Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 6. janúar 2010 23 HANDBOLTI Íslenskar handboltakon- ur hefja nýja árið á sannkölluðum stórleik í kvöld en Íslandsmeist- arar Stjörnunnar taka þá á móti nýkrýndum deildarbikarmeistur- um Fram í Mýrinni þegar N1-deild- in fer af stað eftir hátíðarnar. Stjarnan er í 4. sæti deildarinn- ar en aðeins tveimur stigum á eftir Fram og á leik inni. Stjörnuliðið á einnig tvo leiki til góða á móti topp- liði Vals sem hefur þriggja stiga forskot á Fram og fimm stiga for- skot á Stjörnuna. Fram vann 26-24 sigur á Stjörn- unni í undanúrslitum Flugfélags Íslands-deildarbikarsins milli jóla og nýárs en Stjörnuliðið lék þá án þjálfara síns Atla Hilmarssonar og dóttur hans Þorgerðar Önnu Atla- dóttur sem er þriðji markahæsti leikmaður liðsins í vetur. Stjarn- an vann deildarleik liðanna í Safa- mýri í október með fimm marka mun, 26-21. Leikurinn í kvöld er einn af frestuðum leikjum Stjörnuliðs- ins sem spilaði síðasta deildarleik sinn í fyrra þegar enn var meira en mánuður til jóla þar sem mark- vörður liðsins, Florentina Stanciu, tók þátt í HM í Kína með rúmenska landsliðinu. Þetta þýðir að álagið verður mikið á Stjörnuliðinu í janúar- mánuði en Stjörnustelpurnar munu spila sjö leiki í deild (6) og bikar (1) á næstu 24 dögum. Tveir leikj- anna verða á móti Haukum en liðin mætast í bikar (20. janúar) og deild (23. janúar) með aðeins þriggja daga millibili. Leikur Stjörnunn- ar og Fram í kvöld hefst klukkan 19.30 í Mýrinni í Garðabæ en hann verður einnig í beinni útsendingu á Sporttv. - óój N1-deild kvenna í handbolta hefst á ný í kvöld með stórleik Stjörnunnar og Fram í Mýrinni: Sjö Stjörnuleikir á næstu 24 dögum 18 MÖRK Í 2 LEIKJUM Alina Tamasan á móti Fram í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI GOG Svendborg fór í gær í greiðslustöðvun og því fær félagið nú frest til að koma sínum málum í lag áður en til gjaldþrots kemur. GOG hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum og var reynt að bjarga félaginu án árangurs nú í haust. Lögmaður félagsins telur að framtíð þess muni ráðast á næstu 2-3 vikum. Tvö stig verða dregin af liðinu í dönsku úrvalsdeildinni og er leik- mönnum nú frjálst að yfirgefa félagið. Guðmundur Guðmunds- son landsliðsþjálfari er þjálfari GOG og með liðinu leikur Ásgeir Örn Hallgrímsson. - esá Enn óvíst um framtíð GOG: GOG í greiðslu- stöðvun GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON Er þjálf- ari GOG í Danmörku. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Sænska félagið Kristi- anstad greindi frá því á heima- síðu sinni í gær að Íslendingarn- ir Margrét Lára Viðarsdóttir, Erla Steina Arnardóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir hefðu fram- lengt samninga sína við félagið til loka tímabilsins 2011. Erla hefur verið hjá félaginu síðan 2007 en Guðný samdi við liðið fyrir síðasta tímabil. Mar- grét Lára lék með Linköping fyrri hluta tímabilsins en gekk svo í raðir Kristianstad. Hólmfríður Magnúsdóttir lék einnig með liðinu í sumar en hún er á leið til Philadelphia Indep- endence í Bandaríkjunum. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins. - esá Íslendingar framlengdu: Áfram hjá Kristianstad MARGRÉT LÁRA Gefur hér eiginhandar- áritun. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Báðum leikjunum sem áttu að fara fram í ensku deilda- bikarkeppninni í vikunni hefur verið frestað. Um er að ræða fyrri viðureignir Blackburn og Aston Villa annars vegar og Manchester City og Manchester United hins vegar í undanúrslit- um keppninnar. Mikil snjókoma hefur verið í Englandi og taldi lögregla ekki óhætt fyrir stuðningsmenn lið- anna að ferðast á leikina. Leik- vellirnir sjálfir voru þó í lagi. - esá Enski deildabikarinn: Undanúrslita- leikjum frestað KÖRFUBOLTI Góð frammistaða Helenu Sverrisdóttur með TCU í síðustu viku kom henni ekki bara inn í sögubækurnar í skól- anum heldur hjálpaði hún TCU- liðinu einnig að komast í hóp 25 bestu háskólaliða Bandaríkjanna í fyrsta sinn í vetur. TCU er í 25. sæti á nýjum styrkleikalista AP-Fréttastofunnar yfir bestu kvennaliðin í bandaríska háskóla- boltanum og komst síðast svona ofarlega í desember 2008. - óój Helena og félagar í TCU: Inn á topp 25 Boxbrennsla Einkaþjálfun Ný námskeið hefjast 11. janúar. Árskort á 37.990-

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.