Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 06.01.2010, Blaðsíða 38
26 6. janúar 2010 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. lýð, 6. úr hófi, 8. ung stúlka, 9. fley, 11. hætta, 12. langintes, 14. korr, 16. einnig, 17. sjáðu, 18. bar að garði, 20. hreyfing, 21. dugnaður. LÓÐRÉTT 1. hróss, 3. hljóm, 4. fugl, 5. bar, 7. hjáguð, 10. hafið, 13. nasaop, 15. tolla, 16. klampi, 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. fólk, 6. of, 8. mær, 9. far, 11. vá, 12. sláni, 14. snörl, 16. og, 17. sko, 18. kom, 20. ið, 21. iðni. LÓÐRÉTT: 1. lofs, 3. óm, 4. lævirki, 5. krá, 7. falsgoð, 10. rán, 13. nös, 15. loða, 16. oki, 19. mn. Lagið Meira frelsi með hljómsveitinni Merz- edes Club endaði í áttunda sæti í alþjóðlegri söngva- keppni síðunnar Eurodanceweb. net. Þetta er besti árangur íslensks lags í keppninni, sem var nú haldin í níunda sinn. Alls tóku fulltrúar frá 39 þjóðum þátt í keppninni og úr þeim hópi völdu rúmlega 60 þúsund netverjar uppáhalds danslagið sitt. Einnig fór fram kosning á meðal dómnefnd- ar sem var skipuð fjölda fólks úr tónlistarbransanum og þar hlaut Merzedes Club mun dræmari undirtektir. Endaði það í 38. og næstneðsta sæti. Tónlistarmennirnir Nick Cave og Warren Ellis verða ekki viðstaddir frumsýningu Vesturp- orts-leikritsins Faust í Borgarleikhúsinu 15. janúar. Þeir félagar sömdu tónlistina við verkið, auk þess sem Cave kom nálægt hluta af texta- smíðunum. Vonir stóðu til að þeir myndu heiðra frumsýningargesti með nærveru sinni en því miður verður ekkert af því. Cave og Ellis hafa áður starfað með Vesturporti því þeir sömdu einnig tónlistina við verkin Hamskipti og Woyzek við góðar undirtektir. Hróður Bjarnfreðarsonar berst víða því gagnrýnandi kvikmyndasíð- unnar Twitch.com hefur tilnefnt íslensku myndina sem eina af þeim bestu árið 2009. Gagnrýn- andinn heitir því sérkennilega nafni Swarez og velur auk Bjarnfreðarson Inglourious Basterds og District 9 meðal tíu bestu mynda ársins. Kvikmyndin Bron- son, sem Þórir Snær Sigurjónsson fram- leiðir, er einnig á lista Swares en hún er eftir danska leikstjórann Nicholas Winding Refn. - fb, fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Ég hlusta mest á netútvarps- stöðvar og nota síður eins og last. fm og blip.fm mjög mikið. En ef það er einhver ein plata sem ég er núna meira að hlusta á en aðrar þá myndi ég nefna Say G&E! með The Grouch & Eligh.“ Ómar Ómar Ágústsson, framkvæmda- stjóri og rafeindavirki. Tónleikaferð Emilíönu Torrini um heiminn heldur áfram á fullum dampi. Þessa dagana er hún í Ástr- alíu og spilar í Brisbane í kvöld. Í gærkvöldi lék hún á hinum fornfræga tónleikastað The Enmore í Syd- ney. Íslendingar eru með í för, Sigtryggur Baldurs- son, Pétur Hallgrímsson gítarleikari og Lay Low, sem spilar á bassa með Emilíönu og hitar auk þess upp. Tónleikarnir hafa gengið vel, alls staðar troð- fullt og fólk syngur með í lögunum. Í nýlegu viðtali við Brisbane News sagði Emilíana að hún hefði nálgast lagasmíðar sínar á nýjan hátt upp á síðkastið. „Ég var í kvíðakasti og hálf brjál- uð í hvert skipti sem ég var að semja á plöturnar mínar,“ sagði hún. „Ég spurði því sjálfa mig hvort ég vildi að þetta yrði svona í hvert skipti sem ég gerði nýja plötu. Ég fór þá leið að tengja upp á nýtt. Nú hefur viðhorf mitt breyst og ég get ekki hætt að semja ný lög.“ Nýja viðhorfið hefur gert það að verkum að hljómsveit Emilíönu kemur nú að lagasmíðunum, helst þó Simon Byrt hljómborðsleikari. Í heimsreisunni er verið að kynna nýjustu plötu Emilíönu, Me and Armini, sem kom út 2008. Frá Ástralíu liggur leiðin til Tókýó, Istanbúl og Prag og svo eru það þrennir tónleikar í Háskólabíói, 19. til 21. febrúar. Enn eru nokkrir miðar eftir á síð- ustu tónleikana. Þetta verða að öllum líkindum síð- ustu tónleikar Emilíönu í bili. Eftir allt spiliríið mun Emilíana að öllum líkindum hella sér af fullum þunga í að semja og taka upp næstu plötu. Það er hugur í henni og mjög líklega að hún komi út nýrri plötu á árinu. - drg Emilíana tengir upp á nýtt Í HEIMSREISU Emiliana Torrini er í Ástralíu og segist njóta þess í fyrsta skipti að semja nýja tónlist. „Bókin er skrifuð í Danmörku og er innblásin af umræðunni þar. Danir eru svo klofin þjóð, þar er allt annaðhvort eða,“ segir Auður Jónsdóttir en bók hennar Tryggð- arpantur, eða Depositum, eins og hún heitir á dönsku, kom nýver- ið út í Danmörku. Danskir gagn- rýnendur skiptast algjörlega í tvo hópa; sumir hrósa henni í hástert eins og bókarýnir