Þennan árangur má að nokkru þakka þeirri miklu uppstokk- un sem gerð var hjá Icelandair á árinu 2008, en þá var dregið veru- lega saman í rekstri félagsins og komið á margvíslegum hagræð- ingaraðgerðum. Við hrun bank- anna undir lok 2008 gjörbreytt- ust allar rekstrar- og markaðsað- stæður, en þá komu glöggt í ljós styrkleikar félagsins. LEGA LANDSINS NÝTT Icelandair byggir á þeirri við- skiptahugmynd að nýta Ísland, landið sjálft og legu þess í Norð- ur-Atlantshafi á flugleiðinni milli Evrópu og Norður-Amer- íku til þess að byggja upp leiða- kerfi sem tengir saman þrjá ólíka markaði – ferðamannamarkað- inn til Íslands, ferðir Íslendinga til útlanda og flug milli megin- landanna með Keflavíkurflug- völl sem skiptivöll. Með þess- um hætti hefur tekist að byggja upp mikla tíðni og miklu meiri flugþjónustu en íslenski heima- markaðurinn með um 300 þús- und manns getur staðið undir. Þessi viðskiptahugmynd, og framkvæmd hennar, hefur svo sannarlega sýnt styrk sinn frá hruni bankanna, á meðan mark- aðurinn út úr Íslandi hefur minnkað þá hefur bæði ferðamanna- markaðurinn til Ís- lands og markað- urinn milli Evrópu og Norður-Ameríku aukist og gert okkur kleift að skila góðri rekstrarafkomu á árinu 2009. HAGKVÆMASTI STAÐURINN Gengi gjaldmiðla bauð upp á tækifæri til þess að auka sölu til Íslands með arðbærum hætti og og á það hefur verið lögð höf- uðáhersla á árinu. Árangurinn af því mikla átaki hefur verið mjög góður og við höfum séð verulega fjölgun ferðamanna til landsins í okkar flugi, eða 10 prósenta aukningu milli ára. UPP Á NÝ Eftir snarpan niður- skurð ætlum við að vaxa á ný. Á árinu gripum við tækifær- ið þegar SAS hætti Seat t le -f lugi og í sumar hóf Icelandair reglulegt heilsárs áætlunarflug þangað. Við höfum jafnframt horft til Noregs og erum að byggja upp flug til borganna sem eru í hvað mestri nálægð við okkur, Stavang- er, Bergen og Þrándheim, og Brus- sel bætist við næsta sumar. Við stefnum á um 10 prósenta aukningu í starfseminni á árinu 2010 og verðum með tólf þotur í rekstri næsta sumar þegar mest verður. Við teljum aðstæður bjóða upp á tækifæri til vaxtar og ætlum okkur að fjölga ferðamönnum Ice- landair til landsins um 20-25 þús- und og bæta um 5-7 milljörðum króna í erlendum gjaldeyri í þjóð- arbúið. FERÐAÞJÓNUSTAN MIKILVÆG Ég verð mjög var við það í samtölum við jafnt almenning og stjórnmálamenn að nú er mjög að aukast skilningur á mikilvægi ferðaþjónustunnar í atvinnulífi landsins. Um allt land gerir fólk sér betur og betur grein fyrir því að það felast töluverðir tekju- og afkomumöguleikar í ferðaþjón- ustu. Ég ætla því að leyfa mér að vera bjartsýnn á framtíð ferðaþjónust- unnar þegar til lengri tíma er litið og við hjá Icelandair erum staðráðin í því að leggja okkar af mörkum á árinu 2010. Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair: Lega landsins mikilvæg í ferðaþjónustu Á rið sem nú er að líða er án nokk- urs vafa eitt mesta umbrotaár í seinni tíð á Íslandi. Í einu vetfangi breyttust efnahagslegar forsend- ur fyrir fjölskyldur og fyrirtæki í landinu. Í ljósi þessa hefur helsta viðfangs- efni Íslandsbanka á árinu snúið að því að leita úrlausna fyrir viðskiptavini bankans. NÝR VERULEIKI Það vill oft gleymast í umræðunni að starfs- fólk bankanna stóð einnig frammi fyrir nýjum veruleika í upphafi árs. Það traust sem ríkt hafði gagnvart bankastofnunum í samfélaginu var alvarlega laskað, fjölmarg- ir viðskiptavinir voru reiðir út í bankann sinn og stolt bankastarfsmanna var brotið. Þá var framtíðin afar óráðin og ekki ljóst hvert stefndi í starfsemi íslensku viðskipta- bankanna. Til þess að takast á við þá óvissu sem ein- kenndi starfsumhverfi bankafólks og við- skiptavina þess ákvað starfsfólk Íslands- banka að efna til stefnufundar í byrjun árs 2009 til þess að setja niður stefnu og mark- mið nýja bankans næstu tólf mánuðina. Á fundinum, sem haldinn var á laugardegi í janúar, komu um sex hundruð starfsmenn Íslandsbanka saman í eigin frítíma til þess að leggja línurnar fyrir komandi misseri. Þessi fundur olli straumhvörfum í því upp- byggingarstarfi sem við þurftum að tak- ast á við. Umræður voru hreinskiptar og starfsfólk- ið sagði sínar skoðanir. Og það var svo sann- arlega þörf á því. Fólk horfðist heiðarlega í augu við fortíðina, viðurkenndi það sem betur hefði mátt fara og treysti í sessi það sem vel hafði verið gert. Þarna hófst upp- bygging nýja bankans fyrir alvöru. Það er nefnilega einu sinni þannig að það verður að byrja á fólkinu. Út af stefnufundinum