Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 30
BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar 18 6. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Auk þess að breyta hall- ærislegri tónlistarstefnu staðarins hef ég ákveðið að gera líka útlitsbreyt- ingar á staðnum. Vola! Það er ekk- ert öðruvísi, svolítið klikk- að samt. Vonandi heldur enginn að ég þjáist af mikil- mennskubrjálæði Gengur þú með þann draum í maganum að taka yfir Norður- pólinn? Nú þegar þú nefnir það ... Hringdu í mig, samt ekki frá Norðurpólnum. Takk fyrir að gera salatið. Það var nú ekki neitt. Gerðir þú þetta? Jáps, ég skar niður salatið og tómatana alveg sjálfur. Vá! Ég myndi nú samt ekkert vera að monta mig af því. „Stefnu- móta- þjónusta Jóhönnu“ Hvað er að? Ekkert. Við Hannes vorum í feluleik með litlu systur og sko... Og sko hvað? Hannes er búinn að gleyma hvar hann faldi hana. Er eitthvað annað sem þú vildir taka fram annað en að viðkomandi verður að hafa góðan húmor? Ég heyrði mann tala við ólífutré sitt um daginn í Kastríl-dalnum á Suður- Spáni. Viðbrögð mín komu mér nokkuð á óvart en ég réð mér vart fyrir kæti. Samt sem áður var ræða ólífubóndans ekkert húllum-hæ en þungt var í honum hljóðið þar sem rigning og rok höfðu feykt flest- um ólífunum í jörðina. Hvað sem því leið var engu líkara en að ég hefði orðið fyrir trúarlegri reynslu. En af hverju skyldi það vera? KANNSKI er það vegna þess að menntunarstigið er hátt á Íslandi eins og hér á Spáni, til allrar hamingju. Fólk er því að læra fram eftir aldri um það hvernig hlutirnir hafa þróast og hvernig megi þróa þá áfram. Það sem gamaldags sálum eins og mér sárnar hins vegar er að með þessu móti virðist fólk fá eitthvert óþol gagnvart öllu því sem þessi þróun hefur hrist af sér. Þeir sem minna eru menntaðir vilja flestir ekki teljast óupp- lýstir og tileinka sér því hugsunarhátt mennta- mannsins. Við erum sem sagt fyrir löngu komin á fleygiferð í nafni endalausrar þróunar. SÉRFRÆÐINGAR, stjórnmálamenn, þrýstihópar og sölumenn bæði í úlfa- og sauðagærum marka veginn í þessari ferð. Þar er búið að sigta út alla afdala- mennsku, eins og trú á stokka og steina, álfa, sálir og hvers konar verur. Meira að segja guð og menn sem tala við tré eiga undir högg að sækja. Tær efnis- hyggja stendur hins vegar eins og varða um þessa leið og er venjulega gert lítið úr þeim sem ekki tekur stefnuna á hana. ÞAÐ þykir nefnilega alltaf sama hneis- an þegar menn rata ekki eftir þróun- arveginum og fara sem laxar er leita á móti straumi og stikla fossa. Rétt eins og Kristmann Guðmundsson skáld sem sagð- ist hafa leikið við huldufólk í bernsku og fékk að sjálfsögðu bágt fyrir hjá hinum upplýstu samferðamönnum. EFLAUST er þetta besta fólk sem leið- ir þessa þróun enda elti ég flesta hérana sem það sendir út. Þó verð ég alltaf svo- lítið hugsi þegar helstu ráðamenn heims- ins þurfa að spyrja hver annan, hvort sem er í Höfða eða Kaupmannahöfn, hvernig snúa megi þróuninni við svo við drepum okkur ekki. HVENÆR verðum við komin það langt að við getum farið að spyrja tréð? Þróunarsaga fyrir lengra komna 796,- 690,- 990,- 1.190,- 33% afslá ttur 20% afslá ttur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.