Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 28
16 6. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab- ladid.is eða hringja í síma 512 5000. NIGELLA LAWSON ER FIMMTUG Í DAG. „Á sumum æviskeiðum tekur þú á hlutunum en á öðrum ertu bugaður af eymd og kvíða.“ Enski sjónvarpskokkurinn, rithöfundurinn og blaða- maðurinn Nigella Lawson öðlaðist heimsfrægð árið 2000 þegar matreiðslu- þátturinn Nigella Bites fór í loftið á Channel 4. Þennan dag árið 1994 voru skauta- drottningunni og Ól- ympíuverðlaunahaf- anum Nancy Kerr- igan veittir áverkar á hné rétt áður en bandaríska meist- aramótið í listskaut- um átti að fara fram í Detroit. Kerrigan var að koma af æfingu þegar maður réðst að henni með barefli og barði hana í hnéð. Hann hljóp í burtu áður en hún náði að bera kennsl á hann. Kerrigan sat sár- þjáð eftir og gat ekki tekið þátt í mótinu. Aðalkeppinautur hennar, Tonya Harding, sigr- aði. Kerrigan gat ekki heldur tekið þátt í undankeppni fyrir Ólympíuleik- ana en var engu síður valin í hóp- inn og vann til silf- urverðlauna á leik- unum mánuði síðar á meðan Hard- ing lenti í áttunda sæti. Fljótlega eftir árásina fóru spjótin að berast að Harding og eiginmanni hennar og síðar kom í ljós að þau höfðu lagt á ráðin um árásina ásamt lífverðin- um Shawn Eckardt og fengið Shane nokkurn Stant til verksins. ÞETTA GERÐIST 6. JANÚAR 1994 Ráðist á Nancy Kerrigan Skíðamaðurinn Björgvin Björgvins- son var kjörinn íþróttamaður Dalvík- urbyggðar árið 2009, tíunda árið í röð. Björgvin er nú eins og undanfarin ár fastamaður í landsliði Skíðasambands Íslands og án efa fremsti skíðamaður landsins. Hann æfir allt árið um kring og tekur þátt í Evrópu- og heimsbik- arkeppnum á hverju ári. Nú stefnir hann á sína þriðju Ólympíuleika sem haldnir verða í Vancouver í Kanada í febrúar. En eru engir aðrir íþróttamenn í Dalvíkurbyggð? „Jú, það er fullt af ungum og efnilegum íþróttamönnum á Dalvík. Ég er hins vegar að keppa á svo stórum mótum að ef golfari væri til að mynda að gera sambærilega hluti þá væri hann að keppa í PGA-mótaröð- inni,“ segir Björgvin. Hann er alltaf jafn stoltur af titlinum og segir hann gefa sér mikið. Björgvin, sem keppir aðallega í svigi, er á góðri siglingu og varð meðal annars þrefaldur Íslandsmeist- ari á skíðamóti Íslands. Hann varð einnig í 25. sæti í svigi á heimsbikar- mótinu í Zagreb í Króatíu sem er besti árangur Íslendings á heimsbikarmóti síðan 2000. Þá hafnaði hann í 19. sæti á svigmóti í Evrópubikarkeppni í Crans Montana en með góðum árangri á fyrrgreindum mótum og á fjölmörg- um öðrum bætti Björgvin stöðu sína á heimslistanum í svigi svo um munar og er í dag númer 75 með 11,30 FIS stig. „Ég hef verið í kringum hundrað ansi lengi. Um leið og þú ert kominn niður fyrir það þarft þú að vinna ansi stór mót til að komast hærra. Það er talað um að skíðamenn séu upp á sitt besta frá tuttugu og átta til þrjátíu og þriggja. Ég verð þrítugur 11. janúar og stefni að því að nýta næstu ár eins vel og ég get.“ Björgvin komst í fyrsta skipti í topp þrjátíu á heimsbikarmótinu í Króatíu í fyrra. Hann vonast til að það takist aftur á þessu ári en hann mun taka þátt í þónokkrum heimsbikarmót- um nú í janúar. En hvert er markmið- ið fyrir ólympíuleikana? „Ég set mér alltaf markmið en þori lítið að gefa þau upp til að setja ekki á mig óþarfa pressu. Ég mun þó að sjálfsögðu leggja mig allan fram.