Metroexpressen sem gefur henni fimm stjörnur. Og líkir bókinni við Dýrabæ George Orwell. Í sama streng tekur rýnir Literatursiden sem telur að les- andinn fái marbletti á samviskuna við lesningu bókarinnar. Þá hafa forsvarsmenn danskra bókasafna valið bókina sem eina af skáldsög- um ársins 2009. Og mæla sérstak- lega með því að danskir lesendur láti ekki hræðast af kápu bókar- innar sem skartar heldur ófrýni- legu svíni. Gagnrýnandi Politiken er hins vegar alls ekki hrifinn, slátrar nánast bókinni á síðum blaðsins, segir Auði skjóta langt yfir markið með bókinni og áfellist hana fyrir að hafa sleppt „hinu jarðbundna akkeri Íslendingsins“. „Auður var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Fólkið í kjallaranum en hún fær enga til- nefningu fyrir þessa bók,“ skrifar Sören Winterberg en til gamans má geta að hann er pabbi Thomas- ar Winterberg sem gerði hina frá- bæru dogma-mynd Festen. „Hann gaf mér draumadóm fyrir Fólkið í kjallaranum og kannski bjóst hann við annarri svona fjölskyldudrama- bók,“ segir Auður og bætir því við að hún hafi drukkið þrjú viskíglös þegar hún las dóm Winterberg. „Þetta hefur verið svona, annað- hvort viskídrykkja eða skálað í kampavíni,“ segir Auður og hlær. Hún hafi þó alveg eins búist við því að sumir í Danmörku yrðu ekki hrifnir og svona bók með pól- itískri skírskotun ætti náttúrlega ekki að eiga við alla. Hún verður engu síður í stóru viðtali við Polit- iken á laugardaginn kemur og fær þá tækifæri til að skýra sitt mál. En það er öðru tímabili að ljúka í lífi Auðar því hún hefur verið hirðskáld Borgarleikhússins í heilt ár. Hún segir það vera eitt það skemmtilegasta sem hún hafi gert á ævinni. „Ég er búin að vera að skrifa í heilt ár og við erum bara að lesa og skoða verkið með dram- atúrgum. Það hefur bara verið æðislega gaman og ég veit bara ekki hvort ég geti skrifað skáld- sögu án þess að hafa dramatúrg mér við hlið,“ segir Auður. Þegar hún er síðan spurð um hvað verkið fjalli er svarið mjög skýrt og skor- inort. „Verkið fjallað um barnaníð og tjáningarfrelsi,“ útskýrir skáld- ið en ráðgert er að það komi á fjalir leikhússins árið 2011. freyrgigja@frettabladid.is AUÐUR JÓNSDÓTTIR: LEIKRIT UM BARNANÍÐ OG TJÁNINGARFRELSI Danir elska og hata Tryggðarpant Auðar ELSKUÐ OG HÖTUÐ Danskir gagnrýnendur skiptast algjörlega í tvo hópa þegar kemur að dönsku útgáfunni af Tryggðarpanti Auðar Jóns. Sumir elska hana, öðrum þykir lítið til hennar koma og finnst hún jafnvel barnaleg. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta er alltaf gaman. Mér skilst að þetta sé býsna vin- sælt sjónvarpsefni,“ segir Þor- steinn Bergsson, bóndi á Unaósi á Fljótsdalshéraði. Hann kepp- ir í annarri umferð í spurninga- keppninni Útsvari í Sjónvarpinu á föstudagskvöld ásamt liðsfé- lögum sínum, Ingunni Snædal og Stefáni Boga Sveinssyni. Mótherj- inn verður Kópavogur, hinn sami og sigraði Fljótsdalshérað í úrslit- um í fyrra. Þorsteinn hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu með liði sínu og virðist sjónvarps- leysið á heimili hans því greini- lega engu máli skipta. „Við höfum aldrei haft sjónvarp frá því að við byrjuðum að búa við hjónin. Ætli ég verði ekki að segja að okkur leiðist það heldur og ekki fer það batnandi eftir því sem tímarnir líða fram,“ segir Þorsteinn, sem er kvæntur Soffíu Ingvarsdótt- ur, kennara í Menntaskólanum á Egilsstöðum. „Okkur var sagt að við kæmumst ekki upp með þetta því við eigum börn sem eru tíu og þrettán ára og að þau myndu fara að heimta sjónvarp þegar þau yxu úr grasi. En það hefur nú ekkert gerst, þetta er bara þeirra veru- leiki.“ En hvað með netið, er það til staðar? „Já, en við erum að vísu með mjög lélega tengingu en það stendur víst til bóta. Það verður mikil breyting,“ segir hann og bætir við: „Ég hef alltaf haft þá afstöðu gagnvart nýjungum að ég hef tekið það upp sem mér líkar og sleppt hinu. Maður á ekki að gleypa við öllu.“ Þorsteinn segist hafa lesið mjög mikið þegar hann var yngri og hann búi að því nú. „Þetta er held ég gamall banki sem ég er að ganga í. Það er einhvern veg- inn þannig að það sem maður les innan við tvítugt, það situr vel og þá las ég alveg reiðinnar býsn,“ segir hann og nefnir að allt sem snýr að náttúrunni sé sín sterk- asta hlið í Útsvarinu. - fb Fjölskyldan sátt án sjónvarps ÞORSTEINN BERGSSON Þorsteinn les bækur og kíkir á netið, þrátt fyrir lélega nettengingu, í staðinn fyrir að horfa á sjónvarp.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.