gengu sex hundr- uð starfsmenn með sameiginleg markmið og hugmynd um það hvert bankinn skyldi stefna og það sem mestu skiptir – með sam- stöðu að leiðarljósi og það sameiginlega markmið að vinna að úrlausnum fyrir við- skiptavina bankans. Auðvitað hefur ýmis- legt gengið á og mörg mikilvæg skref verið tekin síðan en þegar ég lít til baka er þetta sá einstaki atburður sem mér er efstur í huga nú í lok árs. AÐKOMA KRÖFUHAFA Við náðum einnig afar mikilvægum áfanga í október sl. þegar gengið var frá samningi um stofnefnahagsreikning og eignarhald bankans á milli skilanefndar Glitnis fyrir hönd kröfuhafa, Íslandsbanka og ríkisins. Gerð efnahagsreiknings fyrir nýjan banka hafði tekið lengri tíma en áætlað var enda mikið og flókið verkefni. Sú niðurstaða sem fékkst byggir á þeirri faglegu vinnu sem starfsfólk bankans, fjármálaráðuneytisins og skilanefndar Glitnis skilaði og leiddi til þess að kröfuhafar ákváðu að eignast 95% í Íslandsbanka og þar með lækkaði það fram- lag sem ríkið hefði ella þurft að leggja bank- anum til. Fram undan á næsta ári eru fleiri áskoran- ir og þær stórar. Árið 2010 verður vafalítið ár endurskipulagningar fyrirtækja þar sem við ætlum enn að láta verkin tala. Við þurfum að halda áfram að byggja upp traust viðskipta- vina okkar til Íslandsbanka. Það er mikið verk og tekur langan tíma. Viðskiptavinir okkar hafa þurft að takast á við fjölmörg vandamál og áskoranir á liðnu ári sem þeir hafa glímt við af miklu þolgæði. Þeir hafa staðið sig afar vel við erfiðar aðstæður. Ég vil nota tækifærið og þakka viðskiptavinum bankans hlýhug í garð okkar framlínufólks þegar á reyndi. Því gleymum við ekki. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka: Samstaða um úrlausnir Á rið hefur verið mjög sérstakt fyrir Ice- landair Group og það stendur upp úr hversu vel hefur tek- ist að laga rekstur innan sam- stæðunnar í heild að nýjum og erfiðari aðstæðum. Það þakka ég hæfu starfsfólki og stjórn- endum. HAGRÆÐING MEÐ BÖNKUNUM Miklar breytingar urðu á eign- arhaldi félagsins á árinu 2009 og má rekja þær til falls bankanna. Íslandsbanki er nú stærsti eigandinn og á árinu tók Sigurður Helgason við sem stjórnarformaður. Stóra verkefnið hjá Icelandair Group hefur verið, og er enn, endurskipulagning efnahagsreikn- ings félagsins, líkt og hjá flestum fyrirtækj- um landsins. Við höfum unnið þar náið með viðskiptabanka félagsins. Mikil rekstrarhag- ræðing hafur verið því samfara hjá öllum fé- lögum innan samstæðunnar. Þetta er vinna sem vissulega hefur tekið í. EIGNIR SELDAR Unnið er að endurmótun félagsins miðað við þessar breyttu aðstæður og nú í desember var tilkynnt að stefnt er að sölu þriggja fyr- irtækja sem starfa fyrst og fremst erlendis, Bláfugls, Travel Service og Smartlynx, úr samstæðunni. Eftir standa því Icelandair, Icelandair Cargo, IGS, Flugfélag Íslands, Iceland Travel, Loftleiðir, Icelandair Hot- els og Fjárvakur, eða sú starfsemi sem í að- alatriðum byggir á leiðakerfi Icelandair og Flugfélagsins og flutninga- og ferðaþjónustu sem er nátengd því. Ég er bjartsýnn á að Ice- landair Group muni geta náð góðum árangri í rekstri sínum á næsta ári, þrátt fyrir mikla óvissu. Tækifærin felast meðal annars í fjölgun ferðamanna sem færa þjóðarbúinu og fjöl- mörgum þjónustufyrirtækjum innan og utan samstæðunnar hærri tekjur. ÁHÆTTUSTÝRING VANMETIN Ég hygg að það sem viðskiptalíf- ið muni helst læra af atburðarás undanfar- inna missera sé að vanmeta ekki mikilvægi áhættustýringar á öllum sviðum í rekstri fyrirtækja og stofnana. Að ganga hægt um gleðinnar dyr. Ég tel að við, fyrirtækin og einstaklingar, höfum farið of hratt í unaðs- semdum auðvelds aðgangs að fjármagni. VARHUGAVERÐAR HÆKKANIR Ég tel að við sem þjóð eigum mikil tæki- færi sem er þó auðvelt að klúðra. Ég er bjart- sýnn á möguleika þjóðarinnar en heldur svartsýnn að okkur auðnist að nýta okkur þá. Aukin skattbyrði í ferðaþjónustunni svo og á allan atvinnurekstur hefur strax mikil áhrif til verri vegar. Skattahækkanirnar á atvinnulífið og einstaklingana munu að mínu mati lækka heildarskatttekjur ríkissjóðs. ENGIN TÆKIFÆRI Í VARNARLEIK Stjórnvöld þurfa að tala kjark í þjóðina. Horfa til langs tíma í skattaáformum. Tæki- færi liggja í sókn, ekki vörn – en aukin skatt- heimta er vörn. Áskorun stjórnvalda er sú að stækka kökuna og sækja sér meiri tekjur, án skattahækkana. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group: Aðlögun að breyttum aðstæðum hefur gengið vel

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.