“ vera@frettabladid.is BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON: ÍÞRÓTTAMAÐUR DALVÍKURBYGGÐAR Í TÍUNDA SINN Alltaf jafn stoltur af titlinum FJÖLMÖRG MÓT FRAM UNDAN Björgvin tekur þátt í nokkrum heimsbikarmótum á næstu vikum og keppir á Ólympíuleikunum í febrúar. MYND/GUÐMUNDUR JAKOBSSON Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, Svanur Hjartarson Dalbraut 10, Búðardal, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 2. janúar. Útförin fer fram frá Hjarðarholtskirkju laugardaginn 9. janúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Breiðfirðinga. Edda Tryggvadóttir Elísabet Svansdóttir Magnús A. Jónsson Sigurður Svansson Ólöf Eðvarðsdóttir Bryndís Svansdóttir Halldór L. Arnarson Arnar Svansson Sólrún L. Þórðardóttir barnabörn og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Pétur Sigurðsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Breiðdalsvík, lést þann 5. janúar á hjúkrunarheimili aldraðra, Höfn í Hornafirði. Jarðarförin verður auglýst síðar. Bergþóra Sigurðardóttir Arnleif Pétursdóttir, Manfred Kleindienst, Jóhanna Pétursdóttir, Sveinn F. Jóhannsson, Sigurður Pétursson, Ólöf Kristjánsdóttir, Hreinn Pétursson, Linda H. Guðmundsdóttir, Pétur Pétursson, Ingunn H. Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurbjörg Guðnadóttir Hvoli, Mýrdal, sem lést sunnudaginn 27. desember, verður jarðsungin frá Skeiðflatarkirkju laugardaginn 9. janúar klukkan 14.00. Arnþrúður Sigurðardóttir Kristín J. Sigurðardóttir Gunnar R. Ólason Eyjólfur Sigurðsson Ásdís Gunnarsdóttir Guðný Sigurðardóttir Kristján Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdapabbi, afi og langafi, Jóhannes Þorsteinsson lést sl. fimmtudag 31. desember. Útför auglýst síðar. Magný Jóhannesdóttir Sæunn Jóhannesdóttir Sólveig Jóna Jóhannesdóttir Haraldur Jónsson Svala Guðbjörg Jóhannesdóttir Svanhildur Jóhannesdóttir Gunnar Sigurðsson Sonja Jóhannesdóttir barnabörn, makar þeirra og barnabarnabörn. timamot@frettabladid.is Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, Árni Brynjólfsson Rauðalæk 16, Reykjavík, lést sunnudaginn 20. desember á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni, föstu- daginn 8. janúar kl. 13.00. Ólöf Guðný Geirsdóttir Örn Árnason Ragnheiður Karlsdóttir Geir Árnason Sigrún Aðalsteinsdóttir Ólöf Árnadóttir Pétur Halldórsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Haraldar Óla Valdimarssonar kjötiðnaðarmeistara Lindasíðu 25, Akureyri. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á lyflækningadeildum FSA og heimahlynningar fyrir frábæra umönnun. Ólína Lilja Sigurjónsdóttir dætur, tengdasynir og fjölskyldur þeirra. Jólamiðnæturmessa Rétttrúnaðarkirkj- unnar á Íslandi verður haldin í kvöld klukkan 23 í Landakotskirkju. Þeir sem tilheyra kirkjunni halda upp á jólin hinn 7. desember, og þar sem messan stendur fram yfir mið- nætti lýkur henni á jóladag. Um þrjú hundruð manns af ýmsu þjóðerni, þar á meðal Íslendingar, eru skráð í kirkjuna og vonast forsvarsmenn hennar eftir mörgum gestum af þessu tilefni. Ástæða þess að kirkjan heldur upp á jólin á þessum tíma er sú að árið 1582 tók nýtt tímatal, sem kennt er við Greg- oríus páfa, gildi í löndum kaþólskunn- ar. Löndin austan við páfagarð héldu sig þó enn við gamla júlíanska tímatal- ið, og var hið nýja tímatal ekki tekið upp í Rússlandi fyrr en eftir bylting- una 1917. Rússneska kirkjan var ekki ánægð með þá tilhögun og miðar því hátíðir sínar enn við gamla tímatalið. Söfnuðurinn var fyrst skráður hér á landi árið 2001 og prestur hans er Timur Zolotuskiy. - kg Jólamessa Rétttrúnaðarkirkjunnar JÓLAMESSA Timur Zolotuskiy er prestur Rétt- trúnaðarkirkjunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.