Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 6. janúar 2010 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 6. janúar 2010 ➜ Tónleikar 19.30 Vínartónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands fara fram í Háskólabíói við Hagatorg. Á efnisskránni verða verk eftir Johann Strauss yngri, Franz Lehár og fleiri. Nánari upplýsingar á www. sinfonia.is. ➜ Sýningar Listakonan Yst (Ingunn Svavarsdóttir) sýnir kola- og rauðkrítarteikningar á sýn- ingu sem nú stendur yfir í Þjóðmenn- ingarhúsinu við Hverfisgötu. Enginn aðgangseyrir er á sýningar í húsinu á miðvikudögum. Opið alla daga kl. 11-17. Hafdís Ólafsdóttir sýnir ljósmyndaverk í sal SÍM-hússins við Hafnarstræti 16. Opið alla virka daga kl. 10-16. Nikonfélagarnir Birgir Guðjónsson, Diðrik Óli Hjörleifsson og Kristinn Þor- bergsson hafa opnað ljósmyndasýningu í Menningarsalnum á Hrafnistu við Hraunvang í Hafnarfirði. Opið alla daga kl. 13-20. ➜ Þrettándahátíðir 17.00 Þrettándagleði Graf- arvogsbúa hefst í Hlöðunni í Gufunesbæ. Nánari upplýsing- ar á www.reykjavik.is. 17.15 Þrettándahátíðin í Vesturbæ verður sett á KR-vellinum við Frostaskjól. Nánari upplýsingar á www. reykjavik.is. 18.00 Í Hafnarfirði fer Þrett- ándahátíðin fram að Ásvöllum. Nánari upplýsingar á www. hafnarfjordur.is. 20.00 Í Mosfellsbæ verður lagt af stað til brennu frá miðbæjar- torginu. Nánari upplýsingar á www.mos.is. Upplýsingar um viðburði send- ist á hvar@frettabladid.is. Listamennirnir Ásmundur Ásmundsson og Ragnar Kjart- ansson standa fyrir sínum árlega Jólasveinagjörningi á þrett- ándanum í Kling og Bang gallerí kl. 17.30 í dag. Þeir hafa staðið fyrir sams konar gjörningum á hverju ári síðustu átta árin. Þeir koma gestum verulega á óvart með hressilegu jólaskensi og hver veit nema Bjúgnakrækir og Kertasníkir kíki í heimsókn. Fólk er hvatt til að taka börnin sín með og gleyma ekki jólaskapinu heima. Í dag er jú síðasti séns til að eiga góða jólastund. Hinn árlegi Jólasveina- gjörningur RAGNAR OG ÁSMUNDUR Jólasveinalist á þrettándanum. Þriðja ljóðaslamm Borgarbóka- safns Reykjavíkur verður hald- ið föstudaginn 12. febrúar í aðal- safninu í Tryggvagötu. Að þessu sinni er þemað „væmni“, sem ætti að bjóða upp á fjölbreyttar hug- leiðingar – fjarri kreppu og bar- lómi. Sem fyrr er ljóðaslammið ætlað ungu fólki og er skilgreint á afar opinn hátt sem eins konar ljóðagjörningur. Áherslan er ekki síður lögð á flutninginn en á ljóð- ið sjálft. Eina krafan er að flutt sé frumsamið ljóð eða stuttur prósi og hafa þátttakendur sýnt dans- verk, ör-leikþætti, rapp, söng og leiklesin ljóð með myndefni svo eitthvað sé nefnt. Hefðbundinn ljóðaupplestur telst ekki vera ljóðaslamm. Sigurvegarinn árið 2008 var Halldóra Ársælsdóttir með „Verðbréfadrenginn“. Það ár var þemað „spenna“. Í fyrra sigruðu þær Ásta Fanney Sigurðardótt- ir og Ástríður Tómasdóttir sem sviðsettu ljóðagjörninginn Eine kleine hrollvekja með áhrifarík- um hætti. Þemað var „hrollur“. Fimm manna dómnefnd velur þrjú bestu atriðin. Í henni sitja fyrir hönd Borgarbókasafns Arn- grímur Vídalín skáld og Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur. Aðrir eru Bragi Ólafsson rithöf- undur, Guðlaug Elísabet Ólafs- dóttir leikkona og Ragnheiður Eiríksdóttir tónlistarkona. Ljóðaslammið er haldið í sam- starfi við ÍTR og Rás 2 og skrán- ingareyðublöð er að finna á öllum Borgarbókasöfnunum. - drg Væmið ljóðaslamm í febrúar VANN LJÓÐASLAMMIÐ SÍÐAST Ásta Fann ey Sigurðardóttir flutti vinnings- atriðið í fyrra með Ástríði Tómasdóttur. LAUGAVEGUR 66 Mán. – Fös. 10–18. Lau. 11–17.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.